Færslur: Einar Kárason

Gagnrýni
Satt og logið
Bókin Þung ský gefur fyrri svaðilfarasögu Einars Kárasonar ekkert eftir, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir gagnrýnandi.
Orð um bækur
Allur skáldskapur er búinn til úr raunveruleika
Einar Kárason er kominn í hamfaragírinn. Fyrst var það skáldsagan Stormfuglar þar sem áhöfnin á síðutogaranum Máfinum barðist við náttúröflin í frosthörkum á miðunum við Nýfundnaland. Í nýútkominni bók Einars, skáldsögunni Þung ský, er sögusviðið inn til fjarða og hættan stafar ekki af hafi heldur af himni, þungum skýjum, sem verða þess valdandi að flugvél hrapar og björgunarmenn skunda af stað til að bjarga því sem bjargað verður.
21.09.2021 - 11:28
Bíóland
Í gegnum braggahverfi með snjóbolta í báðum
Djöflaeyjan, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar sem kom út 1996, hefur líkt og bækurnar sem hún byggist á orðið hluti af sjálfsmynd Íslendinga. „Þessi braggahverfi voru alltaf svolítið heillandi,“ segir leikstjórinn.
Viðtal
„Þetta er ekki lýsing á einhverjum skíthæl“
Einar Kárason, rithöfundur, segir að ef hann hefði hefði fengið á tilfinninguna að Jón Ásgeir Jóhannesson væri slægur maður og grályndur þá hefði það komið fram í nýrri bók hans um kaupsýslumanninn.
Segir Davíð Oddsson hafa fengið Jón Ásgeir á heilann
Einar Kárason, rithöfundur og höfundur Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra og síðar ritstjóra Morgunblaðsins, hafa fengið Jón Ásgeir á heilann upp úr aldamótunum.
Gagnrýni
Bíómyndirnar týnast innan um grobbsögur
Með sigg á sálinni er skemmtileg aflestrar en er fjarri því sá minnisvarði um feril og lífshlaup Friðriks Þórs Friðrikssonar sem leikstjórinn verðskuldar, að mati bókarýnis Víðsjár.
Viðtal
Rotaði mann með franskbrauði á Laugavatni
Á dögunum kom út Með sigg á sálinni, ævisaga Friðriks Þórs Friðrikssonar sem vinur hans til margra áratuga, Einar Kárason, skráði. „Það er margt mjög galið sem ég þurfti að reyna að koma sæmilega sennilega til skila í þessari bók,“ segir Einar, þegar þeir Friðrik Þór mættu í Gestaboð til Sigurlaugar M. Jónasardóttur.
Ber fullt traust til nefndar vegna máls Einars
Stjórn Launasjóðs listamanna segir að rafrænar umsóknir séu ekki taldar lögformlegar marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér. Stjórnin ber fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um mál Einars Kárasonar sem fékk ekki listamannalaun en rithöfundurinn hefur sjálfur sagt að hann hafi sent inn umsókn í lok september.
15.01.2019 - 10:07
„Ein verstu ótíðindi sem höfundar hafa heyrt“
Einar Kárason, rithöfundur, segir tillögur menntamálaráðherra um endurgreiðslu hluta af kostnaði bókaútgáfu aðeins greiða götu útgefanda. Rithöfundar beri skarðan hlut frá borði. Einar fór yfir hugmyndir menntamálaráðherra í Morgunútvarpinu á Rás tvö í morgun.
13.09.2018 - 09:40
Viðtal
Sjómannasaga skrifuð í æðiskasti
Nýútkomin skáldsaga Einars Kárasonar segir frá örvæntingarfullri baráttu íslenskra sjómanna við náttúruöflin. Bókin vakti mikinn áhuga erlendra útgefenda á Bókamessunni í London fyrir skemmstu.
17.05.2018 - 15:07
Viðtal
Bíóást: Snilldarverk sem segir stóra sögu
„Þetta er náttúrulega mikið og frábært snilldarverk og það er ýmislegt merkilegt við hana,“ segir Einar Kárason rithöfundur um kvikmyndina Guðföðurinn 2, The Godfather 2. „Flestir telja að mynd númer tvö sé betri en mynd númer eitt, yfirleitt er það alltaf hina leiðina,“ segir Einar, sem þykir margt líkt með sögu ítalskra mafíósa og íslenskra goða á Sturlungaöld.
13.01.2018 - 14:40
Bíóást: „Myndin betri en bókin“
„Guðfaðirinn tvö er mikið og frábært snilldarverk,“ segir rithöfundurinn Einar Kárason en myndin verður sýnd á RÚV laguardagskvöldið 13. janúar.
Varnarræða siðblindingja
„Eyvindur Jónsson Stormur er siðblindur og Einari Kárasyni tekst á snilldarlegan og kómískan hátt að sýna fram á hvernig slíkar persónur virka í samfélaginu,“ segir Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, um Passíusálmana eftir Einar Kárason.
Draugagangur í Þjóðleikhúsinu
Söngleikurinn Djöflaeyjan var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn laugardag. María Kristjánsdóttir, leikhúsgagnrýnandi, brá sér í leikhús og renndi auk þess augum yfir leikskrá vetrarins.