Færslur: Bóluefni

Suðurafrískt afbrigði greinist í Danmörku
Fyrsta tilfelli hins svokallaða suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar hefur greinst í Danmörku. Afbrigðið greindist fyrst í október og er meira smitandi en eldri afbrigði.
Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
COVID-19 hefur dregið yfir tvær milljónir til dauða
Yfir tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19 samkvæmt samantekt sem AFP-fréttastofan gerði í gær. Opinberar tölur sýna að ríflega 93 milljónir hafa greinst með sjúkdóminn.
„Óþægileg óvissa að vita ekki hvar við erum í röðinni“
Ísak Sigurðsson, formaður FSMA, samtaka einstaklinga með sjúkdóminn SMA (Spinal Muscular Atrophy) og aðstandenda þeirra, segir ekki alveg ljóst hvort hópurinn tilheyri áhættuhópi þegar kemur að bólusetningu vegna COVID-19.
„Þar gildir sama fyrir Jón og séra Jón“
Farsóttarnefnd Landspítala hefur fengið fjölmargar beiðnir frá ýmsum hópum innan spítalans um að þeir fái forgang í bólusetningu við kórónuveirunni. Forstjóri spítalans segir að ekki hafi verið orðið við slíkum beiðnum, virða verði þá forgangsröðun sem sett hafi verið fram sem byggi á því að þeir sem séu í mestri áhættu gangi fyrir.
Vilja koma Sputnik V bóluefninu til ESB ríkja
Rússar áforma í næsta mánuði að sækja um leyfi fyrir Sputnik V bóluefninu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Notkun þess hefur þegar verið heimiluð í nokkrum löndum. 
14.01.2021 - 16:31
Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
Myndskeið
Ekki hægt að slaka fyrr en ónæmi orðið útbreitt
Sóttvarnalæknir sér ekki fyrir sér að hægt verði að slaka á sóttvörnum á landamærunum fyrr en útbreitt ónæmi fyrir kórónuveirunni hefur myndast í þjóðfélaginu. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu. Þeir sem greinast með smit á landamærunum eru flestir með íslenska kennitölu. 
Bóluefni og bankasala rædd á fundi þingflokksformanna
Forseti Alþingis fundar með formönnum þingflokka nú fyrir hádegið til að ræða upphaf þingstarfa en þing kemur saman á ný í næstu viku. Búast má við að stjórnarandstaðan ýti á eftir svörum um stöðu bólusetninga gegn Covid 19 hér á landi, og þá mun fyrirhuguð sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka líka bera á góma.
11.01.2021 - 09:59
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Biden bólusettur öðru sinni í dag
Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, verður bólusettur öðru sinni gegn COVID-19 í dag, mánudag. Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að sjónvarpað var beint frá fyrri bólusetningu Bidens, til að auka tiltrú almennings á öryggi bóluefnanna.
Myndskeið
Skylda fólk í farsóttarhús og börn í sóttkví
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verða ekki við þeim tilmælum sóttvarnalæknis að skylda alla sem koma til landsins í sýnatöku. Þeir sem neita þurfa að fara í hálfs mánaðar sóttkví í farsóttarhúsi, en sóttvarnalæknir lagði það einnig til og kallaði neyðarúrræði. Ísland fær minnst 38 þúsund bóluefnaskammta á næstu þremur mánuðum.
10.01.2021 - 19:34
Elísabet og Filippus fengu kórónuveirubólusetningu
Elísabet Englandsdrottning og eiginmaður hennar Filippus prins fengu kórónuveirubólusetningu í dag og slást þar með í hóp um einnar og hálfrar milljónar Breta sem hafa þegið fyrri bólusetninguna. 
Ein tilkynning til viðbótar um mögulegar aukaverkanir
Lyfjastofnun hefur borist ein tilkynning til viðbótar um mögulega alvarlega aukaverkun Comirnaty, bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19. Tilkynnt var um andlát aldraðrar manneskju, sem fékk bólusetningu í lok síðasta árs, og lést fyrir skömmu. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að metið verði hvort andlátið geti tengst bólusetningunni, þar sem meira en vika hafi liðið á milli hennar og andlátsins.
