Færslur: Eftirlaunaaldur

Andstaða við hækkun eftirlaunaaldurs í Frakklandi
Franska verkalýðsfélagið CGT hefur með fulltingi stjórnmálaflokka á vinstri vængnum boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi fimmtudag. Upphafleg krafa verkalýðsfélagsins sneri eingöngu að hækkun launa en spjótum verður einnig beint að fyrirætlunum um hækkun eftirlaunaaldurs.
Nokkur skortur á vinnuafli vestanhafs
Um gjörvöll Bandaríkin leita fyrirtæki stór og smá að starfsfólki. Störfin eru fleiri en fólkið sem getur sinnt þeim en talið er að fjöldinn allur hafi ákveðið að fara snemma á eftirlaun í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ströng innflytjendalöggjöf bætir heldur ekki úr skák.
Orrustuflugmenn í leyfi vegna óánægju með eftirlaun
Um það bil fjörutíu af eitt hundrað orrustuflugmönnum sænska flughersins hafa ákveðið að taka leyfi frá störfum í september. Ástæðan er óánægja þeirra með hækkun eftirlaunaaldurs.
30.07.2022 - 03:30
Geta uppskorið misjafnlega úr lífeyrissjóðum
Fólk með styttri menntun sem fór snemma út á vinnumarkaðinn og vann erfiðisvinnu gæti fengið hlutfallslega minna út úr lífeyrissjóði en það greiddi til hans samanborið við tekjuháan einstakling sem fór í háskólanám og skilaði sér síðar í fasta vinnu. Ástæðan er mismunandi lífslíkur fólks sem geta ráðist af þáttum eins og búsetu, kyni, menntun og tekjum. Þar sem lífeyrissjóðum ber að greiða út eftir reglum sem byggja á meðaltölum sjóðsfélaga geta mismunandi lífslíkur einstaka hópa skekkt stöðuna.
19.01.2022 - 21:02
Silfrið
„Mannréttindabrot að skylda fólk á eftirlaun“
Jan Marie Fritz, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Cincinnati, lítur á það sem mannréttindabrot að skylda fólk á eftirlaun við ákveðinn aldur. Hún er stödd hér á landi við rannsóknir og hefur tekið viðtöl við fjölda íslendinga sem hafa verið skikkaðir á eftirlaun, ýmist með eða gegn vilja þess.
Ný skýrsla: Konur fá 13% lægri eftirlaun en karlar
Íslenskar konur hafa 13 prósent lægri eftirlaun en karlmenn en eftirlaun karla eru hærri en kvenna í öllum OECD ríkjunum. Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær háa einkunn í nýrri skýrslu.
04.11.2021 - 06:12
Starfslok miðist við áhuga, færni og getu en ekki aldur
Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarkslífeyrir skal aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áhersluatriðum eldra fólks fyrir komandi Alþingiskosningar.
Íslenskir karlar verða elstir í Evrópu
Íslenskir karlar verða nú elstir allra evrópskra karla, meðalævilengd þeirra var 81 ár í fyrra og meðalævilengd íslenskra kvenna var 84,2 ár. Munurinn á meðalævilengd karla og kvenna fer minnkandi.
29.06.2020 - 10:02
Vilja hækka eftirlaunaaldur í 73 ár
Allir þingmenn Miðflokksins og einn þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun starfslokaaldurs starfsmanna ríkisins úr 70 í 73 ára. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarpið er lagt fram á þingi.
22.09.2019 - 19:02
Lífeyrissjóðir áttu að vera viðbót við kerfið
Lífeyrisdeild SFR mótmælir því harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði lífeyri frá almannatryggingum. Í ályktun aðalfundar lífeyrisdeildarinnar segir að við stofnun lífeyrissjóða hafi verið gert ráð fyrir að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og því eigi ekki að skerða þann lífeyri.