Færslur: Bóluefni

Myndskeið
Stærri hópur fær AstraZeneca hér, enginn í Noregi
Sóttvarnalæknir segir að bráðlega hefjist bólusetningar á 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca og mögulega verði aldursviðmiðið fært enn neðar. Norðmenn ætla að gefa sér frest til að ákveða hvort efnið verði leyft á ný eða ekki. Danir ætla ekki að nota það enda myndi stór hluti landsmanna hafna því - hér er traustið meira.
15.04.2021 - 18:49
Myndskeið
Bjartsýni þrátt fyrir óvissu með mörg bóluefni
Dönsk stjórnvöld ákváðu í dag að hætta alveg að nota bóluefni AstraZeneca. Þá ríkir óvissa á heimsvísu um bóluefni Janssen. Sóttvarnalæknir telur líklegt að bóluefni Janssen fái grænt ljós og vonar að það takist að gefa að minnsta kosti 200 þúsund manns bóluefni fyrir mitt sumar.
Löng bið eftir bóluefni Janssen gæti seinkað áætlun
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ekkert í þeim gögnum sem fyrir liggi, til dæmis frá Bandaríkjunum, benda til þess að bóluefni Janssen sé skaðlegra en bóluefni AstraZeneca. Hlutfall blóðsegavandamála sé mjög lágt. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk fái líklega ekki seinni skammt af AstraZeneca
Janssen bóluefnið komið og er í geymslu
Fyrstu skammtarnir af Janssen bóluefninu komu til landsins í morgun, alls 2.400 skammtar. Þeir eru nú í geymslu þar til ákveðið verður hvort og hvenær þeir verða notaðir.
14.04.2021 - 09:53
Bóluefni Janssen lendir á miðvikudaginn
2.400 skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir 14. apríl og er það fyrsta sendingin af því bóluefni sem kemur til landsins. 2.400 skammtar til viðbótar eru væntanlegir 26. apríl.
11.04.2021 - 12:28
Segir ávinninginn ekki alltaf trompa áhættuna
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að konur undir 55 ára fái ekki bóluefni AstraZeneca vegna hættu á blóðtappamyndun. Rannsóknir benda til þess að alvarlegar aukaverkanir kunni að vera algengari í Noregi en annars staðar. 
10.04.2021 - 19:13
Aldrei fleiri bólusett á einum degi
Aldrei hafa fleiri verið bólusett gegn COVID-19 á einum degi hér á landi en í gær þegar 6.630 fengu bóluefni. Um 2,4% þeirra 280 þúsunda sem til stendur að bólusetja fengu því sprautu í gær.
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Um 65 þúsund bóluefnaskammtar væntanlegir í apríl
Um 65.300 skammtar eru væntanlegir í apríl af bóluefnum þeirra fjögurra framleiðenda sem hér hafa markaðsleyfi. Mánaðarleg afhending bóluefna eykst því um 160% í samanburði við fyrri mánuði.
Milljónir skammta af bóluefni eyðilögðust fyrir mistök
Tafir verða á dreifingu tug milljóna skammta bóluefnis Johnson & Johnson í Bandaríkjunum eftir að um fimmtán milljón skammtar af efninu eyðilögðust fyrir mistök í framleiðsluferlinu.
31.03.2021 - 22:22
Óljóst hvort starfsfólk fær seinni sprautu AstraZeneca
Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem fengu fyrri bólusetningarsprautu AstraZeneca, fái seinni sprautuna þegar þar að kemur.
Viðtal
Telur stjórnvöld eiga að vera sjálfstæð í bóluefnaöflun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir enga ástæðu vera fyrir íslensk stjórnvöld að halda tryggð við Evrópusambandið um kaup og afhendingu á bóluefni. Það hafi gefist vel að fylgja tilmælum sérfræðinga í baráttunni við veiruna, en öflun bóluefnis hafi gengið illa því þar komi stjórnmálamenn að ákvarðanatöku.
26.03.2021 - 09:11
Jansen bóluefnið væntanlegt 16. apríl
Fyrstu skammtarnir af Jansen bóluefninu eiga að berast í næsta mánuði að sögn umsjónarmanns bóluefnadreifingar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Aðeins þarf að bólusetja einu sinni með Jansen bóluefninu frá Johnson og Johnson.
