Færslur: Evrópusambandið

Vinsældir ESB aldrei meiri í Bretlandi
Vinsældir Evrópusambandsins hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt nýrri könnun á vegum Pew Research Center. Bretar, sem hafa formlega yfirgefið ESB, hafa aldrei verið ánægðari með sambandið.
19.11.2020 - 19:30
Björgunarpakki ESB strandar á Ungverjum og Pólverjum
Ungverjaland og Pólland standa nú í vegi fyrir því að Evrópusambandið samþykki 1,1 þúsund milljarða evru fjármálaáætlun og sérstakan björgunarpakka til aðildarríkja vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins. Til stóð að ljúka samningaviðræðum um fjárlögin fyrr í dag en nú er ljóst að viðræðurnar tefjast áfram.
16.11.2020 - 22:27
Spegillinn
Brexit og deilur í Downing stræti
Allir breskir forsætisráðherra hafa haft ráðgjafa en enginn hefur skapað jafnmargar fréttir og Dominic Cummings fráfarandi ráðgjafi núverandi forsætisráðherra. Cummings virðist hafa orðið undir í valdatafli þar sem einn andstæðingurinn er sambýliskona forsætisráðherra. Allt gerist þetta rétt þegar komið er fram á ögurstund í Brexit-samningum Breta við Evrópusambandið.
13.11.2020 - 20:55
Minnst 110 drukknuðu undan Líbíuströndum á þremur dögum
Minnst 110 flóttamenn og förufólk drukknuðu á Miðjarðarhafi síðstu þrjá dagana og 74 lík hefur þegar rekið á strendur vestanverðrar Líbíu. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að fjórir bátar flótta- og förufólks hafi farist við Líbíustrendur síðustu þrjá daga.
Telur Þýskaland líklegan vettvang eitrunar Navalny
Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segir fulla ástæðu til að ætla að svo geti verið að eitrað hafi verið Alexei Navalny í Þýskalandi eða á leiðinni þangað. Þetta kom fram í máli ráðherrans á blaðamannafundi í dag.
12.11.2020 - 18:51
Jurtaíblandaðan ost ber að flokka sem mjólkurost
Rifinn ostur sem hertum flögum úr jurtafeiti hefur verið bætt saman við ber að tollflokka sem mjólkurafurð en ekki jurtaafurð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Bændasamtaka Íslands þar sem vitnað er í bindandi álit Skattsins þar að lútandi frá 17. febrúar síðastliðnum.
Byrjað að bólusetja í ESB ríkjum í byrjun næsta árs
Að líkindum verður byrjað að bólusetja gegn kórónuveirunni í ríkjum Evrópusambandsins einhvern tíma á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Ekki er hægt að gefa nánari tímasetningu að svo stöddu, að því er haft er eftir Andrea Ammon, forstjóra Sóttvarnastofnunar ESB, í Stokkhólmi.
11.11.2020 - 15:14
Útilokað að saka innflytjendur osta um lögbrot
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þau fyrirtæki innan raða FA, sem hafa flutt inn pitsuosta með jurtaolíu hafi fylgt leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þannig sé útilokað að saka þau um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot.
Macron vill skjótar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvetur leiðtoga annarra Evrópuþjóða til að grípa til skjótra og samræmdra aðgerða svo koma megi í veg fyrir hryðjuverkaárásir sem hafa þjakað íbúa álfunnar um árabil.
10.11.2020 - 17:52
Meiri eftirspurn mætt með auknum innflutningi
Fjölgun ferðamanna á undanförnum árum og breytingar á neysluvenjum hafa orðið til þess að innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist töluvert síðasta áratuginn.
Segir að rannsaka beri innflutning kjöts og mjólkurvara
„Svona mál á auðvitað að fara beint til lögreglu. Þetta er lögreglumál og saksóknara,“ sagði Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra um innflutning á kjöti og mjólkurvörum. Hann var í viðtali í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Lukasjenko bætt á svarta lista ESB
Alexander Lukasjenko og sonur hans Viktor voru meðal fimmtán einstaklinga sem bættir voru á svartan lista Evrópusambandsins í gær vegna forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi í sumar. Yfirmaður hvítrússnesku leyniþjónustunnar KGB og yfirmaður starfsliðs forsetans voru meðal þeirra sem einnig var bætt á listann.
07.11.2020 - 06:46
Hagvaxtarspá ESB fyrir 2021 lækkuð
Afleiðingar annarrar bylgju COVID-19 faraldursins í ríkjum Evrópusambandsins draga úr líkum þess að hagvöxtur á næsta ári verði 6,1 prósent eins og spáð hafði verið. Valdis Dombrovskis, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá þessu í yfirlýsingu sem birt var í dag.
