Færslur: Bóluefni

Landlæknir segir næstu vikur ráða úrslitum
Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, hið minnsta. Á fimmta þúsund sýni voru tekin og enn ekki búið að greina þau öll. Landlæknir segir aðgerðirnar sem nú eru í gildi til komnar vegna óvissu um hversu illa Delta-afbrigðið eigi eftir að leika samfélagið.
27.07.2021 - 12:17
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
Viðtal
Nauðsyn að draga úr álaginu frá landamærunum
Sóttvarnalæknir kveðst ætla að halda að sér höndum varðandi nýjar aðgerðir vegna aukningar smita undanfarið. Brýnt sé þó að minnka álagið frá landamærunum.
Danir telja tvö andlát tengjast bóluefni Astra Zeneca
Lyfjastofnun Danmerkur hefur nú staðfest að tvö tilkynntra dauðsfalla þar í landi megi að hluta til rekja til bóluefnisins Astra Zeneca. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Danmerkur kemur fram að í báðum tilvikum hafi einstaklingarnir fengið blóðtappa og svokallaðan VITT-sjúkdóm sem er afar sjaldgæf aukaverkun. Í sömu tilkynningu kemur þó fram að þau telji einhver tengsl líkleg en aðrar ástæður, svo sem undirliggjandi sjúkdómar, séu mun líklegri skýring.
08.07.2021 - 15:06
Hörgull á bóluefnum í fátækari ríkjum heims
Bóluefnaáætlanir fjölda fátækari ríkja heims eru í uppnámi þar sem þau skortir bóluefni, um það bil 131 ríki heims hefur fengið 90 milljónir skammta fyrir tilstilli Covax áætlunarinnar en það dugar hvergi til.
Samfélagið
mRNA-bóluefni gegn inflúensu, HIV og krabbameini
Lyfjafyrirtækið Moderna er nú að þróa bóluefni með nýju mRNA-tækninni gegn inflúensu, HIV, zika-veirunni, krabbameinum og mörgu öðru. Heimsfaraldurinn hefur hraðað þessari þróun, segir Örn Almarsson efnafræðingur sem starfað hefur við þróun tækninnar hjá lyfjafyrirtækinu Moderna.
Sjónvarpsfrétt
Einn blóðtappi tengdur AstraZeneca
Af tíu alvarlegum tilfellum í kjölfar bólusetninga er eitt líklegt til að vera af völdum hennar. Það var blóðtappi sem er sjaldgæf aukaverkun AstraZenca. Þetta er niðurstaða tveggja óháðra sérfræðilækna. 
Örskýring
Er virkni bóluefna góður mælikvarði?
Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll á fimmtudag mætti á svæðið.
11.06.2021 - 14:55
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00
UNICEF vill bóluefni fyrir alla
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir algjörleg óásættanlegt að innan við 1% af bóluefni gegn COVID-19 hafi skilað sér til efnaminni ríkja. Átakið Komum bóluefnum til skila hófst í dag. 
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Vona að Janssen-skammtarnir komi fyrir stóra daginn
Óvíst er hvort hægt verður að bólusetja alla árgangana sem til stendur að bólusetja á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku því skammtarnir frá Janssen hafa enn ekki skilað sér til landsins. Nokkuð hefur verið um að fólk hafi afþakkað bóluefnið.
Myndskeið
Lést eftir bólusetningu – fjölskyldan vill rannsókn
Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hafa verið bólusett með AstraZeneca vill að rannsakað verði hvort bóluefninu sé um að kenna. Ekkillinn og hin látna fengu bæði boð í seinni sprautuna núna á miðvikudaginn. Andlátið var strax tilkynnt til Lyfjastofnunar. Stofnunin, landlæknir og sóttvarnalæknir láta nú gera rannsókn á fimm andlátum. 
