Færslur: Evrópusambandið

ESB tryggir sér enn fleiri skammta frá Pfizer
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skrifað undir samning við framleiðendur Bi­oNTech-Pfizer um kaup á 900 milljón skömmtum af bóluefni til viðbótar við þá skammta sem áður var búið að semja um.
08.05.2021 - 12:34
Harðar reglur um komu fólks frá Indlandi víða um heim
Bandaríkin bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem lagt hafa svo gott sem blátt bann við komu fólks frá Indlandi vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 þar í landi að undanförnu. Í Ástralíu eiga ferðalangar sem snúa aftur frá Indlandi fangelsisvist yfir höfði sér.
01.05.2021 - 04:51
Myndskeið
ESB: 30% „Apple-skattur“ brot á samkeppnislögum
Það stefnir í harða deilu milli Apple og Evrópusambandsins, en ESB sakar fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Tæknisérfræðingur segir málið geta orðið til þess að fólk þurfi að greiða minna fyrir ýmsa þjónustu.
30.04.2021 - 19:21
ESB og Bretland deila um fisk og rafmagn
Evrópusambandið getur lokað á aðgang Breta að evrópska raforkumarkaðnum ef þeir veita ekki evrópskum skipum aðgang að fiskimiðunum í samræmi við viðskiptasamning þeirra á milli. Atkvæði verða greidd um samninginn á Evrópuþinginu í fyrramálið.
27.04.2021 - 22:48
Segir sófaklúðrið til marks um kynjamisrétti
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sér hafi sárnað það þegar henni var ekki ætlaður sérstakur stóll á fundi með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fyrr í apríl. Hún segir atburðinn augljóst dæmi um kynjamisrétti.
Myndskeið
Bjóða Indverjum aðstoð
Neyðarástand vegna kórónuveirufaraldursins á Indlandi er að sliga heilbrigðiskerfi landsins. Skortur er á súrefni, sjúkrarými, skimunarprófum og lyfjum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé reiðubúið að koma til hjálpar og leiðtogar einstakra ríkja hafa tekið í sama streng.
25.04.2021 - 16:47
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Albanir ganga að kjörborðinu í dag
Albanir ganga til þingkosninga í dag þar sem valið stendur milli Edi Rama sem hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil og Lulzim Basha leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
25.04.2021 - 02:53
Segir 70% fullorðinna innan ESB tryggt bóluefni í júlí
Bóluefnaframleiðandinn Pfizer afhendir Evrópusambandinu fjórfalt fleiri skammta á öðrum ársfjórðungi, samanborið við þann fyrsta. 70 prósentum fullorðinna íbúa aðildarríkja ESB verður tryggður bóluefnaskammtur í síðasta lagi í júlí.
Myndskeið
Rússar að ítreka að Úkraína sé á þeirra áhrifasvæði
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja lýsa þungum áhyggjum af deilu Rússa og Úkraínumanna. 150.000 rússneskir hermenn séu nú við landamæri ríkjanna. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum og fyrrverandi sendiherra, segir að Rússar vilji með herflutningunum minna á að Úkraína sé á þeirra áhrifasvæði. Ólíklegt sé að átök brjótist út. 
19.04.2021 - 19:50
Umboðsmanni mannréttinda í Póllandi gert að hætta
Stjórnlagadómstóllinn í Póllandi hefur úrskurðað að Adam Bodnar, umboðsmaður mannréttindamála í Póllandi, skuli láta af embætti. Framkvæmdastjórn ESB segist hafa áhyggjur af málinu og fylgjast grannt með.
15.04.2021 - 16:45
Svefnlausar nætur eftir fund með Tyrklandsforseta
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segist hafa átt margar svefnlausar nætur síðan hann sat fund með Tyrklandsforseta fyrr í vikunni. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki eftirlátið Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, eina stólinn sem í boði var á fundinum.
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Tyrkir fordæma ummæli Draghi um Erdogan
Ítalski sendiherrann í Tyrklandi var kallaður á teppið í Ankara vegna ummæla Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, um tyrkneska forsetann. Draghi kallaði Recep Tayyip Erdogan einræðisherra vegna fundarins með forsetum Evrópusambandsins þar sem Ursula von der Leyen var skilin útundan. Draghi sagði Tyrki hafa niðurlægt von der Leyen, sem er forseti framkvæmdastjórnar ESB.
