Færslur: bandarísk stjórnmál

Leynileg gögn sögð hafa stuðlað að falli hershöfðingja
Upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna gerðu Úkraínumönnum kleift að fella nokkra rússneska hershöfðingja. Um það bil tólf háttsettir foringjar í innrásarhernum liggja í valnum og Bandaríkjastjórn er sögð hafa veitt upplýsingar sem leiddu til dauða nokkurra þeirra.
Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
Ivanka Trump bar vitni um innrásina í þinghúsið
Ivanka Trump, fyrrum ráðgjafi Hvíta hússins og dóttir fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bar vitni í gær fyrir þingnefndinni sem rannsaka innrásina í bandaríska þinghúsið í janúar á síðasta ári.
Jolie styður framgang laga gegn heimilisofbeldi
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie ræddi í gær við þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi um mikilvægi þess að tryggja framgang frumvarps til laga sem ætlað er að styðja fórnarlömb heimilisofbeldis. Það hillir undir að greidd verði atkvæði um frumvarpið og Bandaríkjaforseti staðfesti lögin.
Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney með COVID
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney hefur greinst með COVID-19 en er einkennalaus. Hann er í einangrun og sinnir störfum sínum heima við að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skrifstofu þingmannsins.
Nancy Pelosi stefnir að endurkjöri í haust
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lýsti gær í þeim vilja sínum að gefa kost á sér eitt kjörtímabil til viðbótar. Hún hefur setið á þingi allt frá árinu 1987 og búist hafði verið við að hún hygðist nú láta gott heita.
Sonur Kings hvetur til samþykkis nýrra kosningalaga
Sonur og nafni mannréttindafrömuðarins Martins Luther King yngri ávarpaði fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag þar sem hann hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp til breytinga á kosningalögum.
Stuðningsmenn Trumps á útifundi í Arizona
Þúsundir stuðningsmanna Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta hafa safnast saman skammt frá borginni Phoenix í Arizona. Trump lýsti því yfir á föstudaginn að fjöldi mála yrði tekinn fyrir á þessum fyrsta útifundi hans síðan í október.
Biden fundar með öldungadeildarþingmönnum
Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar í kvöld með tveimur öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins sem lýst hafa efasemdum um að breyta leikreglum við atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
McConnell segir Biden hafa hellt olíu á eld sundrungar
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sakar Joe Biden forseta um að ætla sér að efna til óvinafagnaðar með fyrirætlunum um tímabundna breytingu á reglum um atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
Sex af hverjum 10 Bandaríkjamönnum óttast um lýðræðið
Tæplega sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja lýðræði í landinu í hættu og meirihluti segir meiri ógn stafa af pólítísku ójafnvægi innanlands en frá erlendum öflum.
Biden segir brýnt að gera umbætur á kosningakerfinu
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir brýnt að koma á umbótum í kosningakerfinu sem tryggi aukna þátttöku svartra og annarra stuðningsmanna Demókrataflokksins. Til að svo geti orðið gæti þurft að breyta reglum um atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings tímabundið.
Krefja þáttastjórnanda svara um samskipti við Trump
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar í fyrra, krefur sjónvarpsþáttastjórnandann Sean Hannity um upplýsingar varðandi samskipti hans við Donald Trump í aðdraganda árásarinnar.
Trump aflýsir fyrirhugðum blaðamannafundi 6. janúar
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ákvað skyndilega að hætta við fyrirhugaðan blaðamannafund sem hann hafði boðað til á Florida 6. janúar næstkomandi. Joe Biden forseti flytur ávarp þann dag til að minnast þess að ár er liðið frá áhlaupinu á þinghúsið á Capitol-hæð.
Öldungadeild Bandaríkjaþings hækkar skuldaþakið
Meirihlutinn í Öldungadeild Bandaríkjaþings sem skipaður er Demókrötum samþykkti í dag að hækka skuldaþak ríkisins. Mjög hefur verið deilt um hvaða leiðir skuli fara að því.
Álasað fyrir endurupptöku stefnu varðandi flóttafólk
Joe Biden Bandaríkjaforseti liggur nú undir þungu ámæli eftir að hann ákvað að endurlífga þá stefnu forvera síns að hælisleitendum skuli gert að bíða í Mexíkó meðan unnið er úr umsóknum þeirra.
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
Stefnir í lokun stofnana vegna ósamkomulags um fjárlög
Ótti um að loka þurfi mörgum bandarískum alríkisstofnunum jókst verulega í gær en þingmönnum tókst ekki að ná samkomulagi um fjárlög ríkisins. Tveir dagar eru til stefnu uns fjármagn verður uppurið og heimildir til fjárútláta þverr.
Áfrýjunardómstóll stöðvaði skyldubólusetningartilskipun
Áfrýjunardómstóll í New Orleans í Bandaríkjunum stöðvaði í dag tilskipun Biden-stjórnarinnar sem skyldar milljónir starfsfólks fyrirtækja með fleiri en 100 starfsmenn í bólusetningu gegn COVID-19.
Atkvæðagreiðsla um endurbótafrumvörp Bidens í dag
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði í dag, föstudag um samtals þriggja billjóna dala frumvörp Joes Biden Bandaríkjaforseta til endurbóta á flutningakerfi landsins og stækkunar velferðarkerfisins.
Mjótt á munum við ríkisstjórakosningar í New Jersey
Mjótt var á munum þegar Demókratinn Philip Murphy náði endurkjöri sem ríkisstjóri í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Niðurstöðurnar kunna að vera Joe Biden Bandaríkjaforseta nokkur huggun eftir ósigur frambjóðanda flokksins í Virgínuríki í gær.
Íbúar Minneapolis vilja ekki leggja lögregluna niður
Íbúar bandarísku borgarinnar Minneapolis vilja ekki að lögreglulið borgarinnar verði leyst upp. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu um málið en meirihluti borgarfulltrúa lagði til að lögreglan yrði lögð niður vegna morðsins á George Floyd á síðasta ári.
Fyrrum aðstoðarmaður Giulianis hlýtur dóm
Alríkisdómstóll á Manhattan fann Lev Parnas, áður viðskiptafélaga Rudys Giuliani fyrrverandi lögmanns Donalds Trump, á föstudag sekan um brot á lögum um fjármögnun kosningaframboða.
Facebook enn sakað um misgjörðir
Fyrrverandi starfsmaður samfélagsmiðlarisans Facebook tilkynnti bandarískri eftirlitsstofnun í dag að fyrirtækið legði meiri áherslu á gróða en að stöðva dreifingu rangra upplýsinga. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Facebook stendur frammi fyrir þungum ásökunum af því tagi.
Ríkisstjóri Texas bannar skyldubólusetningar
Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, hefur gefið út tilskipun þess efnis að óheimilt sé að skylda nokkurn til bólusetningar gegn COVID-19. Það er í andstöðu við tilskipun Joe Bidens Bandaríkjaforseta frá í september.