Færslur: Bandaríkjaforseti

Bandaríkin
Samþykktu 5.300 milljarða aðstoð til Úkraínu
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að verja 40 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 5.300 milljarða króna, í hernaðar-, mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði tillögu þessa efnis fyrir þingið til frekari útfærslu og varaði við því að án frekari fjárhagsaðstoðar yrðu stjórnvöld í Kænugarði að líkindum ófær um að halda uppi vörnum gegn rússneska innrásarhernum innan fárra daga.
Þvertaka fyrir aðstoð við að hafa uppi á hershöfðingjum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa útvegað Úkraínumönnum leynileg gögn um staðsetningar rússneskra hershöfðingja á vígvöllum í landinu. Fullyrt hefur verið að slík gögn hafi auðveldað Úkraínumönnum að hafa uppi á hershöfðingjunum og fella þá.
Ný talskona tekur við í Hvíta húsinu
Karine Jean-Pierre tekur við af Jen Psaki sem talskona bandaríska forsetaembættisins 13. maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti mannabreytingarnar í gær en Jean-Pierre er fyrsta opinberlega hinsegin manneskjan til að gegna embættinu og sú fyrsta með svart litarhaft.
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Kreml með þeim orðum sem hann lét í gærkvöld lét falla á fundi í Varsjá. Embættismenn í Hvíta húsinu þvertóku umsvifalaust fyrir að sú hafi verið ætlun forsetans og áhrifafólk í bandarískum stjórnmálum hefur í dag reynt að lágmarka skaðann eftir fremsta megni.
Dregur úr bjartsýni Bandaríkjamanna um kjarnorkusamning
Heldur hefur dregið úr bjartsýni Bandaríkjamanna um að unnt verði að endurvekja kjarnorkusamning við Írani. Utanríkisráðuneyti varar Írani við að gripið verði til varaáætlunar haggist þeir ekki í kröfugerð sinni.
Íhaldsmenn vilja Trump í framboð 2024
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð langefstur í óformlegri skoðanakönnun CPAC, samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum, um hver eigi að vera frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningum 2024.
Nancy Pelosi stefnir að endurkjöri í haust
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lýsti gær í þeim vilja sínum að gefa kost á sér eitt kjörtímabil til viðbótar. Hún hefur setið á þingi allt frá árinu 1987 og búist hafði verið við að hún hygðist nú láta gott heita.
Krefja þáttastjórnanda svara um samskipti við Trump
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar í fyrra, krefur sjónvarpsþáttastjórnandann Sean Hannity um upplýsingar varðandi samskipti hans við Donald Trump í aðdraganda árásarinnar.
Manchin setur Biden í þrönga stöðu
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, varð fyrir áfalli í gær þegar samflokksmaður hans Joe Manchin tilkynnti að hann myndi ekki styðja innviðafrumvarp forsetans.
20.12.2021 - 12:23
Fimm ára fangelsisdómur fyrir árásina á þinghúsið
Dómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur dæmt stuðningsmann Donalds Trump fyrrverandi forseta til meira en fimm ára fangelsisvistar fyrir aðild að þinghúsárásinni 6. janúar síðastliðinn og ofbeldi gegn lögreglumönnum.
Segja Bandaríkin nota lýðræði sem gereyðingarvopn
Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjamenn um að nota lýðræðishugmyndina sem gjöreyðingarvopn og Bandaríkjaforseta um að draga upp átakalínur í nýju, köldu stríði. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, reitti stjórnvöld í Beijing til reiði með því að bjóða þeim ekki að taka þátt í tveggja daga netráðstefnu um lýðræði með leiðtogum ríflega annað hundrað ríkja í vikunni. Rússland og Ungverjaland voru einnig á meðal ríkja, sem ekki var boðið að fundarborðinu.
11.12.2021 - 07:50
Árásin á Bandaríkjaþing
Afhenda skal þingnefnd skjöl frá valdatíð Trumps
Dómari við bandarískan alríkisdómstól úrskurðaði í gær að skjalasafn Hvíta hússins skyldi afhenda rannsóknarnefnd þingsins öll umbeðin gögn í tengslum við rannsókn nefndarinnar á árásinni á þinghúsið í Washington hinn 6. janúar síðastliðinn, atburðarásinni í aðdraganda hennar og mögulegri ábyrgð Donald Trumps, þáverandi Bandaríkjaforseta þar á.
Flynn og fimm aðrir kallaðir fyrir rannsóknarnefnd
Sex af fyrrverandi samstarfsmönnum Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta eru boðaðir á fund rannsóknarnefndar þingsins sem rannsakar þinghúsárásina 6. janúar síðastliðinn. Þeirra á meðal er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn.
Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.
Sigur Repúblikana í Virgínu áfall fyrir Biden
Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, nýliðinn Glenn Youngkin hafði betur gegn Demókratanum Terry McAuliffe í kosningum um nýjan ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta í aðdraganda mikilvægra þingkosninga á næsta ári.
Viðurkennir klaufagang í samskiptum við Frakka
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að klaufalega hafi verið staðið að samskiptum við Frakka í tengslum við Aukus-samkomulag Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands. Ástralir riftu milljarðasamningi um kaup á frönskum kafbátum sem olli mikilli reiði þarlendra ráðamanna. 
Ferðahömlum til Bandaríkjanna aflétt að stórum hluta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun þess efnis að ferðahömlum verði létt af gagnvart borgurum 33 ríkja, þeirra á meðal Kína, Indlands og stærstum hluta Evrópu. Tilslakanirnar eiga að taka gildi 8. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu úr Hvíta húsinu.
Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Heimsækir vettvanga hryðjuverkaárásanna 11. september
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja alla þá staði sem hryðjuverkamenn gerðu atlögu að í Bandaríkjunum 11. september 2001 þegar tuttugu ár verða liðin frá atburðunum.
Styðja ákvörðun um brotthvarf en ekki aðferðina við það
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hvernig staðið var að brotthvarfi bandarískra hersveita frá Afganistan. Engu að síður sýna kannanir heima fyrir að fjöldi Bandaríkjamanna styður þá ákvörðun að kalla hermennina heim.
Biden rýfur þögnina um ástandið í Afganistan í kvöld
Bandaríkjaforseti rýfur í kvöld þögn sína um valdatöku Talibana í Afganistan. Bandaríkin liggja undir þungu ámæli frá fjölda þjóðarleiðtoga fyrir að kalla herlið heim frá landinu.
NATÓ boðar til neyðarfundar vegna Afganistan
Atlantshafsbandalagið NATÓ hefur boðað til neyðarfundar klukkan eitt vegna ástandsins í Afganistan. Utanríkisráðherra Bretlands og fleiri stjórnmálamenn eru nú þungorðir gagnvart friðarsamkomulagi Bandaríkjanna við Talibana.