Býst við svörum frá Lyfjastofnun Evrópu á fimmtudaginn
Forstjóri Lyfjastofnunar býst við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir bóluefnis AstraZeneca liggi fyrir á fimmtudaginn. Hún gerir ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist aftur í þessari viku hér á landi.
15.03.2021 - 15:58
Bólusetja þarf 1.830 á dag til að ná markmiðinu
Bólusetja þarf 1.830 manns á dag á hverjum degi til júlíloka eigi að takast að byrja að bólusetja alla 17 ára og eldri fyrir lok júlí. Ákveðið verður næstu daga hvort haldið verður áfram að nota AstraZeneca. Stjórnvöld hafa engar upplýsingar um hvenær bóluefni Janssens kemur. 
Myndskeið
Bólusetningar tefjast um fjórar vikur
Gert er ráð fyrir að um það bil fjögurra vikna tafir verði á bólusetningaráætlun stjórnvalda vegna tafa á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til Evrópusamstarfsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þjóðin verði þá fullbólusett gegn COVID-19 í lok júlí í stað lok júní.
Viðtal
Væntir markaðsleyfis fyrir bóluefni Janssen í mars
Afhendingaráætlun er til fyrir bóluefni Moderna og Pfizer í apríl. Að öðru leyti hefur ekki verið lögð fram áætlun fyrir annan ársfjórðung ársins. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en hún býst við að áætlun verði tilbúin innan skamms.
Fleiri komu en vænst var og bóluefni kláraðist
Um fimmtíu manns á níræðisaldri þurfti að hverfa frá Laugardalshöll þegar bóluefni kláraðist í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk hafa tekið þessu almennt mjög vel. 
Viðtal
Ekki mikil hætta á sérstökum faraldri meðal barna
Nú er verið að prófa bóluefni gegn COVID-19 á börnum, til að mynda á börnum þriggja til átján ára í Kína. Ef öryggið reynist gott og ónæmissvar ásættanlegt verða börn bólusett í framhaldinu.
Óvíst hversu margir verða bólusettir í næstu viku
Enn er óvíst hvort hægt verði að ljúka fyrri bólusetningu allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu í aldurshópnum 80 ára og eldri í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um það bil fimm þúsund manns í aldurshópnum eigi eftir að fá bólusetningu. Fólk á þessum aldri sem býr á hjúkrunarheimilum hefur nú þegar verið bólusett.
23.02.2021 - 11:52
Myndskeið
Bólusetningardagatalið - 167 þúsund í forgangshópum
Bretar stefna að því að bólusetja alla fyrir júlílok, Danir stefna að því að klára bólusetningu mánuði á undan en Íslendingar ganga ekki eins langt en stefna að minnsta kosti að ná 190 þúsund manns. Margar þjóðir birta nú bólusetningadagatöl. 
21.02.2021 - 18:45
Myndskeið
Bólusetningardagatalið liggur fyrir
Heilbrigðisráðuneytið hefur, í samvinnu við sóttvarnalækni, útbúið bólusetningardagatal vegna COVID-19, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og áætlanir um afhendingu bóluefna.Því er ætlað að gefa fólki vísbendingu um hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í einstökum forgangshópum. Dagatalið verður uppfært eftir því sem nýjar upplýsingar berast.
Spegillinn
Bretar klára að bólusetja í ágúst
Næst á eftir Ísrael hefur hvergi verið bólusett hærra hlutfall af landsmönnum en í Bretlandi. Í ágúst er þess vænst að búið verði að bólusetja alla Breta tvisvar sinnum. Hægt og bítandi er því að verða til bæði þekking á og reynsla af þeim bóluefnum, sem eru notuð en mörgum Bretum finnst ganga hægt að upplýsa um hvað verði svo.
Fyrstu prófanir á bóluefni gegn zika-veirunni lofa góðu
Fyrsta bóluefnið sem þróað hefur verið gegn zika-veirunni lofar góðu. Fyrstu prófanir á efninu, sem þróað var í Bandaríkjunum, benda til allt að 80 prósenta virkni.
17.02.2021 - 06:30
Björn Leví spurði Katrínu hvað þorri þjóðar þýddi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir enn töluverða óvissu um hvernig afhendingaráætlun bóluefna muni ganga eftir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það sé hins vegar raunhæft að reikna með því að afhending bóluefna muni aukast verulega á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag út í þessa óvissu og hversu margir væru þorri þjóðarinnar.