Færslur: Bandaríkjaforseti

Biden heldur sig við flóttamannakvóta Trumps
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, undirritaði á föstudag tilskipun þess efnis að hleypa skuli að hámarki 15.000 flóttamönnum til Bandaríkjanna á þessu fjárlagaári, og hróflar þar með ekki við ákvörðun forvera síns um þetta mál þrátt fyrir fyrirheit um annað.
Spegillinn
Joe Biden í forsetaembætti í 83 daga
Joe Biden hefur nú setið 83 daga í embætti forseta Bandaríkjanna. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir að það fari mun minna fyrir Biden í fjölmiðlum, en forvera hans í embætti, Donald Trump.
13.04.2021 - 19:06
Fundi frestað á Bandaríkjaþingi vegna hryðjuverkaógnar
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings frestaði þingfundi sem halda átti í dag eftir að lögregla og leyniþjónusta greindu frá því að vísbendingar væru um fyrirhugaða árás vopnaðra öfgamanna á þinghúsið. Umræðum og atkvæðagreiðslum sem áttu að fara fram í fulltrúadeildinni í dag var ýmist flýtt eða frestað, einkum vegna viðvörunar lögreglu sem byggð var á upplýsingum um að ógn stafi mögulega af „þekktri, vopnaðri hreyfingu“ yst á hægri væng stjórnmálanna.
500.000 fórnarlamba COVID-19 minnst í Bandaríkjunum
Bandaríska fánanum var flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið í Washington í dag, í minningu þeirra 500.000 Bandaríkjamanna sem dáið hafa úr COVID-19 frá því að fyrsta, þekkta fórnarlamb farsóttarinnar þar í landi lést í Kaliforníu fyrir rétt rúmlega ári síðan. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf fyrirmæli um að flagga skyldi í hálfa stöng við allar opinberar stofnanir af þessu tilefni það sem eftir lifir vinnuvikunnar, eða fram til sólarlags á föstudag.
Biden hættir við byggingu Mexíkómúrsins
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur afturkallað tilskipun Donalds Trump, forvera síns í starfi um að reisa bæri múr á landamærum Bandaríkjana og Mexíkó. Í bréfi til Bandaríkjaþings segir Biden múrinn með öllu ónauðsynlegan og að ekki verði varið meira af almannafé til byggingar hans.
11.02.2021 - 23:26
Myndskeið
Samþykkja að halda áfram réttarhöldum yfir Trump
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að halda áfram réttarhöldum yfir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og hafna þannig málflutningi verjenda Trumps um að ákæran brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána.
09.02.2021 - 22:40
Hlé á byggingu landamæramúrs og óvíst um framhaldið
Framkvæmdir við byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós liggja niðri og hafa gert um hríð. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggst stöðva allar frekari framkvæmdir við byggingu múrsins, sem var eitt af helstu hjartans málum forvera hans, Donalds Trumps.
06.02.2021 - 00:28
Cheney og Greene halda báðar sínu striki og stöðu
Liz Cheney og Marjorie Taylor Greene, þingkonur Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stóðu báðar af sér atlögu flokkssystkina sinna í gær, hvor úr sinni áttinni.
Mayorkas staðfestur í embætti heimavarnaráðherra
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gærkvöld skipun Alejandros Mayorkas í embætti ráðherra heimavarna. Skipun Mayorkas var mun umdeildari en aðrar skipanir Joes Bidens í ráðherraembætti. Þær hafa flestar farið vandkvæðalaust í gegnum staðfestingarferlið í öldungadeildinni og verið samþykktar af yfirgnæfandi meirhluta þingmanna beggja flokka, en aðeins sex Repúblikanar greiddu Mayorkas atkvæði sitt.
Fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherra Bandaríkjanna
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í kvöld skipun Petes Buttigiegs í embætti samgönguráðherra í ríkisstjórn Joes Bidens. Skipun hans markar tímamót í bandarískri stjórnmálasögu, því Buttigieg er fyrsti, opinberlega samkynhneigði maðurinn sem skipaður er ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. 86 þingmenn greiddu atkvæði með skipun hans en 13 voru á móti.
03.02.2021 - 01:24
Myndskeið
Víðförult málverk eftir Churchill boðið upp
Málverk eftir Winston Churchill fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands verður boðið upp eftir mánuð og er vonast til að metupphæð fáist fyrir það. Fjölmargir hafa átt verkið, meðal annars fyrrum Bandaríkjaforseti og ein frægasta leikkona heims.
Þriðjungur ráðherra Biden hvítir gagnkynhneigðir karlar
Væntanlegir ráðherrar í ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta hafa gefið til kynna að breytingar á stjórnarháttum verði töluverðar með nýjum valdhöfum. Skiptir þá litlu hvort um er að ræða utanríkismál eða skattamál. Aðeins þriðjungur ríkisstjórnarinnar eru hvítir gagnkynhneigðir karlmenn.
