Færslur: fangelsi

Heimskviður
Hver er réttur fanga til ástarsambanda?
Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum að stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen þegar hún var sautján ára. Madsen sat þá í gæsluvarðhaldi fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall. Talsfólki fanga líst illa á tillöguna og segja hana geta aukið á vanlíðan þeirra.
Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni í morgun
Fangi fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur hins látna og að mikill harmur sé kveðinn að starfsfólki og vistmönnum á Litla-Hrauni. 
Skorað á ráðherra að bregðast við einangrun fanga
Nú þegar þarf að gera ráðstafanir vegna mikillar einangrunar og innilokunar sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í áskorun Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna, um bætt fangelsismál og betrun, til dómsmálaráðherra.
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Ekvador staðfestur
Átta ára fangelsisdómur yfir Rafael Correa fyrrverandi forseta Ekvador var staðfestur í dag.
08.09.2020 - 01:43
Bannað að heimsækja fanga í bili
Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að banna heimsóknir í fangelsi tímabundið vegna hertra sóttvarnarreglna. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé gert til þess að draga úr líkum á dreifingu COVID-19 veirunnar í fangelsi landsins.
30.07.2020 - 17:39
Fjölga föngum hægt eftir faraldurinn
Fangelsin fara hægt í sakirnar við það að fjölga föngum aftur eftir COVID-19 faraldurinn, ekki síst vegna fjármagnsskorts. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu.
Áslaug Arna vill fresta lokun fangelsisins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því við fangelsismálastjóra að framkvæmd lokunar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Brýnt sé að tryggja að almenn löggæsla á Norðurlandi eystra verði ekki fyrir skerðingu vegna lokunarinnar.
Myndskeið
Tekist á um lokun fangelsisins á Akureyri
Lokun fangelsisins á Akureyri hefur mætt mikilli andstöðu meðal bæjaryfirvalda á AKureyri, innan lögreglunnar og meðal fangavarða. Dómsmálaráðherra átti fund með yfirvöldum á Akureyri í dag. Lögregluembættið verður mögulega styrkt til að taka við verkefnum fangavarða.
Lokun á Akureyri skapar svigrúm fyrir 30 fangelsisrými
Dómsmálaráðherra segir að með lokun tíu fangelsisrýma á Akureyri skapist svigrúm til að opna fyrir þrjátíu pláss á Hólmsheiði og Litla Hrauni. 638 manns bíða nú eftir því að komast í afplánun.
Segir fangelsislokun setja löggæslu á NA-landi í uppnám
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Þetta gangi gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í byggðamálum og sé gert án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu.
08.07.2020 - 16:38
Myndskeið
Óánægja með ákvörðun Fangelsismálastofnunar
Töluverð óánægja er með ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Formaður Lögreglufélagsins segir hana vanhugsaða og kostnaðarsama fyrir embættið.
07.07.2020 - 20:11
Sársaukafullt en nauðsynlegt að loka fangelsinu
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri gagnrýnir að ríkið hafi ekki haft samráð við bæjaryfirvöld áður en ákveðið var að loka fangelsinu þar. Fangelsismálastjóri segir þetta sársaukafulla en nauðsynlega aðgerð.
06.07.2020 - 19:22
Víðsjá
Frjáls eins og fuglinn
Fangar í öryggisfangelsinu á Hólmsheiði og starfsfólk fangelsisins geta notið myndlistar í opinberu en harðlokuðu rými innan girðingar fangelsins. Á útveggjum byggingarinnar og í aðkomugarði má njóta verka þeirra Önnu Hallinn og Olgu Bergmann sem sigruðu á sínum tíma samkeppni um list fyrir bygginguna.
09.05.2020 - 17:01
Ekkert smit komið upp í fangelsum landsins
Ekkert Covid-19 smit hefur komið upp í fangelsum hér á landi, hvorki hjá föngum né fangavörðum. Þetta segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
01.04.2020 - 14:19
Viðtal
Fangelsi á ekki að vera kjötkælir eða geymsla
„Það að fara að vinna með fangelsin er hluti af samfélagsheilun,“ segir Tolli Morthens. Það sé grundvallaratriði að nálgast málefni fanga af virðingu og kærleik. Tolli fór fyrir starfshóp félagsmálaráðuneytisins um málefni fanga. Hann segir að aldrei áður hafi verið sett fram sams konar pólitísk nálgun á málaflokkinn.
