Færslur: Evrópusambandið

Sakar Evrópuríki um tvöfeldni í málefnum flóttafólks
Skjót viðbrögð, opin landamæri og hlýjar móttökur sem þær milljónir Úkraínumanna sem flúið hafa innrás Rússa og hernað í heimalandi þeirra eru fagnaðarefni, sem afhjúpa um leið tvískinnung Evrópusambandsríkja í málefnum flótta- og förufólks, segir forseti Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Munurinn á þessu og þeirri höfnun og útilokun sem mætir fólki sem þangað flýr undan ofbeldi og átökum í Afríku, Mið-Austurlöndum og annars staðar í heiminum sé sláandi.
Þjóðverjar ætla að hætta olíuinnflutningi frá Rússlandi
Þýsk stjórnvöld hyggjast stöðva allan innflutning rússneskrar olíu til Þýskalands fyrir árslok, hvort sem samskomulag næst um innflutingsbann í Evrópusambandinu eða ekki. Úkraínuforseti hvetur Evrópuríki til að hætta að kaupa olíu af Rússum.
Þriðjungur Dana enn óákveðinn
Danir ganga að kjörborðinu þann 1. júní næstkomandi og taka afstöðu til þess hvort ríkið eigi að falla frá undanþágu sinni um þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins.
11.05.2022 - 15:31
Olíubann mögulega samþykkt fyrir vikulok
Samkomulag kann að vera að nást meðal leiðtoga Evrópusambandsins um að hætta innflutningi á rússneskri olíu fyrir árslok. Innflutningsbannið er hluti af refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu fyrr á árinu. Ungverjar hafa eindregið lýst sig andvíga banninu.
Gæti tekið áratugi að samþykkja aðild Úkraínu í ESB
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í ræðu á þingi Evrópusambandsins í Strassborg í gær að það gæti tekið áratugi að samþykkja aðild Úkraínu að ESB.
10.05.2022 - 07:53
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
Mannréttindaráðið ræðir ástandið í Úkraínu
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til aukafundar á fimmtudag til að ræða versnandi stöðu mannréttindamála í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sendiherra landsins vonast til að Rússlandsforseta verði send skýr skilaboð á fundinum. Evrópusambandið hét Úkraínumönnum í dag stuðningi eins lengi og þeir þurfa á að halda.
Pólland og Eystrasaltsríkin vígja nýja gastengistöð
Pólland og Eystrasaltsríkin vígðu í gær nýja tengistöð við gasleiðslu sem tengir ríkin í norðaustanverðum hluta Evrópusambandsins við aðra hluta þess. Það er mikilvægur liður í að draga úr þörfinni fyrir rússneskt jarðgas.
Níundi blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Blaðamaður var myrtur í norðvesturhluta Mexíkó samkvæmt tilkynningum yfirvalda og hópa aðgerðasinna. Blaðamaðurinn er sá níundi úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingjahendi á þessu ári.
Yfir sex milljarðar evra söfnuðust fyrir Úkraínu
Rúmlega sex milljarðar evra söfnuðust í dag á fjáröflunarráðstefnu til styrktar úkraínsku þjóðinni. Hún var haldin í Varsjá í Póllandi. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði þegar hann greindi frá árangrinum á fundi með fréttamönnum að allt féð rynni til Úkraínu og þjóða sem styðja Úkraínumenn í erfiðleikum þeirra vegna innrásar Rússa í landið.
Boða hörðustu refsiaðgerðir gegn Rússum til þessa
Evrópusambandið hefur boðað enn harðari refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Rússlandi.
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
ESB-ríkin ekki samstíga eftir fundarhöld dagsins
Evrópusambandsríkin eru ekki samstíga í viðbrögðum við ákvörðun Rússa frá því í síðustu viku þegar Rússar skrúfaðu fyrir allt gasflæði til Póllands og Búlgaríu. Orkumálastjóri Evrópusambandsins segir að hvaða ríki sem er gæti verið næst á lista hjá rússneskum stjórnvöldum.
02.05.2022 - 21:10
Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Rússar setja níu Íslendinga á svartan lista
Níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og er því óheimilt að ferðast til Rússlands. Þetta kemur fram á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins, þar sem greint er frá „gagnaðgerðum“ Rússa gegn níu Íslendingum, sextán Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur Færeyingum. Þetta er sagt tengjast því að löndin fjögur hafi lagst á eitt með Evrópusambandinu í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og rússneskum ríkisborgurum.
Þrátt fyrir refsiaðgerðir:
Rússar nær tvöfalda tekjurnar af eldsneytisútflutningi
Tekjur Rússa af sölu jarðefnaeldsneytis til Evrópusambandsríkja hafa nær tvöfaldast á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að þeir réðust inn í Úkraínu. Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu. Meginástæða þessa er feiknarleg hækkun á eldsneytisverði, sem er bein afleiðing stríðsins. Sú verðhækkun gerir meira en að vega upp á móti minnkandi útflutningi.
Fá gas frá nágrannaríkjunum
Nágrannaríki Póllands og Búlgaríu ætla að sjá þeim fyrir gasi eftir að Rússar stöðvuðu útflutning til þeirra frá og með deginum í dag. Evrópusambandið segir að það stangist á við refsiaðgerðir gegn Rússum að fallast á að greiða gasreikninga þeirra í rúblum.
27.04.2022 - 16:08
Viðtal
Twitter-notendur ráða því hvort Musk losar um hömlur
María Rún Bjarnadóttir, doktor í internet- og mannréttindalögfræði og varaformaður fjölmiðlanefndar, efast um að Elon Musk hrindi í framkvæmd áformum sínum um að losa hömlur á Twitter þannig að tjáning geti verið óheft og að útrýma reikningum gervimenna. Mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum af áformum Musk og Evrópusambandið minnti hann í dag á að hann yrði að fara að Evrópulöggjöf.
Evrópusambandið sendir Elon Musk tóninn
Evrópusambandið varaði athafnamanninn Elon Musk við því í morgun að Twitter, sem Musk hefur gert tilboð í, verði að fara að Evrópulöggjöf. Stjórn Twitter hefur samþykkt 44 milljarða dala kauptilboð Musks, sem eru 5.700 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur lýst áhuga á breytingum á Twitter sem lúta að því að slaka á hömlum á birtingum og á gervireikningum.
26.04.2022 - 10:59
Branson biður Singapore að þyrma lífi dauðadæmds manns
Breski auðkýfingurinn Richard Branson biður stjórnvöld í Singapore um að þyrma lífi þroskaskerts malasísks manns sem bíður aftöku. Branson segir það verða svartan blett á orðstír borgarinnar láti stjórnvöld verða af aftökunni.
Macron heitir því að sameina sundraða Frakka
Helsta verkefni Emmanuels Macron eftir að hafa náð endurkjöri sem forseti Frakklands verður að sameina þjóðina. Mikillar sundrungar hefur gætt innanlands undanfarin ár en Macron varð í gær fyrstur Frakklandsforseta í tuttugu ár til að tryggja sér endurkjör.
Slóvenar kjósa sér þing í dag
Almenningur í Slóveníu gengur til þingkosninga í dag. Búist er við að baráttan standi millli Slóvenska lýðræðisflokksins, íhaldsflokks forsætisráðherrans Janez Janša og nýliðans Roberts Golob.
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.