Ísland fær tvöfalt fleiri skammta frá Pfizer
Ísland fær 250.000 skammta af kórónuveirubóluefni Pfizer og BioNTech til viðbótar við þá 250.000 skammta sem þegar hafði fengist vilyrði fyrir. Þetta er hluti af samningum Evrópusambandins við lyfjafyrirtækið, en í morgun tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, frá því að ESB hefði náð samkomulagi um kaup á tvöfalt fleiri skömmtum en fyrri samningar kváðu á um.
Moderna fær markaðsleyfi á Íslandi
Lyfjastofnun veitti í dag bóluefninu „COVID-19 Vaccine Moderna“ skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er framleitt af bandaríska líftæknifyrirtækinu Moderna. Leyfið er veitt í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag.
06.01.2021 - 17:18
Spegillinn
Ekki ráðlagt að blanda saman úr glösum
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fór að öllu leyti eftir leiðbeiningum og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Landlæknis við blöndun og meðhöndlun bóluefnisins Comirnatys að því segir í tilkynningu frá henni. Ekki sé ráðlagt að safna bóluefni milli glasa en náist heill skammtur úr lyfjaglasi sé notkun hans leyfð, enn fremur að umræðan eigi ekki að snúast um færni heldur hvort farið sé að leiðbeiningum.
Stöðugleiki ekki tryggður ef efninu er blandað saman
Lyfjastofnun telur að stöðugleiki, virkni og rekjanleiki bóluefnisins Comirnaty gegn COVID-19 sé ekki tryggður, ef efninu er blandað milli hettuglasa eins og Landspítalinn hefur gert. Notkun bóluefna sem fari á svig við tilmæli yfirvalda og fyrirmæli framleiðanda sé alfarið á ábyrgð þeirra sem svo kjósa að gera.
06.01.2021 - 08:29
Kastljós
Þetta eru hóparnir sem eru ekki í klínísku rannsóknunum
Enn sem komið er bendir ekkert til þess að andlát fjögurra aldraðra einstaklinga, sem nýverið höfðu fengið kórónuveirubólusetningu, tengist bólusetningunni, annað en að fólkið var bólusett nokkru fyrir andlát sitt. Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, en hún var gestur Kastljóss í kvöld. Hún sagði þar að áhrif bóluefnisins á fólk yfir 85 ára hefðu lítið verið rannsökuð.
Sérfræðilæknar rannsaka andlátin og aukaverkanirnar
Tveir sérfræðilæknar á sviði öldrunar rannsaka fimm tilvik, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega gætu tengst alvarlegum aukaverkunum bólusetningar við kórónuveirunni. Jafnframt hefur verið kallað eftir upplýsingum annars staðar af Norðurlöndunum og frá Lyfjastofnun Evrópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðsfalla hjá eldra fólki sem hefur verið bólusett í öðrum Evrópulöndum undanfarna daga og vikur. Rannsóknin er á vegum landlæknis, sóttvarnalæknis og forstjóra Lyfjastofnunar.
Óráðlegt að kljúfa sig út úr bóluefnasamningum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur trú á því að búið verði að bólusetja Íslendinga fyrri hluta ársins. Bráðaleyfi fyrir bóluefnum hafi ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar en það hafi verið mat Lyfjastofnunar og sóttvarnalæknis að ekki sé ráðlegt að kljúfa sig út úr samningum.
Myndskeið
Starfsfólk vant að vinna svona með verðmæt lyf
Starfsfólki Landspítala tókst að ná 5,4 skömmtum úr hverju mæliglasi af bóluefni Pfizer BioNTech með því að viðhafa sitt venjulega verklag, til samanburðar náði heilsugæslan aðeins fimm skömtum. 
Bóluefni Moderna ekki samþykkt í Evrópu í dag
Lyfjastofnun Evrópu hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort kórónuveirubóluefni Moderna fái markaðsleyfi í álfunni. Búist hafði verið við að ákvörðun um það yrði tekin á fundi sérfræðinganefndar stofnunarinnar í dag, en vonast er til þess að komist verði að niðurstöðu á fundi hennar á miðvikudaginn.
Auðskilið mál
Bóluefnið gæti komið fyrr en búist var við
Samið hefur verið um kaup á bóluefni við kórónuveirunni fyrir alla landsmenn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lokakaflinn í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sé að hefjast.
Þrjú dauðsföll tilkynnt í kjölfar COVID-bólusetninga
Þrír eru látnir eftir að hafa fengið bólusetningu við kórónuveirunni í síðustu viku. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Hún segir að þetta muni ekki hafa áhrif á framhald bólusetninganna hér á landi.