Færslur: Eftirlaunaaldur

Íslenskir karlar verða elstir í Evrópu
Íslenskir karlar verða nú elstir allra evrópskra karla, meðalævilengd þeirra var 81 ár í fyrra og meðalævilengd íslenskra kvenna var 84,2 ár. Munurinn á meðalævilengd karla og kvenna fer minnkandi.
29.06.2020 - 10:02
Vilja hækka eftirlaunaaldur í 73 ár
Allir þingmenn Miðflokksins og einn þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun starfslokaaldurs starfsmanna ríkisins úr 70 í 73 ára. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarpið er lagt fram á þingi.
22.09.2019 - 19:02
Lífeyrissjóðir áttu að vera viðbót við kerfið
Lífeyrisdeild SFR mótmælir því harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði lífeyri frá almannatryggingum. Í ályktun aðalfundar lífeyrisdeildarinnar segir að við stofnun lífeyrissjóða hafi verið gert ráð fyrir að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og því eigi ekki að skerða þann lífeyri.