Færslur: fangelsi

Fangaverðir mótmæla harðlega niðurskurðarhugmyndum
Fangavarðarfélag íslands sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem það mótmælir harðlega þeim niðurskurðarhugmyndum sem koma fram í minnisblaði dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar til fjárlaganefndar Alþingis, en þær fela meðal annars í sér töluverða fækkun hvorutveggja fangelsisplássa og fangavarða.
Holmes dæmd í ellefu ára fangelsisvist fyrir fjársvik
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í dag dæmd til rúmlega ellefu ára fangavistar fyrir svik í garð fjárfesta. Hún er þunguð og þarf ekki að hefja afplánun fyrr en í apríl.
Brittney Griner flutt í rússneska fanganýlendu
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner hefur verið flutt í einangrunarbúðir, eða fanganýlendu, í borginni Yavas í Rússlandi. Þar er henni ætlað að sitja af sér níu ára fangelsisdóm.
Fyrrverandi fangar kvaddir til herþjónustu
Rússneskir eiturlyfjasalar og morðingjar sem lokið hafa afplánun í fangelsi gætu þurft að sinna herskyldu í ljósi nýrra lagabreytinga. Rússlandsforseti segir um hundrað þúsund hafa gengið til liðs við herinn frá herkvaðningu.
Dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð
Bandaríkjamaðurinn Nikolas Cruz hefur verið dæmdur til margfalds lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir fjöldamorð. Cruz var nítján ára þegar hann skaut sautján manns til bana í skóla í bænum Parkland í Flórída.
Sjónvarpsfrétt
„Hver bíður við hliðið?“ að lokinni afplánun
Konur sem setið hafa í fangelsum eiga flestar langa áfallasögu og eru margar uppfullar af skömm yfir því að hafa misst frá sér börn sín. Þetta segir forstöðukona Batahúss, nýs áfangaheimilis fyrir konur sem lokið hafa afplánun. Forstöðumaður Batahúss fyrir karla segir brýnt að hjálpa fólki að mynda nýtt tengslanet. Þannig megi draga úr líkum á fleiri afbrotum. Kjörorð Batahúss séu: „Hver bíður við hliðið?“ að lokinni afplánun.
24.10.2022 - 19:48
Tilfellum kóleru fjölgar enn á Haítí
Kólerutilfellum fjölgar enn á Haítí samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytis landsins. Á þriðja tug hefur látist af völdum sjúkdómsins sem óttast er að bætist við gríðarlegan vanda í landinu.
55.000 meintir glæpamenn fangelsaðir á sjö mánuðum
Lögregla í El Salvador hefur handtekið yfir 55.000 meinta brotamenn síðan forsetinn Nayib Bukele lýsti yfir „stríði“ gegn fjölmörgum og illvígum glæpagengjum landsins sjö mánuðum. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherrans Gustavo Villatoro á salvadorska þinginu í gær. Verið er að byggja 40.000 manna fangelsi fjarri öllum stærri borgum landsins.
Anna Sorokin mun verjast brottvísun frá Bandaríkjunum
Anna Sorokin kveðst ætla að berjast gegn því að verða vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands. Sorokin var látin laus úr fangelsi á föstudag. Hún sveik mikið fé út úr fjölda fólks með bellibrögðum.
Slógu hring um þinghús Lundúna til stuðnings Assange
Mikill fjöldi stuðningsfólks Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, sló í dag hring um þinghúsið í Westminster í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, og krafðist þess að hann yrði umsvifalaust látinn laus.
Frakkar hvattir til að yfirgefa Íran hið snarasta
Franskir ríkisborgarar í Íran eru hvattir til að yfirgefa landið hið snarasta. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu franska utanríkisráðuneytisins sem segir brýninguna ná til ferðamanna jafnt sem annarra Frakka.
08.10.2022 - 04:27
Ekvador: 15 fangar féllu í blóðugu gengjastríði
Minnst 15 fangar létu lífið og enn fleiri særðust í blóðugum óeirðum í einu af mörgum yfirfullum fangelsum Ekvadors á mánudag. Í tilkynningu frá fangelsismálayfirvöldum segir að til harðra og mannskæðra átaka hafi komið í einu af fangelsum landsins með þeim afleiðingum að minnst fimmtán fangar dóu og ekki færri en 20 særðust.