09.04.2021 - 06:17
Tyrkir kenna ESB um stólaklúðrið
Utanríkisráðherra Tyrklands lýsti því yfir í dag að uppröðun sæta á fundi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Charles Michel, forseta leiðtogaráðs sambandsins með Erdogan Tyrklandsforseta á þriðjudag hafi verið samkvæmt tilmælum frá sambandinu.
Myndskeið
Von der Leyen fékk ekki sæti með körlunum
Uppsetning Tyrklandsforseta á fundi sínum með báðum forsetum Evrópusambandsins, þeim Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB og Charles Michel forseta leiðtogaráðsins, vakti mikla athygli í gær.
08.04.2021 - 02:17
Líkur á stjórnarskiptum í Búlgaríu
Búlgarski mið-hægri flokkurinn GERB, flokkur hins þaulsætna forsætisráðherra landsins, Boykos Borisovs, fékk um fjórðung atkvæða í búlgörsku þingkosningunum sem haldnar voru í dag, samkvæmt útgönguspám. Það er nokkru minna en flestar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir og nær átta prósentustigum minna en í kosningunum 2017, þegar flokkurinn fékk nær þriðjung atkvæða.
04.04.2021 - 23:44
Búlgarar kjósa í skugga spillingarmála og COVID-19
Búlgarar ganga til þingkosninga í dag. Skoðanakannanir benda til þess að GERB, mið-hægri flokkur hins þaulsætna forsætisráðherra landsins, Boykos Borissov, muni fá flest atkvæði, þrátt fyrir þrálátar og háværar ásakanir um spillingu innan flokksins og ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnunum mun GERB þó aðeins fá 28 - 29 prósent atkvæða, sem þýðir að Borissov gæti lent í vandræðum með að mynda meirihlutastjórn.
04.04.2021 - 05:56
WHO gagnrýnir ESB fyrir hægagang í bólusetningu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gagnrýnir Evrópusambandið harðlega fyrir óásættanlegan hægagang í bólusetningu og lýsir yfir áhyggjum af alvarlegri stöðu faraldursins í Evrópu.
Vilja þjóðaratkvæði um viðræður við ESB
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvær tillögur til þingsályktunar um aðildarviðræður við Evrópusambandið og um samstarf við ráðherraráð ESB í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Þingmenn flokksins vilja að ríkisstjórnin undirbúi framhald aðildarviðræðna við ESB á grundvelli þingsályktunartillögu frá 2009 og að framhaldið verði svo borið undir þjóðaratkvæði.
31.03.2021 - 15:45
Þjóðarleiðtogar kalla eftir samstöðu gegn faröldrum
Leiðtogar 23 ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar ýttu af stað hugmynd um alþjóðasáttmála um betri samræmd viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar.
ESB þrýstir enn á AstraZeneca
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kveðst ætla að banna lyfjarisanum AstraZeneca að flytja bóluefni sitt við kórónuveirunni til Bretlands og annarra ríkja ef fyrirtækið stendur ekki við gerða samninga. Frá þessu greindi hún eftir fjarfund með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna 27.
Heimsglugginn: Deilur um útflutning á bóluefni
Deilur um útflutning bóluefna frá ríkjum Evrópusambandsins hafa valdið titringi í sambúð ESB ríkja við granna sína, einkum Breta. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þá flóknu stöðu sem upp er kominn eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði til verulegar takmarkanir á útflutningi bóluefna.
ESB og Bretar boða samstarf í baráttunni við COVID-19
Evrópusambandið og breska ríkisstjórnin sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gærkvöld. Þar segir að samstarf ESB og Bretlands sé jafnvel enn mikilvægara nú en áður. Viðræður hafi staðið yfir um hvernig þau geti unnið saman gegn COVID-19 faraldrinum þannig að allir hagnist á því.
25.03.2021 - 01:58
„Íslendingar fá sitt bóluefni“
Engar breytingar verða á afhendingu bóluefna við Covid nítján til Íslands, þrátt fyrir að landið hafi verið á lista framkvæmdastjórnar Evrópusambandins sem fengi ekki bóluefni þaðan. Þetta segir umsjónarmaður dreifinga á bóluefnum. Forsætisráðherra hafði áður gagnrýnt þau skilaboð sem framkvæmdastjórnin hafði sent með þessu.