Færslur: Evrópusambandið

Samþykkja áttunda þvingunarpakkann gegn Rússum
Evrópusambandsríkin hafa komið sér saman um frekari efnahagsþvinganir gegn Rússum, til þess að bregðast við ákvörðun Rússlandsforseta um að innlima fjögur héruð í Úkraínu.
05.10.2022 - 09:51
Myndskeið
Klippti hár sitt í ræðustól Evrópuþingsins
Sænskur þingmaður á Evrópuþinginu sýndi konum í Íran stuðning sinn og samstöðu með því að klippa hár sitt í miðri ræðu í umræðum um mótmælin í kvöld. Fjöldi íranskra kvenna hefur skorið hár sitt í mótmælaskyni ásamt því að brenna höfuðslæður á báli.
Eins hleðslutæki fyrir öll snjalltæki árið 2024
Frá og með ársbyrjun 2024 verða allir snjallsímar og spjaldtölvur sem seldar eru í ríkjum Evrópusambandsins að geta notað USB-C hleðslutæki, þeirra á meðal snjalltæki Apple. Fartölvuframleiðendur hafa tíma til ársbyrjunar 2026 til þess að aðlagast. Reglugerðin verður líklega tekin upp hér á landi í gegnum EES samninginn.
04.10.2022 - 15:45
Fjögur dóu, 29 hurfu í hafið og einn lifði af
Fjögur létust, tuttugu og níu hurfu og eru talin af en einn hélt með naumindum lífi þegar 34 manneskjur freistuðu þess að sigla á gúmbát til Kanaríeyja frá strönd Vestur Sahara á dögunum. Spænska strandgæslan fann bátinn á laugardag viku eftir ábendingu frá áhöfn flutningaskips, sem hafði séð hann á reki um 300 kílómetra suður af Gran Canaria.
Búlgaría: Fjórðu þingkosningarnar á 18 mánuðum
Búlgarar ganga að kjörborðinu í dag, í fjórðu þingkosningunum á hálfu öðru ári. Úkraínustríðið og afleiðingar þess hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, ekki síst vegna hækkandi framfærslukostnaðar og ótta um enn meiri verðhækkanir á mat og orku þegar vetur gengur í garð.
02.10.2022 - 04:48
Kosningar í Lettlandi í skugga Úkraínustríðsins
Lettar ganga til þingkosninga á morgun, laugardag, í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Talið er líklegt að flokkur forsætisráðherrans Krisjanis Karins, mið-hægriflokkurinn Samstaða (Vienotība), auki fylgi sitt verulega á kostnað popúlískra flokka á hægri vængnum, Íhaldsflokksins og jafnaðarmanna.
„Það er stór hluti Ítala sem kaus hana sannarlega ekki“
Stjórnmálafræðingur segir það ólíklegt að Giorgia Meloni, líklegur næsti forsætisráðherra Ítalíu, nái að sætta ólíkar fylkingar og sameina Ítali.
26.09.2022 - 19:47
Útlit fyrir hægrisinnuðustu stjórn Ítalíu frá 1945
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, kveðst reiðubúin að taka við forsætisráðherraembættinu, fyrst kvenna, og verða leiðtogi allra Ítala. Flokkur hennar hlaut allt að fjórðung atkvæða í þingkosningum í gær.
Erlendu starfsfólki fjölgar hratt í Færeyjum
Starfsfólki af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt í Færeyjum og hagfræðingur álítur að ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. Færeysk stjórnvöld ákváðu á síðasta ári að greiða leið fólks í atvinnuleit utan Evrópusambandsins inn í landið.
Fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu í sjónmáli
Ítalskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag og allt bendir til þess að flokkur lengst til hægri á pólítíska litrófinu verði sigurvegari kosninganna. Leiðtogi flokksins vonast til að verða fyrsti kvenkynsforsætisráðherra Ítalíu.
Alþjóðasamfélagið hyggst beita Rússa auknum þrýstingi
Alþjóðlegur þrýstingur verður aukinn gagnvart Rússum í kjölfar herkvaðningar Rússlandsforseta í gær og lítt dulinna hótana hans um beitingu kjarnavopna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman með morgninum.
Sakar ESB um að halda áburði frá fátækum þjóðum
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar Evrópusambandið um að koma í veg fyrir að þrjú hundruð þúsund tonn af rússneskum áburði komist til fátækustu þjóða heims.
