Færslur: Evrópusambandið

Pólskar mæður sýndu flóttafólki stuðning
Hópur pólskra mæðra safnaðist saman í dag í Michalowo við landamærin að Hvíta Rússlandi til að mótmæla því að flóttafólki sé ekki hleypt yfir austurlandamæri Evrópusambandsins. Fjöldi barna er í þeim hópi.
Tyrklandsstjórn undirbýr brottrekstur tíu sendiherra
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fyrirskipaði brottrekstur sendiherra tíu ríkja þeirra á meðal Frakklands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir séu óvelkomnir í Tyrklandi, „persona non grata“ eftir að þeir kröfðust þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala yrði umsvifalaust leystur úr haldi.
Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.
Leiðtogarnir kvöddu Angelu Merkel með virktum
Leiðtogar Evrópusambandsríkja kvöddu með virktum Angelu Merkel, fráfarandi kanslara Þýskalands, á leiðtogafundi sem nú stendur yfir í Brussel. Hún hefur setið á annað hundrað slíka fundi á síðastliðnum sextán árum.
22.10.2021 - 16:10
Fimmti hver seldur bíll var rafbíll
Um það bil fimmti hver nýr bíll sem seldur var í löndum Evrópusambandsins á þriðja ársfjórðungi var rafdrifinn. Sala bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísilolíu dróst verulega saman. Bensínbílarnir eru þó enn eftirsóttastir.
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Forsætisráðherra Póllands sakar ESB um kúgunartilburði
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakar Evrópusambandið um kúgunartilburði. Honum lenti saman við Ursulu von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar sambandsins á Evrópuþinginu í morgun.
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Fjöldafundir í Póllandi vegna áframhaldi aðildar að ESB
Þúsundir Pólverja flykktust út á götur bæja og borga í dag til þess að láta í ljós vilja sinn til áframhaldandi veru landsins innan Evrópusambandsins. Forsætisráðherra landsins segir það eiga heima meðal ríkja sambandsins.
Vilja lausn á málefnum Norður-Írlands
Það virðist stefna í harðar samningaviðræður á milli Breta og Evrópusambandsins vegna Norður-Írlands á næstu dögum. Samkvæmt útdrætti úr ræðu breska Brexit-ráðherrans David Frost ætlar hann að krefjast verulegra breytinga á samkomulaginu sem náðist um málefni Norður-Írlands.
10.10.2021 - 06:28
Orban haukur í horni Póllands
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, undirritaði í gær ályktun þar sem hann lýsir yfir stuðningi við úrskurð pólska stjórnlagadómstólsins á fimmtudag. Í úrskurðinum sagði að pólska stjórnarskráin væri æðri lögum Evrópusambandsins.
Sjónvarpsfrétt
Úrskurðurinn í Póllandi brot gegn Evrópurétti
Úrskurður dómstóls í Póllandi um að stjórnarskráin gangi framar lögum Evrópusambandsins er brot gegn Evrópurétti, segir prófessor í lögfræði. Sambandið gæti reynt að svipta Pólland atkvæðisrétti í leiðtogaráðinu.
09.10.2021 - 18:59
Von der Leyen boðar snögg viðbrögð vegna Póllands
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir stofnunina ætla að bregðast hratt við úrskurði stjórnlagadómstóls Póllands um að þarlend lög séu æðri lögum ESB. Hún sagðist í gær verulega áhyggjufull, og hefur beðið embættismenn framkvæmdastjórnarinnar um að fara í saumana á því hvað sé hægt að gera. Næstu skref verða ákveðin að því loknu.
Pólland sagt skrefi nær útgöngu úr ESB
Pólverjar virtust í gær taka stórt skref í áttina að því að segja sig úr Evrópusambandinu þegar stjórnlagadómstóll landsins úrskurðaði að nokkur lög ESB stangist á við pólsku stjórnarskrána. Í úrskurðinum segir að sumir sáttmálar ESB og dómar séu á skjön við æðstu lög Póllands. 
Ræddu aðild ríkja á Balkanskaga að ESB
Leiðtogar Evrópusambandsríkja höfnuðu í dag að ákveða hvenær löndin á vestanverðum Balkanskaga fá aðild að sambandinu. Í staðinn er stefnt að því að þau fái milljarða evra í efnahagsaðstoð meðan á umsóknarferlinu stendur.
06.10.2021 - 17:32
Breskir hermenn dreifa eldsneyti á mánudag
Breski herinn hefur dreifingu eldsneytis í landinu á mánudag. Skortur á flutningabílstjórum veldur því að illa hefur gengið að fylla á eldsneytisbirgðir á bensínstöðvum.
Óleyfilegar fullyrðingar um heilsubót algengar
Mikið er um óleyfilegar fullyrðingar í markaðssetningu matvæla hérlendis, er fram kemur í nýrri úttekt Matvælastofnunar. Oftast sáust slíkar fullyrðingar í auglýsingabæklingum eða á vefsíðum og sneru þær flestar að því að ákveðin næringarefni hefðu áhrif á vöxt, þroska eða starfsemi líkamans.
01.10.2021 - 21:08
Fríverslunarviðræðum ESB og Ástrala frestað um mánuð
Áframhaldi samningaviðræðna Evrópusambandsins og Ástralíu um fríverslunarsamkomulag hefur verið slegið á frest fram í nóvember. Ástæðan er sögð liggja í þeirri ákvörðun ástralskra stjórnvalda að rifta milljarða evra samningi um kaup á tólf frönskum kafbátum.
Vara við tilslökunum þar sem lítið er bólusett
Sóttvarnastofnun Evrópu varar við því að kórónuveirusmitum geti fjölgað að nýju í einhverjum löndum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Það eigi einkum við þau ríki þar sem bólusetningar ganga hægt.
Neyðarástand áfram við mæri Póllands og Hvíta Rússlands
Pólska þingið samþykkti í gær að neyðarástand við landamærin að Hvíta-Rússlandi skuli framlengt um sextíu daga. Ásókn flótta- og farandfólks yfir landamæri Hvíta Rússlands til Evrópusambandsríkjanna Lettlands, Litháen og Póllands, hefur aukist mjög undanfarnar vikur og mánuði.
ESB: Eitt hleðslutæki fyrir alla snjallsíma
Evrópusambandið hyggst tryggja að eitt hleðslutæki virki fyrir alla snjallsíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að þannig mætti lágmarka raftækjasóun.
23.09.2021 - 12:36
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins styðja Frakka
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna lýstu yfir fullum stuðning við málstað Frakka í deilunni við Ástrali og Bandaríkjamenn vegna uppsagnar kaupa á tólf kafbátum.
Grikkir opna flóttamannabúðir á Samos
Grísk stjórnvöld opnuðu í dag fyrstu lokuðu flóttamannabúðirnar af fimm, sem styrktar eru með fjármagni frá Evrópusambandinu. Mannréttindahópar hafa mótmælt fyrirkomulaginu í búðunum og segja reglur um aðgengi að þeim of takmarkandi.
18.09.2021 - 14:57