Færslur: Evrópusambandið

Evrópusambandið beinir spjótum að valdamönnum í Líbanon
Evrópusambandið lýsti því yfir í dag að það væri tilbúið að beita ráðandi stétt í Líbanon refsiaðgerðum vegna stjórnmála- og fjármálakreppunnar í landinu sem stefnir afkomu íbúa þess í vonarvöl. Spjótum yrði beint að þeim sem standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar í landinu.
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
70 prósent íbúa ESB búin að fá fyrri skammtinn
70 prósent íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá þessu í morgun.
Helmingur fullorðinna íbúa ESB ríkjanna bólusettur
Tvö hundruð milljónir fullorðinna íbúa í Evrópusambandsríkjum eru fullbólusettar gegn kórónuveirunni, það er rúmlega helmingur íbúanna. Hröð útbreiðsla delta-afbrigðis veirunnar veldur þó áhyggjum.
Fordæma áætlanir um að blása lífi í kýpverskan draugabæ
Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópsambandsins gagnrýna Tyrklandsforseta og leiðtoga Kýpurtyrkja harðlega fyrir yfirlýsingar þeirra og áform um að flytja Kýpurtyrkja til draugabæjarins Varosha. Tyrkir blása á gagnrýni Vesturveldanna og segja hana markleysu.
Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins. 
Kínverjar sakaðir um netárás á vefþjón Microsoft
Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað stjórnvöld í Kína um að standa að baki stórri netárás sem gerð var á vefþjóna Microsoft fyrr á þessu ári.
ESB í hart við Ungverja og Pólverja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðaði í gær mál gegn Ungerjalandi og Póllandi til varnar réttindum hinsegin fólks í ríkjunum tveimur. Stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi hafa nýverið samþykkt lög sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks.
Fagna hugmyndum um stafræna evru
Þjóðverjar og Frakkar fagna ákvörðun seðlabanka Evrópu um að hefja undirbúning að því að koma á laggirnar stafrænni evru. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytum landanna er hvatt til þess að unnið verði að verkefninu í nánu samstarfi allra aðildarríkjanna. Á endanum taki stjórnmálamenn ríkjanna ákvörðun um hina stafrænu evru, gaman verði að taka þátt í þróun hennar jafnt á hinu pólitíska sem tæknilega.
14.07.2021 - 14:16
Strætisvagnaþök verða hleðsluvöggur fyrir flygildi
Strætó og Svarmi, íslenskt fyrirtæki á sviði fjarkönnunar, gegna stóru hlutverki í Evrópuverkefni sem gengur út á að flygildi, eða drónar, noti strætisvagna sem nokkurs konar ferðahleðsluvöggur. Alls eru 30 aðilar frá átta Evrópulöndum, þar á meðal Finnlandi og Austurríki, þátttakendur í verkefninu sem er styrkt af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020, en Tækniþróunarsjóður styrkir íslenska hluta verkefnisins.
12.07.2021 - 15:43
Hvetur Evrópuríki til eyðslu
Janet Yellen fjármálaráðherra Bandaríkjanna hvetur ríki Evrópusambandsins til að halda ekki að sér höndum í ríkisútgjöldum heldur gefa í til að örva hagkerfi álfunnar.
12.07.2021 - 13:37
Segja Hvítrússa senda flóttafólk til Litáens í hrönnum
Margfalt fleira flóttafólk hefur streymt landleiðina til Litáens á síðustu dögum og vikum en allt árið í fyrra. Litáar fá aðstoð landamærastofnunar Evrópu, Frontex, til að bregðast við þessum óvænta flóttamannastraumi. Flóttafólkið ferðast í gegnum Hvíta Rússland, sem sakað er um að greiða leið flóttafólksins til litáísku landamæranna til að ná sér niðri á Litáen og Evrópusambandinu.
Sandu og Evrópusinnar á sigurbraut í Moldóvu
Aðgerðir og samstaða, eða PAS, mið-hægriflokkur Maiu Sandu, forseta Moldóvu, fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem haldnar voru þar í landi á sunnudag. Þegar búið var að telja tæpan helming atkvæða hafði PAS fengið um 44 prósent atkvæða. Helstu andstæðingar PAS, kosningabandalag Sósíalista og Kommúnista, undir forystu tveggja forvera Sandu á forsetastóli, voru með um það bil 33 prósenta fylgi samkvæmt þessum tölum.