Vilja draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka
Flokkur Fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Flutningsmenn eru allir þingmenn flokksins. Þessi þingsályktunartillaga var einnig lögð fram á síðustu þremur löggjafarþingum.
17.09.2022 - 15:08
Ungverjaland Viktors Orbáns ekki fullgilt lýðræðisríki
Ungverjaland er ekki lengur fullgilt lýðræðisríki, heldur ríkir þar alræðisstjórn í skjóli kjörinna fulltrúa. Þetta er inntakið í ályktun sem samþykkt var á Evrópuþinginu í Strassburg. Rúmlega 80 prósent þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu ályktunina, sem fordæmir harðlega stjórnarhætti forsætisráðherrans Viktors Orbáns og ríkisstjórnar hans.
Segist viss um að Úkraína gangi í Evrópusambandið
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir Úkraínu vilja verða hluta af innri markaði Evrópusambandsins áður en ákvörðun verður tekin um það hvort ríkið fái formlega inngöngu í sambandið. Hann segist viss um að Úkraína hljóti inngöngu í sambandið og að það verði einn af mikilvægari sigrum landsins. 
Segir efnahagsþvinganir gegn Rússum komnar til að vera
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ítrekaði stuðning Evrópuríkja við Úkraínu í stefnuræðu sinni á Evrópuþinginu í morgun.
Dómur yfir Google staðfestur
Næst æðsti dómstóll Evrópusambandsins staðfesti dóm yfir netrisanum Google í morgun. Sektargreiðsla fyrirtækisins er þó lækkuð aðeins miðað við ákvörðun dómara árið 2018.
14.09.2022 - 09:52
Vilja auka hergagnaframleiðslu vegna innrásarinnar
Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hyggjast hvetja framleiðendur til að herða enn frekar á hergagnaframleiðslu en verulega hefur gengið á birgðir við að útvega Úkraínumönnum vopn til að verjast innrás Rússa.
Ítalía: Hægri flokkur Meloni á mikilli siglingu
Skoðanakannanir benda til þess að Giorgia Meloni geti orðið fyrsta konan í embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrir hægri sinnaða ríkisstjórn. Tæpar tvær vikur eru til kosninga.
Til skoðunar að setja verðþak á gas
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í dag áætlanir um að setja verðþak á gas frá Rússlandi og að leggja sérstakan skatt á þau orkufyrirtæki sem hafa margfaldað tekjur sínar síðustu mánuði.
07.09.2022 - 20:17
Sjónvarpsfrétt
Ákvörðun ESB hefur áhrif á ferðalög Rússa til Íslands
Ísland er skuldbundið til þess að fylgja stefnu ESB í vegabréfsáritunarmálum, þetta kemur fram í skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu en fyrr í dag ákváðu utanríkisráðherrar ESB að fella úr gildi samning um vegabréfsáritanir til rússneskra ríkisborgara.
31.08.2022 - 22:39
Sameinast gegn því að leggja af vegabréfsáritanir Rússa
Þjóðverjar og Frakkar hafa sameinast í andstöðu við algert bann við vegabréfsáritunum fyrir rússneska ríkisborgara til ríkja Evrópusambandsins. Þeir telja að heldur ætti að finna skynsamlega leið til að ákveða hverjir fá áritun, segir í sameiginlegu bréfi til fulltrúa annarra ríkja sambandsins.
Upplausn í Írak eftir brotthvarf klerks úr stjórnmálum
Árásir voru gerðar á öryggissvæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Upplausn hefur ríkt í landinu frá því að sítaklerkurinn Moqtada al-Sadr tilkynnti að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum. Stjórnarkreppa hefur verið viðvarandi um margra mánaða skeið.
Girðing lokar landamærum Litáens og Hvíta-Rússlands
Stjórnvöld í Litáen sögðust í dag hafa lokið uppsetningu hárrar gaddavírsgirðingar við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Ætlunin er að verjast ásókn flóttamanna sem ríki Evrópusambandsins saka Hvítrússa um að senda að landamærunum.
Telja mikilvægt að hækka stýrivexti hægt og rólega
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu segir mikilvægt að bankinn haldi áfram að hækka stýrivexti hægt og rólega.