Mladic alvarlega veikur á sjúkrahúsi
Ratko Mladic, fyrrum æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Hollandi. Hann af sér lífstíðardóm fyrir stríðsglæpi.
Þetta helst
Erfiðar aðstæður kvenna í íslenskum fangelsum
Tíu konur afplána nú dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent, en ekki fimm prósent eins og áður. Samkvæmt nýjum tölum frá Fangelsismálastofnun eru konurnar sem nú afplána dóma á aldrinum 23 til 62 ára. Umboðsmaður Alþingis ætlar mögulega að skoða hvort konum bjóðist lakari úrræði en karlar í fangelsum landsins. Þetta helst skoðaði aðstæður kvenna í fangelsum.
Danskur ríkisborgari dæmdur í fangelsi fyrir landráð
Undirréttur í Kaupmannahöfn dæmdi í gær danskan ríkisborgara á fertugsaldri til fjórtán ára fangavistar fyrir landráð. Maðurinn gekk í raðir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og barðist við hlið vígamanna þeirra í Sýrlandi.
08.09.2022 - 06:33
Derek Chauvin fluttur í annað fangelsi
Derek Chauvin, bandaríski lögreglumaðurinn sem sakfelldur var fyrir að hafa myrt George Floyd við handtöku árið 2020, hefur verið fluttur í fangelsi með minni öryggisgæslu.
Spánn: Skotmanni sem beið réttarhalda veitt dánaraðstoð
Öryggisverði, sem skaut og særði fjóra á Spáni í desember en lamaðist í viðureign við lögreglu, var heimilað að deyja í gær. Dómari heimilaði í ágúst að honum skyldi veitt dánaraðstoð.
Þetta helst
Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk
„Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk,“ segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna í viðtali við Læknablaðið. Sumir fangar sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar, en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
Sjö ára fangelsisdómur vegna þinghúsárásar
Bandarískur alríkisdómari dæmdi mann frá Texas í dag til meira en sjö ára fangelsisvistar fyrir aðild hans að þinghúsárásinni 6. janúar 2021.
Þrettán fangar létust í blóðugum slagsmálum í Ekvador
Þrettán létust og tveir slösuðust þegar óeirðir brutust út milli glæpagengja í fangelsi í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador í gær. Þetta hefur AFP eftir fangelsismálayfirvöldum í landinu.
19.07.2022 - 03:44
Úrskurðaður í nálgunarbann gegn sambýliskonu sinni
Landsréttur úrskurðaði mann í hálfs árs nálgunarbann gegn sambýliskonu sinni og börnum. Hérðasdómur Suðurlands hafði áður hafnað kröfu lögreglustjóra á Suðurlandi um nálgunarbann á manninn. Lögreglustjóri áfrýjaði þeirri ákvörðun til Landsréttar sem sneri úrskurðinum við.
Danmörk
Bjóða fangavörðum bónus fyrir að hætta ekki í vinnunni
Fangelsismálayfirvöld í Danmörku hafa gripið til þess ráðs að heita hverjum þeim fangaverði sem skuldbindur sig til að starfa í fangelsum landsins út þetta ár kaupauka upp á sem svarar ríflega 400 þúsund íslenskum krónum. Ástæðan er viðvarandi flótti úr stétt fangavarða og vaxandi mannekla í dönskum fangelsum.
10.07.2022 - 06:34
„Ég óttast að verða hérna að eilífu“
Brittney Griner, ein helsta körfuboltastjarna Bandaríkjanna sem situr í rússnesku fangelsi, biðlar til Joes Biden forseta að hlutast til um frelsun sína. Hvíta húsinu barst bréf Griner í gærmorgun.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Áfrýjunardómstóll dæmir í fjársvikamáli Fillons
Áfrýjunardómstóll ákveður í dag hvort fangelsisdómur yfir François Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, verður staðfestur. Árið 2020 var hann á lægra dómstigi dæmdur til fimm ára fangavistar fyrir að misfara með opinbert fé.

Mest lesið