01.02.2021 - 21:57
Vilja meina Trump búsetu á Flórída-setri sínu
Borgarstjórnin í Palm Beach í Flórída ríki í Bandaríkjunum kannar nú lagalegan grundvöll þess að meina Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að vera með fasta búsetu á setri sínu, Mar-a-Lago, sem stendur á landi borgarinnar. Trump fékk leyfi til að breyta setrinu í einkaklúbb, en því fylgja þær kvaðir að ekki má hafa fasta búsetu þar í lengri tíma en viku í einu.
31.01.2021 - 14:21
Ákæran á hendur Trump formlega afhent öldungadeild
Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í kvöld kollegum sínum í öldungadeildinni ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með formlegum hætti. Ákæran er aðeins í einum lið, þar sem Trump er gefið að sök að hafa hvatt til áhlaupsins sem gert var á þinghúsið 6. janúar síðastliðinn.
Bandaríkin
Yellen staðfest í embætti fjármálaráðherra
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld skipun Janetar Yellen í embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Yellen, sem var fyrst kvenna til að gegna embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna og fyrsta konan til að veita efnahagsráðgjafanefnd Hvíta hússins forstöðu, er þar með einnig orðin fyrsta konan sem skipuð er fjármálaráðherra landsins.
Maduro boðar betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnar nýjum húsbónda í Hvíta húsinu í Washington og segist reiðubúinn að „snúa við blaðinu" í samskiptunum við Bandaríkjastjórn, sem einkenndust af mikilli spennu og fjandsemi á báða bóga í fjögurra ára valdatíð Donalds Trumps.
Biden hyggst tvöfalda lágmarkslaun hjá hinu opinbera
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagðist í gær vilja tvöfalda lágmarkslaun í landinu og ríflega það; hækka þau úr 7.25 Bandaríkjadölum á klukkustund í 15, eða úr 935 krónum í 1.935. Fyrsta skrefið í þessa átt verður tilskipun um að enginn starfsmaður hins opinbera fái lægri laun en 15 dali á tímann.
23.01.2021 - 08:01
Réttarhöldum yfir Trump frestað um tvær vikur
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump, sem fulltrúadeildin samþykkti að kæra til embættismissis á dögunum, hefjast þriðjudaginn 9. febrúar. Chuck Schumer, þingmaður Demókrata og forseti öldungadeildarinnar, tilkynnti þetta í gær eftir að samkomulag náðist við Repúblikana um tilhögun mála.
Á annað hundrað þjóðvarðliða með COVID-19
Minnst 150 þeirra þjóðvarðliða sem sáu um öryggisgæsluna við innsetningarathöfn Joes Bidens og Kamölu Harris í Washington á miðvikudag hafa greinst með COVID-19. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni innan stjórnsýslunnar.
23.01.2021 - 02:32
Mexíkóar fagna tilskipun Bidens um landamæramúrinn
Stjórnvöld í Mexíkó fagna tilskipunum Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, um umbætur í innflytjendamálum og að hætta skuli öllum framkvæmdum við að reisa múr á landamærum ríkjanna.
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
Trump sagður íhuga að stofna flokk föðurlandsvina
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, er sagður íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk, flokk föðurlandsvina. Þetta er fullyrt í bandaríska blaðinu Wall Street Journal og haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til innanbúðarmála í Hvíta húsinu.
12 þjóðvarðliðum vikið frá störfum í Washington
Tólf manns hefur nú verið vikið úr þjóðvarðliðinu í Washington DC, sem ætlað er að sinna öryggisgæslu við embættistöku Joes Bidens og Kamölu Harris á morgun. Áður greindi alríkislögreglan frá því að tveimur mönnum hefði verið vikið úr þjóðvarðliðinu eftir að bakgrunnskönnun leiddi í ljós að þeir tengdust öfgasamtökum af einhverju tagi. AP-fréttastofan greindi svo frá því í kvöld og hefur það eftir heimildarmönnum í varnarmálaráðuneytinu að búið sé að víkja tíu til viðbótar frá störfum,
Bandaríska sendiráðið í Ísrael verður áfram í Jerúsalem
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst hvorki ógilda þá ákvörðu Donalds Trumps, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels né færa sendiráð Bandaríkjanna aftur frá Jerúsalem til Tel Aviv, þar sem það var til skamms tíma eins og sendiráð flestra annarra ríkja í Ísrael. Antony Blinken, utanríkisráðherraefni Bidens, staðfesti þetta á þriðjudag.
20.01.2021 - 00:48
„Trump er afspyrnulélegur leiðtogi“
Covid nítján faraldurinn leiddi í ljós hversu vondur leiðtogi Donald Trump er, segir Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði. Hann hafi beitt einangrunarstefnu sem var í andstöðu við stefnu Repúblíkanaflokksins.