Færslur: Evrópusambandið

Milljónir andlitsgríma með fölsuð vottorð
Interpol, efnahagsbrotadeild Evrópusambandsins (Olaf)  og lögregluyfirvöld í fjölda Evrópuríkja eru nú með til rannsóknar fjölda mál sem tengjast heilbrigðisbúnaði sem keyptur var inn vegna kórónuveirunnar með að því er virtist tilhlýðilegum vottunum, sem reyndust svo falsaðar. 
02.07.2020 - 19:24
ESB ræðir við lyfjafyrirtæki um kaup á remdesivir
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á nú í viðræðum við lyfjafyrirtækið Gilead til að reyna að tryggja ESB-ríkjum nægilegt magn af lyfinu remdesivir, sem hjálpað hefur þeim sem sýkst hafa af kórónuveirunni að jafna sig hraðar.
02.07.2020 - 18:30
Forsetakosningar í Póllandi
Í dag verður gengið til kosninga í Póllandi. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Andstaða við komu Bandaríkjamanna til Evrópu
Innan Evrópusambandið er mikil andstaða við að Bandaríkjamönnum verði heimilað að koma þangað eftir byrjað verður að draga úr lokun landamæra 1. júlí næstkomandi. Ástæðan er hin mikla útbreiðsla kórónuveirunnar þar í landi.
27.06.2020 - 00:19
Forsetakosningar í Póllandi á sunnudag
Framtíð hægri stjórnarinnar í Póllandi gæti verið ógnað vegna úrslita forsetakosninganna þar í landi á sunnudag. Skoðanakannanir sýna þó að öruggt megi teljast að núverandi forseti Andrzej Duda verði efstur í kjörinu en ólíklegt þykir að hann nái þeim helmingi atkvæða sem þarf til sigurs.
26.06.2020 - 04:31
Bíða með landamærabreytingar uns ESB birtir lista
Íslensk stjórnvöld bíða þess að Evrópusambandið birti lista yfir þau lönd sem fólk má koma frá inn á Schengen-svæðið. Dómsmálaráðherra segir að áhugi Íslendinga á að opna fyrir fleiri þjóðir hafi fallið í grýtta jörð hjá Evrópusambandinu. Ýjað hafi verið að því að lokað verði á lönd inn á Schengen-svæðið sem ekki fari að ákvörðunum Evrópusambandsins. 
25.06.2020 - 12:40
Boris hyggst blása lífi í Brexit-viðræður
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst í dag gera tilraun til að blása nýju lífi í Brexit-viðræðurnar. Hann mun funda með forvígisfólki Evrópusamandsins í gegnum fjarfundabúnað.
15.06.2020 - 03:33
Salatfeti verður Salatostur
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem framleiðir ost undir heitinu Salatfeti, hefur ekki verið beðin um að breyta nafni ostsins, eins og MS hyggst gera að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eigandi Örnu ætlar engu að síður að breyta heiti ostsins og mega neytendur eiga von á að sjá hann undir nýju nafni innan skamms.
13.06.2020 - 18:11
Meira en 250.000 hafa greinst smitaðir í Evrópu
Samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP hafa meira en 250.000 greinst með kórónuveiruna í Evrópu. Hátt í 15.000 hafa dáið af völdum hennar. Ástandið er verst á Ítalíu þar sem hátt í 75.000 hafa greinst smitaðir, en meira en 7.500 hafa dáið úr COVID-19 sjúkdómnum.
26.03.2020 - 12:08
Viðtal
Viðbrögð við COVID-19 víða lituð af þjóðerniskennd
„Sagan kennir okkur að það er auðvelt að loka landamærum en það getur reynst þrautin þyngri að opna þau aftur síðar.“ Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. COVID-19 sé hnattræn vá sem krefjist hnattrænnar samvinnu en viðbrögð margra ríkja litist af þjóðerniskennd. Þjóðernisstef komi líka fram í ræðum stjórnmálamanna sem stundum reyni að þjappa fólki saman með því að upphefja meint þjóðareinkenni.
18.03.2020 - 17:25
Segir að hættan af COVID-19 hafi verið vanmetin
Stjórnmálamenn vanmátu hættuna af COVID-19 kórónaveirufaraldrinum, en nú er ljóst að hann mun halda mönnum við efnið í langan tíma.
18.03.2020 - 08:03
Myndskeið
Ferðabann ESB gæti haft mikil áhrif á Ísland
Ferðabann til allra ríkjanna sem tilheyra Schengen-svæðinu gæti haft mjög mikil áhrif á Ísland, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ætlar að leggja til við leiðtoga þess á morgun að bann verði sett við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkjanna með það að markmiði að hefta útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19 sem hlýst af kórónaveiru.
