Færslur: fangelsi

Víðsjá
Frjáls eins og fuglinn
Fangar í öryggisfangelsinu á Hólmsheiði og starfsfólk fangelsisins geta notið myndlistar í opinberu en harðlokuðu rými innan girðingar fangelsins. Á útveggjum byggingarinnar og í aðkomugarði má njóta verka þeirra Önnu Hallinn og Olgu Bergmann sem sigruðu á sínum tíma samkeppni um list fyrir bygginguna.
09.05.2020 - 17:01
Ekkert smit komið upp í fangelsum landsins
Ekkert Covid-19 smit hefur komið upp í fangelsum hér á landi, hvorki hjá föngum né fangavörðum. Þetta segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
01.04.2020 - 14:19
Viðtal
Fangelsi á ekki að vera kjötkælir eða geymsla
„Það að fara að vinna með fangelsin er hluti af samfélagsheilun,“ segir Tolli Morthens. Það sé grundvallaratriði að nálgast málefni fanga af virðingu og kærleik. Tolli fór fyrir starfshóp félagsmálaráðuneytisins um málefni fanga. Hann segir að aldrei áður hafi verið sett fram sams konar pólitísk nálgun á málaflokkinn.
18.12.2019 - 09:12
Vildi fá að bera upp bónorðið í fangageymslu lögreglu
Erlendur ferðamaður leitaði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á dögunum og óskaði eftir aðstoð lögreglu við að biðja kærustu sinnar. Ferðamaðurinn hafði séð fyrir sér að bera upp bónorðið í fangaklefa. Að öðru leyti var hugmynd ferðamannsins ekki alveg fullmótuð. Beiðnin var tekin til efnislegrar meðferðar hjá lögreglu.
Fara fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi
Héraðssakskónari óskar í dag eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir tveimur erlendum fíkniefnasmyglurum, sem handteknir voru við komuna til landsins með Norrænu í byrjun ágúst.
24.10.2019 - 11:33
Myndskeið
Erfitt að ímynda sér að vera frelsissviptur
Í Sverrissal í Hafnarborg hafa listakonurnar Olga Bergmann og Anna Hallin, eða Berghall, útbúið eftirmynd af fangaklefa í fangelsinu á Hólmsheiði.
04.09.2019 - 14:56
Krefjast aðgerða í fangelsismálum hérlendis
Í bráðabirgðaskýrslu pyntinganefndar Evrópuráðsins um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum segir að bæta megi ýmis atriði er varða málefni fanga hér á landi og hefur hún veitt stjórnvöldum þriggja mánaða frest til að skila ítarlegri aðgerðaáætlun um endurbætur.
05.07.2019 - 08:38
Vann með fangelsuðum röppurum
Hvað á Kim Kardashian sameiginlegt með Ingibjörgu Friðriksdóttur? Jú, báðar hafa þær heimsótt San Quentin fangelsið á síðustu mánuðum, sú fyrrnefnda sem aktívisti en sú síðarnefnda til að vinna að tónlistarverkefni fangelsisins. „Þú ert kannski 18 ára og þú ert kominn með margra áratuga dóm og þá kannski saknarðu mömmu þinnar (...) mjög mikið af textunum fjalla um: Þú þarft ekki að lenda í þessu, ekki gera það því þú endar hér.“
13.06.2019 - 12:00
Háleitar hugmyndir um betrun í Hegningarhúsinu
„Með rétt skipulögðum byggingum og fyrirkomulagi í fangelsum átti að vera hægt að lækna afbrotamenn af afbrotaþörfinni eða -sýkinni. Þeir áttu að öðlast betrun í húsum sem væru nógu lævíslega gerð til þess að menn yrðu betri menn á því einu að dvelja þar,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, um þær hugmyndir sem lágu til grundvallar hönnun og byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872.
Hjálpa fyrrverandi föngum að fóta sig á ný
Rauði krossinn ætlar að aðstoða fólk sem er að ljúka afplánun í fangelsi við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Verkefnisstjóri hjá samtökunum segir mikla þörf á slíkri aðstoð enda taki ekkert við hjá fólki að lokinni afplánun.
06.09.2018 - 13:36
27% fanga í Ástralíu eru frumbyggjar
147 ástralskir frumbyggjar hafa látist í fangelsum eða í haldi lögreglunnar í Ástralíu á síðustu 10 árum. Stjórnarandstaðan segir þetta þjóðarskömm og samtök frumbyggja krefjast þess að sjálfstæð nefnd verið látin fylgjast með fangelsum landsins.
02.09.2018 - 13:50
Segir fanga með fötlun njóta minni þjónustu
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að fangar með fötlun hér á landi búi við erfiðari aðstöðu en aðrir. Hann fullyrðir að taka eigi fanga af nauðsynlegum lyfjum vegna þess að hann hafi verið fluttur af Kvíabryggju í lokaða fangelsið á Hólmheiði.
06.07.2018 - 13:32
Lögregla lýsir eftir strokufanga
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni sem strauk frá fangelsinu að Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 2. febrúar síðastliðinn vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 
17.04.2018 - 09:35
Þurfa að flytja hælisleitandann til baka
Stjórnvöld þurfa að flytja hælisleitandann sem nýlega var fluttur úr landi aftur til baka verði réttað í líkamsárásarmáli þar sem hann er lykilvitnið.
22.02.2018 - 13:34
Fluttur úr landi eftir barsmíðar í fangelsi
Ungur hælisleitandi sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrir réttum mánuði, hefur verið fluttur úr landi. Vinir hans og velunnarar hér á landi vissu ekki af flutningnum.
21.02.2018 - 17:40
Margir vilja veita föngum lið
Meira en 600 manns hafa gengið til liðs við Facebook-síðu fyrir þá sem vilja hjálpa föngum með gjöfum og annarri aðstoð. Síðan var stofnuð vegna áhyggja af því að fangar á Hólmsheiði hefðu lítið við að vera. Fangelsismálastjóri segir að það sé alltaf ömurleg reynsla að sitja í fangelsi.
15.02.2017 - 22:45
 · fangelsi
Morðalda í brasilískum fangelsum
130 hafa verið myrtir í óeirðum sem ítrekað hafa komið upp í brasilískum fangelsum fyrstu vikur þessa árs. Morðaldan tengist stríði glæpagengja innan sem utan fangelsinsmúranna. Stefna stjórnvalda í fíkniefnamálum og vanræksla á öryggi fanga, er sögð styrkja stöðu glæpasamtaka í landinu.
27.01.2017 - 18:34
Núðlur í stað tóbaks sem gjaldmiðill
Svo virðist sem tóbak sé á undanhaldi sem gjaldmiðill í bandarískum fangelsum, og víki fyrir núðlum. Nýleg rannsókn í Bandaríkjunum bendir til þess að minni skammtar og gæði á þeim mat sem föngum er boðið uppá, valdi þessari breytingu.
23.08.2016 - 14:03
Sér fyrir endann á töfum við nýtt fangelsi
Tafist hefur að taka nýja fangelsið á Hólmsheiði í notkun, þó byggingin hafi verið afhent Fangelsismálastofnun 10. júní síðastliðinn. Helst hefur uppsetning öryggiskerfis valdið töfum.
18.08.2016 - 13:37