Færslur: Bóluefni

Hvetur landsmenn til að þiggja bestu vörn gegn COVID-19
Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin. Sóttvarnalæknir segir að fljótlega hafi orðið ljóst að full bólusetningi náðist ekki með einum skammti af Janssen. Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda þó enn á landamærunum.
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Tvöföldunartími omíkron er tveir til þrír dagar
Hættan af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er enn metin mjög mikil að því er fram kemur í vikulegu faraldsfræðilegu yfirliti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um Novavax í dag
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um það í dag hvort heimila eigi notkun Covid-bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Novavax. Aukafundur lyfjanefndar verður haldinn um málið og niðurstöður kynntar strax að honum loknum.
Sjónvarpsfrétt
Reyna að tryggja börnum næði í fjöldabólusetningum
Smitsjúkdómalæknir barna segir engin viðvörunarljós varðandi bólusetningar barna. Reynt verður að skapa aðstæður þar sem börnin verði ekki vör við hvert annað í fjöldabólusetningunni til að fyrirbyggja núning milli þeirra en samtalið um bólusetninguna verði að fara fram heima fyrir. Persónuvernd þeirra verður að vera tryggð í þessum aðstæðum að mati umboðsmanns. 
16.12.2021 - 18:42
Það gefi ekki síðri vörn að blanda bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir ekki síðri vörn gegn kórónuveirusmiti að fá örvunarskammt með öðru bóluefni en fólk hafi fengið í fyrsta eða öðrum skammti. Hann telji ekki aukna áhættu á aukaverknunum með því að blanda bóluefnum, heldur sé fremur horft til áhættu aukaverkana hvers bóluefnis með tilliti til aldurs.
Vilja framleiða milljarð bóluefnaskammta árlega
Hugur Bandaríkjastjórnar stendur til að framleiddur verði milljarður skammta mRNA bóluefnis á hverju ári, frá árinu 2022 að telja.
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um hátækni sína
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um margvíslega hátækni sem talin er hætta er á að geti komist í rangar hendur sé öryggis ekki gætt.
17.11.2021 - 02:13
Bólusetningar barna hefjast vestanhafs í vikunni
Ekkert er að vanbúnaði að gefa bandarískum börnum á aldrinum fimm til ellefu ára bóluefni Pfizer og BioNthech gegn COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu þarlendra heilbrigðisyfirvalda í dag. Bandaríkjaforseti fagnar niðurstöðunni.
G20: Ræða loftslagsmál og endurreisn efnahagslífsins
Búist er við að endurreisn efnahags heimsins eftir kórónuveirufaraldurinn og baráttan við loftslagsvána verði helstu umræðuefni leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heimsins nú um helgina. G20 ráðstefnan hefst í Róm höfuðborg Ítalíu í dag.
Leyfa bólusetningar 5-11 ára með Pfizer
Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa bólusetningar fyrir börn eldri en fimm ára með bóluefni Pfizer/BioNTech. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að meirihluti sérfræðinga sem ráðleggja stofnuninni gáfu út að kostir bólusetningarinnar vægju þyngra en ókostir.
Ráðleggja að bólusetningar 5 til 11 ára verði leyfðar
Bandarísku lyfjastofnuninni hefur verið ráðlagt að leyfa notkun COVID-19 bóluefnis frá Pfizer/BioNTech fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga sem voru beðnir að ráðleggja stofnuninni, voru sammála um að kostir bólusetningar vægju þyngra en áhætturnar. Lyfjastofnunin er sögð fylgja oftast ráðum sérfræðinga, en ber þó ekki lagaleg skylda til þess.
Spegillinn
Bólusetning leysir ekki allan COVID-vandann
Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn COVID-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi eins og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur.
Bólusetning hafin gegn inflúensu
Byrjað var að bólusetja gegn inflúensu víða á landinu í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að að fólk í forgangshópum geti komið á heilsugæslustöðvar milli klukkan hálfníu og hálffjögur alla virka daga til að fá bólusetningu.
18.10.2021 - 16:51
Skoða hópmálsókn vegna óreglulegra blæðinga
Konur sem telja að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi breytt tíðahring þeirra, skoða hvort fara skuli í hópmálsókn gegn íslenska ríkinu. ­Þær segja rannsókn á málinu hafa verið ófullkomna og engu svarað.
WHO samþykkir notkun á bóluefni við malaríu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur í fyrsta skipti veitt fullt leyfi fyrir notkun á bóluefni við malaríu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, segir að dagurinn marki tímamót og sérfræðingar binda vonir við að efnið bjargi lífi tugþúsunda barna í Afríku.
06.10.2021 - 16:37
Þú veist betur
Von um að baráttan við COVID-19 færi okkur HIV-bóluefni
Kristjana Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, segir að rannsóknir og framþróun á sviði bólusetninga í heimsfaraldri COVID-19 geti leitt til þess að hægt verði að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni.
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Flóttaflugi seinkað vegna mislinga
Bandaríkjamenn frestuðu í gær flugferðum afganskra flóttamanna til Bandaríkjanna vegna mislingatilfella meðal flóttamanna sem þegar eru komnir til landsins. Á blaðamannafundi í gærkvöld greindi Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, frá því að þetta væri gert í samráði við heilbrigðisyfirvöld og í forvarnarskyni.
Ástralir fá Pfizer: „Takk Boris þú átt hjá mér bjór“
Bretar hafa ákveðið að senda fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer til Ástralíu. Áströlum ber þó að endurgjalda greiðann með jafnmörgum skömmtum bóluefnis að ótilgreindum tíma liðnum.
Sunnudagssögur
„Þetta var hræðilegt símtal að fá“
Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica var stödd í neðanjarðarlest í Mílanó þegar dóttir hennar hringdi og tilkynnti að faðir hennar væri meðvitundarlaus með krampa. Eiginmaður Júlíu var mættur á gjörgæslu skömmu síðar og fjölskyldunni sagt að kveðja hann. Hann er þó á fótum í dag en lifir með ólæknandi sjúkdóm.
26.08.2021 - 09:26
Bóluefni fyrir hesta gæti gagnast mönnum gegn lúsmýi 
Vísindamenn við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru að þróa bóluefni gegn sumarexemi í hestum. Það gæti í fyllingu tímans orðið að vörn gegn lúsmýi fyrir mannfólk.
12.08.2021 - 17:25
Moderna virðist vernda betur gegn Delta en Pfizer
Bóluefni Moderna virðist veita meiri vörn en Pfizer gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna niðurstöður tveggja rannsókna á yfir 50 þúsund sjúklingum við bandarísku Mayo heilsustofnunina.
Svissnesk börn og ungmenni fá bóluefni Moderna
Svissnesk börn og ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára verða bólusett gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Næstum helmingur landsmanna telst fullbólusettur.
Landlæknir segir næstu vikur ráða úrslitum
Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, hið minnsta. Á fimmta þúsund sýni voru tekin og enn ekki búið að greina þau öll. Landlæknir segir aðgerðirnar sem nú eru í gildi til komnar vegna óvissu um hversu illa Delta-afbrigðið eigi eftir að leika samfélagið.
27.07.2021 - 12:17