12.07.2021 - 03:16
Þingkosningar í Moldóvu í dag
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Moldóvu, þar sem kosið verður til þings í dag. Vonast er eftir góðri kjörsókn í þessu fátækasta landi Evrópu og í frétt AFP segir að kjósendur séu ákafir í að kjósa sér fulltrúa á nýtt löggjafarþing eftir að nýkjorinn forseti, Maia Sandu, rauf þing og boðaði til kosninganna.
11.07.2021 - 07:23
Þingkosningar í Búlgaríu öðru sinni á þremur mánuðum
Þingkosningar fara fram í Búlgaríu í dag, aðeins þremur mánuðum eftir að síðast var kosið til þings þar í landi. Ekki hefur tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær kosningar en vonast er til að leysa megi úr þeirri pattstöðu sem uppi er í búlgörskum stjórnvöldum með kosningunum í dag.
11.07.2021 - 04:46
Stjórn Afganistans biður afgönsku flóttafólki griða
Stjórnvöld í Kabúl hvetja Evrópuríki til að hætta að senda afganskt flóttafólk aftur til Afganistans, þótt því hafi verið synjað um hæli í viðkomandi ríkjum. Ástæðan er sú að talibanar sölsa undir sig æ stærri landsvæði í Afganistan jafnharðan og Vesturlönd draga herafla sinn þaðan, og landið þess vegna fjarri því að geta talist öruggt ríki. Afganska ríkisstjórnin fer því fram á að Evrópuríki hætti að senda Afganskt flóttafólk til síns heima næstu þrjá mánuði hið minnsta.
Ekki sátt um formennsku Slóvena í ESB
Janez Janša, forsætisráðherra Slóveníu, verður í forystu fyrir Evrópusambandinu næsta hálfa árið en efasemdir ríkja um hæfi hans til að sinna formennskunni. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitaði að láta taka mynd af sér með Janša er Slóvenar tóku við formennskunni um mánaðamótin. Þeim lenti harkalega saman á fundi ríkisstjórnar Slóveníu með framkvæmdastjórn ESB í Ljublana. Fundurinn var til að undirbúa formennsku Slóvena.
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Spegillinn
Brexit orðið framhaldssaga
Þann 23. júní voru fimm ár liðin frá því Bretar gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu úr Evrópusambandinu. Það kom fljótt í ljós að þeir sem höfðu óvænt sigur, höfðu litla hugmynd um hvernig Bretar ættu að skilja við ESB, hverju þeir vildu halda, hverju þeir gætu sleppt. Útgangan varð að veruleika um áramótin en Brexit er enn ekki útrætt mál og áhrifa útgöngunnar mun gæta lengi.
25.06.2021 - 17:00
Höfnuðu tillögu Merkels og Macrons um fundi með Pútín
Leiðtogaráð Evrópusambandsins hafnaði í gærkvöld óvæntri tillögu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að taka aftur upp beina fundi leiðtoganna með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogar Póllands og Eystrasaltsríkjanna fóru fyrir andstöðunni við tillöguna og sögðu slíka eftirgjöf senda röng skilaboð til Evrópubúa og umheimsins.
Mark Rutte vill reka Ungverja úr ESB
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, telur að Ungverjar eigi ekki heima í Evrópusambandinu vegna nýrra laga sem banna fræðslu um hinsegin fólk í skólum landsins. Hann lýsti þessu yfir við fréttamenn þegar hann kom til leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Brussel í dag. Rutte bætti því við að hann einn gæti ekki ákveðið að vísa Ungverjum úr Evrópusambandinu. Hinir leiðtogarnir tuttugu og sex yrðu að vera sama sinnis. Málið yrði að leysa skref fyrir skref.
24.06.2021 - 14:23
COVID-19: Bandaríkin verja áfram landamærin
Evrópusambandið samþykkti í síðustu viku að aflétta ferðabanni Bandaríkjamanna til ríkja sambandsins, en bandarísk stjórnvöld hyggjast ekki opna landamæri sín gagnvart Evrópubúum eins og stendur, þrátt fyrir að samkomutakmörkunum og grímuskyldu hafi nú þegar verið aflétt í Bandaríkjunum að miklu leyti.
21.06.2021 - 23:02
Refsiðgerðir hertar gegn Hvíta-Rússlandi
Sjö hvítrússneskir embættismenn voru í dag settir á svartan lista Evrópusambandsins og Bretlands fyrir að hafa átt þátt í að farþegaþota Ryanair var í síðasta mánuði þvinguð til að lenda í Minsk. Þeirra á meðal eru varnarmála- og samgönguráðherra landsins. Bandaríkin og Kanada hertu einnig refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi.
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.