05.11.2020 - 11:56
Varar við eldfimu ástandi vestra eftir ávarp Trumps
Annegret Kramp-Karrenbauer varnarmálaráðherra Þýskalands varar við því að ástandið í Bandaríkjunum geti orðið eldfimt eftir ótímabæra yfirlýsingu Donalds Trump um sigur í forsetakosningunum vestra.
Vill greina kæfisvefn fyrr með aðstoð gervigreindar
Erna Sif Arnardóttir lektor við Háskólann í Reykjavík segir heilsufarslegar afleiðingar kæfisvefns geta verið mjög alvarlegar. Hún var einn gesta Baldvins Þórs Bergsonar í Silfrinu í morgun.
Macron segir Tyrki herskáa í garð bandamanna í NATÓ
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir Tyrki undir forystu Receps Tayyip Erdogans herskáa í garð bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu. Frakklandsforseti lét þessi orð falla í viðtali á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni í dag.
Spegillinn
Járnbrautir og valdaframsal í Noregi
Norska Stórþingið var reiðubúið að samþykkja nýjan pakka af reglugerðum frá Evrópusambandinu þegar stjórnarandstaðan náði óvænt meirihluta og sendi málið til Hæstaréttar. Nú á rétturinn að skera úr um hvort reglur ESB um rekstur járnbrauta feli í sér mikið eða lítið framsal valds. Og á meðan beðið er úrskurðar dómaranna er pakkinn í frysti. 
27.10.2020 - 09:15
Bretar gera viðskiptasamning við Japani
Bretar undirrituðu viðskiptasamning við Japani fyrr í dag. Það er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er eftir að Bretar ákváðu að yfirgefa Evrópusambandið.
23.10.2020 - 06:16
EFTA og Bretar semja um viðskipti eftir Brexit
Bretar og EFTA ríkin hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um viðskipti eftir að Bretar yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin, að því er AFP fréttastofan segir.  Samningurinn tekur til viðskipta Bretlands við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni alþjóðaviðskiptaráðuneytisins í Lundúnum að samkvæmt bráðabirgðasamningunum verði langstærsti hluti viðskipta Breta og EFTA-ríkjanna tollfrjáls áfram.
22.10.2020 - 12:38
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · ESB · Evrópusambandið · EFTA
Krefjast sniðgöngu G20 fundar í Sádi-Arabíu
Fjörutíu og fimm bandarískir þingmenn leggja fast að Bandaríkjastjórn að sniðganga fund G20 ríkjanna í Sádi-Arabíu í næsta mánuði nema þarlend yfirvöld geri gangskör að því að auka og bæta mannréttindi.
22.10.2020 - 06:27
Samningaviðræður Breta og ESB lifna við að nýju
Samninganefndir Evrópusambandsins og Bretlands hyggjast halda áfram viðræðum um viðskiptasamning í dag. Nú er vika síðan viðræðunum var slitið og naumur tími til stefnu að ná samkomulagi.
Brexit: ESB tilbúið í frekari viðræður
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðskiptaviðræðunum við Breta, segir að sambandið sé tilbúið í frekari viðræður. Einungis sé beðið eftir viðbrögðum frá breskum stjórnvöldum.
19.10.2020 - 15:57
Myndskeið
Segir nautgriparækt ekki standa undir sér
Nautgripabóndi segir nautaeldi ekki standa undir sér eftir verðlækkanir á nautakjöti til bænda síðustu ár. Landbúnaðarráðherra segir það áhyggjuefni og að forsendur fyrir tollasamningum séu breyttar.
Spegillinn
Pattstaða í viðræðum um viðskiptasamning Breta og ESB
Bæði Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Evrópusambandið telja að viðræður um viðskiptasamninga strandi á mótaðilanum, en hvorugur aðilinn vill þó hætta viðræðum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var rædd á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær og bundin slaufa á þá umræðu með yfirlýsingu þar sem Bretar eru beðnir um að sýna nú samningsvilja. Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði svo í dag ESB þyrfti að koma til móts við og sýna skilning á kröfum Breta sem væru annars alveg tilbúnir að lát
16.10.2020 - 20:22
Tvísýnt um Brexit viðskiptasamning
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að Bretar verði að búa sig undir að viðskiptin við Evrópusambandið verði á grundvelli alþjóðlegra viðskiptasamninga. Horfur á að viðskiptasamningur takist á milli ESB og Breta hafa minnkað. Lítill vilji virðist til að slaka á afstöðu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir þó að báðir þurfi að gefa eftir til að ná samkomulagi. 
16.10.2020 - 13:34