16.03.2020 - 19:39
Leggur til 30 daga bann við ónauðsynlegum ferðalögum
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, leggur til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga, að því er hún greinir frá á Twitter. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Þessar takmarkanir myndu einnig ná til ríkja sem ekki eiga aðild að ESB en eiga aðild að Schengen, líkt og Ísland.
16.03.2020 - 16:41
Pólska stjórnarandstaðan vill stuðning Norðurlanda
Forseti öldungadeildar pólska þingsins, Tomasz Grodzki, hefur óskað eftir stuðningi Norðurlandaráðs við baráttu gegn þróuninni sem hefur átt sér stað undanfarin ár í landinu, sem Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar og forseti Norðurlandaráðs, segir að sé mikið áhyggjuefni.
11.03.2020 - 20:59
Flóttamenn eru peð í pólitísku þrátefli
Eldur braust út í morgun í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos og olli miklum skemmdum en engum mannskaða. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem stór eldsvoði verður í flóttamannabúðum í landinu. Sýrlenskir flóttamenn eru notaðir sem peð í pólitísku þrátefli.
08.03.2020 - 17:40
Fyrstu lotu Brexit-viðræðna lokið
Mikið ber í milli í viðræðum um nýjan viðskiptasamning milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, að lokinni fyrstu viðræðulotu í Brussel í dag. Viðræður höfðu þá staðið í fjóra daga. 
05.03.2020 - 13:56
Borrell ræðir við tyrkneska ráðamenn
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hélt í morgun til Tyrklands til að ræða við ráðamenn þar um stríðið í Sýrlandi og málefni flóttamanna. Með honum í för er Janez Lenarcic, sem hefur umsjón með mannúðaraðstoð á vegum sambandsins.
Hörð átök í Idlib kalla hörmungar yfir hundruð þúsunda
Harðir bardagar geisa enn í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þar féllu tveir tyrkneskir hermenn í loftárásum Sýrlandshers í gær, daginn eftir að Erdogan Tyrklandsforseti varaði við yfirvofandi sókn Tyrklandshers í héraðinu. Leiðtogaráð Evrópusambandsins fordæmir árásir Sýrlandshers á Idlib-borg og varar við þeim hörmungum sem þær leiða yfir almenning.
Myndskeið
Evrópuþingmenn kvöddu Breta með söng
Úrganga Breta úr Evrópusambandinu var samþykkt á Evrópuþinginu í dag. 621 þingmaður greiddi atkvæði með útgöngunni en 49 á móti.
29.01.2020 - 19:44
Leiðtogar ESB hafa undirritað Brexit-samninginn
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hafa undirritað samninginn um útgöngu Breta úr sambandinu.
24.01.2020 - 07:46
Drottning staðfesti Brexit-lögin
Elísabet Bretadrottning staðfesti í dag lög um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem samþykkt voru á þingi í gær. Nigel Evans, varaforseti neðri málstofu breska þingsins, greindi þingheimi frá þessu. 
23.01.2020 - 15:19
Tyrkir saka ESB um samningsbrot
Stjórnvöld í Tyrklandi saka Evrópusambandið um að hafa ekki staðið við greiðslur vegna samnings um að hindra för flóttafólks til Evrópu. Þessar yfirlýsingar stjórnvalda í Ankara koma tveimur dögum áður en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kemur í opinbera heimsókn til Tyrklands. 
23.01.2020 - 09:06
Telur óvíst að samningar takist á næsta ári
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kveðst óttast að ekki takist að ljúka viðskiptasamningum við Bretland fyrir lok næsta árs eins og stefnt sé að.
27.12.2019 - 10:10
ESB reiðubúið til viðræðna við Breta
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í morgun að sambandið væri reiðubúið til að hefja viðræður við Bretland um viðskipti þeirra á milli. Hann sagði að Evrópusambandið hefði forgangsmál sín á hreinu. 
13.12.2019 - 08:38
Gert að framselja grunaða og brotlega Íslendinga
Íslenska ríkið verður nú að framselja Íslendinga sem grunaðir eru um glæp eða hafa gerst brotlegir innan ríkja Evrópusambandsins, til viðkomandi ríkis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nýrri evrópskri handtökustilskipun, sem tók gildi nú um mánaðamótin, er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að brotamenn dyljist í eigin landi.
08.11.2019 - 12:54