18.12.2019 - 09:12
Vildi fá að bera upp bónorðið í fangageymslu lögreglu
Erlendur ferðamaður leitaði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á dögunum og óskaði eftir aðstoð lögreglu við að biðja kærustu sinnar. Ferðamaðurinn hafði séð fyrir sér að bera upp bónorðið í fangaklefa. Að öðru leyti var hugmynd ferðamannsins ekki alveg fullmótuð. Beiðnin var tekin til efnislegrar meðferðar hjá lögreglu.
Fara fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi
Héraðssakskónari óskar í dag eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir tveimur erlendum fíkniefnasmyglurum, sem handteknir voru við komuna til landsins með Norrænu í byrjun ágúst.
24.10.2019 - 11:33
Myndskeið
Erfitt að ímynda sér að vera frelsissviptur
Í Sverrissal í Hafnarborg hafa listakonurnar Olga Bergmann og Anna Hallin, eða Berghall, útbúið eftirmynd af fangaklefa í fangelsinu á Hólmsheiði.
04.09.2019 - 14:56
Krefjast aðgerða í fangelsismálum hérlendis
Í bráðabirgðaskýrslu pyntinganefndar Evrópuráðsins um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum segir að bæta megi ýmis atriði er varða málefni fanga hér á landi og hefur hún veitt stjórnvöldum þriggja mánaða frest til að skila ítarlegri aðgerðaáætlun um endurbætur.
05.07.2019 - 08:38
Vann með fangelsuðum röppurum
Hvað á Kim Kardashian sameiginlegt með Ingibjörgu Friðriksdóttur? Jú, báðar hafa þær heimsótt San Quentin fangelsið á síðustu mánuðum, sú fyrrnefnda sem aktívisti en sú síðarnefnda til að vinna að tónlistarverkefni fangelsisins. „Þú ert kannski 18 ára og þú ert kominn með margra áratuga dóm og þá kannski saknarðu mömmu þinnar (...) mjög mikið af textunum fjalla um: Þú þarft ekki að lenda í þessu, ekki gera það því þú endar hér.“
13.06.2019 - 12:00
Háleitar hugmyndir um betrun í Hegningarhúsinu
„Með rétt skipulögðum byggingum og fyrirkomulagi í fangelsum átti að vera hægt að lækna afbrotamenn af afbrotaþörfinni eða -sýkinni. Þeir áttu að öðlast betrun í húsum sem væru nógu lævíslega gerð til þess að menn yrðu betri menn á því einu að dvelja þar,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, um þær hugmyndir sem lágu til grundvallar hönnun og byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872.
Hjálpa fyrrverandi föngum að fóta sig á ný
Rauði krossinn ætlar að aðstoða fólk sem er að ljúka afplánun í fangelsi við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Verkefnisstjóri hjá samtökunum segir mikla þörf á slíkri aðstoð enda taki ekkert við hjá fólki að lokinni afplánun.
06.09.2018 - 13:36
27% fanga í Ástralíu eru frumbyggjar
147 ástralskir frumbyggjar hafa látist í fangelsum eða í haldi lögreglunnar í Ástralíu á síðustu 10 árum. Stjórnarandstaðan segir þetta þjóðarskömm og samtök frumbyggja krefjast þess að sjálfstæð nefnd verið látin fylgjast með fangelsum landsins.
02.09.2018 - 13:50
Segir fanga með fötlun njóta minni þjónustu
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að fangar með fötlun hér á landi búi við erfiðari aðstöðu en aðrir. Hann fullyrðir að taka eigi fanga af nauðsynlegum lyfjum vegna þess að hann hafi verið fluttur af Kvíabryggju í lokaða fangelsið á Hólmheiði.
06.07.2018 - 13:32
Lögregla lýsir eftir strokufanga
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni sem strauk frá fangelsinu að Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 2. febrúar síðastliðinn vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 
17.04.2018 - 09:35