Færslur: Berdyansk

Borgarstjórinn í Berdyansk særðist illa í bílsprengju
Borgarstjórinn í hafnarborginni Berdyansk í Zaporizhzhya í Úkraínu særðist alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp í dag. Rússar settu borgarstjórann í embætti þegar þeir náðu borginni á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst.
Úkraínumenn finna leiðir til vöruútflutnings
Úkraínumenn hyggjast reyna að flytja ýmsar landbúnaðarvörur um rúmensku hafnarborgina Constanta. Með því er vonast til að efnahagur Úkraínu styrkist auk þess sem mætt er þörf fjölmargra ríkja í brýnni þörf fyrir vörur þaðan.
Segir Úkraínuher nota vopn og búnað innrásarliðsins
Úkraínuforseti staðhæfir að rússneskir hermenn flýi vígvöllinn og skilji eftir vopnabúnað sem Úkraínumenn noti í bardögum við innrásarherinn. Sérfræðingur á forsetaskrifstofunni býst við að innrásin renni út í sandinn á næstu vikum.