06.06.2021 - 19:20
Myndskeið
20 þúsund skammtar dregnir út í bólusetningalottóinu
Það skýrist í dag hvenær árgangar fæddir 1975 og síðar fá bólusetningu en dregið verður í svokölluðu bólusetningarlottói í húsakynnum heilsugæslunnar í Mjóddinni klukkan tíu í dag. 20 þúsund skammtar verða gefnir í næstu viku.
Bólusetning af handahófi ólík eftir landshlutum
Bólusetningar af handahófi fara af stað í þessari viku. Misjafnt er eftir landshlutum með hvaða hætti drátturinn fer fram. Á landsbyggðinni er þegar búið að draga í niðurröðun eftir árgöngum.
31.05.2021 - 11:51
Leyfðum tungumálum á bólusetningarvottorði ekki fjölgað
Fullbólusettur Íslendingur, sem búsettur er á Spáni og ætlar að koma til Íslands 3. júní, kveðst ekki sáttur við þær tungumálareglur sem gilda um bólusetningarvottorð sem sýnd eru við komuna hingað til lands. Hann vill að bæta megi við fleiri tungumálum en embætti landlæknis segir ekki í bígerð að gera það.
Fann fyrir miklum aukaverkunum eftir bólusetningu
Eric Clapton mátti þola hrikalegar aukaverkanir eftir að hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. Hann gagnrýnir fullyrðingar um að bólusetningar séu fullkomlega öruggar.
17.05.2021 - 13:07
Fæðing á sóttkvíarhóteli eða næstum því
Við sluppum við að sjóða vatn og taka til handklæði, segir umsjónarmaður farsóttarhúsa, en þar fékk kona hríðir um helgina en var flutt á sjúkrahús þar sem barnið fæddist. Tveir greindust með smit á landamærunum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum, og fimm innanlands og voru þeir allir í sóttkví. 
Tilslakanir á sóttkvíarreglum í Færeyjum
Ferðafólk sem fengið hefur COVID-19 eða er fullbólusett þarf ekki að fara í sóttkví eftir komuna til Færeyja frá útlöndum. Landsstjórnin kynnti þessa breytingu í gær.
Hvenær fær bólusett Maríanna vernd og vottorð?
Um helmingur landsmanna er kominn með að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Öll bóluefnin virðast forða fólki frá því að veikjast alvarlega eða deyja úr COVID-19 en það er ekki hægt að treysta á þau fyrr en að nokkrum vikum liðnum. 
Óvissa ríkir um framtíðarferðalög bólusettra
Ekki er víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast til Bandaríkjanna, ef og þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðalöngum frá Schengen-svæðinu. 
13.05.2021 - 14:00
Spegillinn
Telur rétt að hinkra með að bólusetja unglinga
Lyfjastofnun Bandaríkjanna heimilaði í gær að bóluefni Pfizer verði notað á börn allt niður í tólf ára aldur. Valtýr Stefánsson barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins býst við ekki við að ungmenni undir 16 ára aldri verði bólusett hér fyrr en í haust í fyrsta lagi.
11.05.2021 - 16:33
1,4 milljónir skammta tryggi okkur gagnvart afbrigðum
Gera má ráð fyrir því að Ísland fái 1,4 milljónir skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech, á næsta ári og því þar næsta. Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins segir að líta megi á skammtana sem tryggingu, verði þörf á að bólusetja aftur gegn nýjum veiruafbrigðum. 
ESB tryggir sér enn fleiri skammta frá Pfizer
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skrifað undir samning við framleiðendur Bi­oNTech-Pfizer um kaup á 900 milljón skömmtum af bóluefni til viðbótar við þá skammta sem áður var búið að semja um.
08.05.2021 - 12:34
Heimilislæknar gefa fullorðnum Þjóðverjum AstraZeneca
Öllum fullorðnum Þjóðverjum verður gefið bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 að því er fram kemur í máli Jens Spahn heilbrigðisráðherra. Áður var ákveðið að efnið skyldi gefið fólki eldra en sextugu en nú hafa ríkisstjórnin og stjórnir hvers ríkis fyrir sig sammælst um þessa nýju tilhögun.