Færslur: Bóluefni

Upplýsingar geta hægt á langtíma rannsóknum á bóluefni
Venjan er sú að fólk sem fær lyfleysu þegar verið er að prófa nýtt lyf eða bóluefni er upplýst um það þegar leyfi hefur verið veitt. Verði það gert með bóluefni gegn COVID-19 er líklegt að þau sækist eftir bólusetningu.
Draumur Trumps um bóluefni fyrir kjördag fjarlægur
Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að ekki verði gefið út bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu lyfjafyrirtækja á bóluefni fyrr en fylgst hafi verið með sjálfboðaliðum sem tóku þátt í rannsóknum í tvo mánuði eftir að þeir fengu tilraunabólusetningu.
06.10.2020 - 23:00
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
Trump býst við bóluefni innan mánaðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bóluefni gegn Covid-19 kunni að verða tilbúið innan mánaðar. „Það gætu verið þrjár til fjórar vikur í að bóluefni verði tilbúið sagði forsetinn í svörum til gesta í sal á ABC sjónvarpsstöðinni.
Þórólfur: Verðum að vera viss um að bóluefni sé öruggt
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að Íslendingar eins og aðrir verði að vera vissir um að bóluefni séu virk og örugg og rannsóknir eigi að tryggja það eins og hægt er. Bóluefni AstraZeneca er eitt þeirra bóluefna sem Ísland fær gegn kórónuveirunni.
Tvö stór lyfjafyrirtæki byrja að prófa bóluefni á fólki
Lyfjafyrirtækin GlaxoSmithKline og Sanofi hefja nú prófanir á bóluefni gegn COVID-19 á fólki. Rannsóknum og þróun fyrirtækjanna á bóluefni hefur miðað vel hingað til. Fyrirtækin tvö sameinuðu krafta sína í þróun bóluefnis í apríl. Guardian greinir frá.
03.09.2020 - 12:13
Bandaríkin taka ekki þátt í átaki um bóluefni
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær að þau tækju ekki þátt í COVAX-samstarfinu, alþjóðlegu átaki til að þróa, framleiða og dreifa bóluefni gegn kórónuveirunni. Ástæðan er ekki síst sú að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kemur að átakinu.
Morgunvaktin
„Það er bóluefni á leiðinni“
Um 200 bóluefni við COVID-19 eru í þróun og vinna við tíu þeirra er komin mjög langt. Þetta segir  Ásgeir Haraldsson prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.  
02.09.2020 - 08:29
Rússar ætla að vera tilbúnir með bóluefni í nóvember
Rússnesk yfirvöld stefna að því að hefja umfangsmikla bólusetningu gegn COVID-19 í nóvember. Heilbrigðisráðherra landsins, Mikhail Murasjko, greindi frá þessu í dag. Til að byrja með verður bóluefnið aðeins í boði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og kennara.
31.08.2020 - 23:06
Asi við þróun bóluefnis getur gert faraldurinn verri
Flýtir við að koma bóluefni á markað getur gert COVID-19 kórónuveirufaraldurinn enn verri en hann er nú þegar. Vara vísindamenn við því að of mikill asi leiði til þess að bóluefni sem virki ekki sem skyldi verði sett á markað og það geti leitt til þess að ástandið versni enn frekar.
30.08.2020 - 19:28
Þurfa 550.000 skammta af bóluefni fyrir Ísland
Ákveðið hefur verið að kaup bóluefna gegn COVID-19 hér á landi fari fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins (ESB) við lyfjaframleiðendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Gert er ráð fyrir að Ísland þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni og er þá miðað við að bólusetja um 75% þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar.
28.08.2020 - 17:20
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Bjartsýnn að Covid-19 fari hraðar hjá en Spænska veikin
Mannkynið ætti að ná taumhaldi á kórónuveirufaraldrinum á skemmri tíma en þeim tveimur árum sem tók að ráða niðurlögum Spænsku veikinnar.
Viðtal
Reiknar ekki með bóluefni í dreifingu fyrir áramót
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekki skynsamlegt að reikna með því að bóluefni verði komið í almenna dreifingu fyrir áramót. Hins vegar bindur hann vonir við að það verði komið í dreifingu á næsta ári.  
21.08.2020 - 18:07
Svíar hafa milligöngu um bóluefniskaup Íslendinga
Sænsk stjórn­völd munu hafa milli­göngu um sölu á bólu­efni til Íslands gegn­um sam­starfs­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heil­brigðisráðherra Svíþjóðar, á blaðamanna­fundi sem sænska rík­is­stjórnin hélt í dag.
20.08.2020 - 18:03
Hvetur ríki heims til að taka þátt í COVAX
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skrifaði til allra ríkja heims í dag og hvatti stjórnvöld sérhvers lands til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um að tryggja bóluefni gegn COVID-19 sem kallast COVAX. Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir áhuga á að vera með í samstarfinu.
18.08.2020 - 14:41
Ástralir tryggja sér bóluefni sem gefa á öllum
Ástralir hafa tryggt sér aðgang að nýju bóluefni gegn kórónuveirunni sem sagt er lofa góðu. Scott Morrison forsætisráðherra landsins tilkynnti þetta í dag.
Forseti Mexíkó vill rússneska bóluefnið
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, sagðist í dag bjóða sig fram til að vera einn þeirra fyrstu sem prófa nýtt rússneskt bóluefni gegn COVID-19.
17.08.2020 - 16:59
26 bóluefni á lokastigi rannsókna
Alls er verið að gera tilraunir með 26 bóluefni gegn COVID-19 víðsvegar um heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Rússlandsstjórn tilkynnti í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefnið verið skráð.
Telja að bóluefni Finna verði tilbúið haustið 2021
Vísindamenn við Háskólann í Helsinki í Finnlandi hafa að undanförnu unnið að þróun á bóluefni við COVID-19 og ætla að næstunni að prófa það á dýrum. Annar hópur vísindamanna í borginni Tampere í Finnlandi er einnig að þróa bóluefni við farsóttinni en er ekki eins langt á veg kominn.
02.08.2020 - 12:23
Bóluefni gæti komið í veg fyrir útbreiðslu
Bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna við Covid-19 myndar sterk ónæmisviðbrögð og stöðvar fjölgun kórónuveiru í nefgöngum og lungum apa í tilraunastofum. New England Journal of Medicine greinir frá þessu.
Framtíðarhöfuðverkur að velja hverjir fái bóluefni
Stefnt er að því að fimmtungur þjóðarinnar verði bólusettur gegn Covid-19 fyrir lok næsta árs. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Reiknað er með því að kostnaður vegna þessa nemi um 700 milljónum króna. 
Ætla að koma bóluefni gegn COVID á markað fyrir árslok
Lyfjafyrirtækið AstraZenece, sem vinnur að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni í samstarfi við vísindamenn við Oxford háskóla gerir ráð fyrir að bóluefnið verði komið á alþjóðamarkað fyrir árslok.
22.07.2020 - 12:15
Myndskeið
Mikil óvissa með bóluefni við veirunni
Sóttvarnalæknir segir margt enn á huldu með bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst hvort það sé öruggt og hvort unnt verði að fjöldaframleiða það svo allir fái. Þess þurfi líklega að bíða í eitt til tvö ár.
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48