Færslur: Bandaríkjaforseti

Að velja dómara strax, eða ekki. Þar liggur efinn
Trump Bandaríkjaforseti ætti að tilnefna nýjan dómara við Hæstarétt þegar í næstu viku. Þetta er mat Teds Cruz öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, frá Texas.
Trump tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Christian Tybring-Gjedde, þingmaður Framfaraflokksins í Noregi, tilnefndi forsetann fyrir að hafa komið á „sögulegu samkomulagi“ til að bæta samskipti Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump fagnaði tilnefningunni í færslu á Twitter í dag. AFP fréttastofan greinir frá.
09.09.2020 - 15:54
Melania Trump kemur forsetanum til varnar
Melania Trump tók til varna fyrir bónda sinn vegna ásakana um að hann hafi lítilsvirt bandaríska hermenn sem fallið eða teknir hafi verið höndum í stríðsátökum.
Trump segir mótmæli í Kenosha vera innanlandshryðjuverk
„Hér fara ekki fram friðsamleg mótmæli heldur eru þetta skýru dæmi um innanlands-hryðjuverk." Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í heimsókn sinni til borgarinnar Kenosha í Wisconsin.
Kellyanne Conway yfirgefur raðir Trumps
Kellyanne Conway helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að stíga til hliðar. Hún stjórnaði kosningabaráttu forsetans árið 2016 og er þekkt fyrir að takast hressilega á við fréttamenn.
Blaðamaður véfengdi margtuggða fullyrðingu Trump
Donald Trump Bandaríkjaforseti batt skyndilegan enda á fund með fjölmiðlum í gær, eftir að fréttamaður véfengdi fullyrðingu um heilbrigðislöggjöf sem forsetinn hefur haldið á lofti að minnsta kosti 150 sinnum.
09.08.2020 - 18:59
Saka Rússa, Kínverja og Írana um afskipti af kosningum
Rússar, Kínverjar og Íranar freista þess allir að hafa áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna í haust og beita til þess óeðlilegum og ólöglegum meðulum. Þetta er mat forstjóra einnar fjölmargra bandarískra leyniþjónustustofnana, Gagnnjósna- og öryggisstofnunarinnar, sem hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast grannt með öllum ógnum sem steðja að forsetakosningunum erlendis frá.
Mary Trump: „Donald átti erfiða æsku"
Mary Trump frænka Bandaríkjaforseta sem nýverið gaf út bókina Of mikið og aldrei nóg. Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann í heimi, segir Donald Trump hafa átt afskaplega vonda æsku.
19.07.2020 - 02:48
Viðtal
Trump kann enn að sigra þó staða hans sé veik
Þó að staða Donald Trumps Bandaríkjaforseta sé veik miðað við aðra sitjandi forseta sem gefið hafa kost á sér til endurkjörs þýðir það ekki endilega að hann nái ekki aftur kjöri. Þetta sagði Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í þættinum vikulokunum í morgun.
Þrýsta á Biden að velja varaforsetaefni
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, mætir nú síauknum þrýstingi frá eigin flokki um að greina frá því hvern hann velji sem varaforsetaefni. 
Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur
Bók Mary Trump bróðurdóttur Donalds Trump um frænda sinn Bandaríkjaforsetann seldist í nærri milljón eintökum á fyrsta degi eftir útkomu.
17.07.2020 - 04:49
Erlendir nemar munu ekki missa landvistarleyfið
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti nú í kvöld að bandarísk stjórnvöld hefðu hætt við ákvörðun sína um að gera erlendum nemendum, við bandaríska háskóla sem flutt hefði kennsluna alfarið á netið, að yfirgefa landið.
14.07.2020 - 19:50
Birtu minnislista með röngum ummælum Faucis
Stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir nú í síauknum mæli gagnrýni sinni að Anthony Fauci, sérfræðingi stjórnarinnar í smitsjúkdómum.
13.07.2020 - 23:19
Facebook lokar 50 síðum tengdum Roger Stone
Samskiptamiðillinn Facebook lokaði í dag 50 síðum tengdum Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Lýsir Trump sem sjálfselskum lygara
Mary Trump, bróðurdóttir Donalds Trump bandaríkjaforseta, lýsir honum sem sjálfselskum lygara í endurminningabók sem kemur út næsta þriðjudag.
08.07.2020 - 00:08
Bannon vill aftur í innsta hring Trumps
Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donald Trump þar til forsetinn rak hann árið 2017, stefnir nú á að komast aftur inn í innsta hring áhrifavalda forsetans fyrir forsetakosningarnar í haust. 
Trump sagður öskuillur vegna lélegrar mætingar
Donald Trump Bandaríkjaforseti geldur nú fyrir afneitun sína á afleiðingum kórónaveirufaraldursins. Faraldurinn, sem er hvergi nærri lokið, er sagður geta orðið til þess að forsetinn verði af uppáhalds baráttuaðferð sinni — háværum og mannmörgum stuðningsmannafundum.
Ætla að fjarlægja styttuna af Roosevelt
Bandaríska náttúruminjasafnið ætlar að láta fjarlægja styttu af Theodore Rossevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem stendur við inngang safnsins.
22.06.2020 - 07:44
Bolton ætlar ekki að kjósa Trump
John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki ætla að kjósa Trump og vonar að hann nái ekki endurkjöri.
Bróðurdóttir Trumps með bók um forsetann
Bróðurdóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú með bók um forsetann í smíðum. Bókin sem ber titilinn Too Much and Never Enough, sem má útleggja sem Of mikið og aldrei nóg, er sögð vera bæði átakanleg og klúr lesning.
Trump kallar þjóðvarðliðið frá Washington
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann ætli að kalla þjóðvarðliðið frá Washington. Verulega hefur nú verið dregið úr öryggisaðgerðum vegna mótmæla undanfarinna daga og fara þau nú að mestu friðsamlega fram. 
07.06.2020 - 21:27
Colin Powell styður Biden í forsetaslagnum
Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í forsetakosningunum í haust. Það þætti væntanlega litlum tíðindum sæta, nema fyrir það að Powel sat í ríkisstjórn Repúblikanaforsetans George W. Bush.
Spegillinn
„Virðir ekki leikreglur lýðræðisins“
Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stórnmálafræðiprófessor. Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hika við að beita hervaldi til að binda enda á óeirðirnar í landinu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað út í meira en tuttugu ríkjum Bandaríkjanna til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu.
96% Íslendinga vilja Biden frekar en Trump
Um 96 prósent Íslendinga myndu kjósa Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum, ef þeir hefðu kosningarétt, en aðeins fjögur prósent myndu kjósa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Miðflokksins eru líklegastir til að kjósa Trump og næst þeim koma stuðningsmenn Sósíalistaflokksins.
Segir kórónuveiruna úr kínverskri rannsóknarstofu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Bandaríkjastjórn íhugi að beita Kína og kínversk stjórnvöld refsiaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist í kvöld hafa séð sönnunargögn sem tengdu veiruna við rannsóknastofu í Wuhan í Kína. Leyniþjónustan og ráðgjafi Trumps í sóttvarnarmálum segja engar vísbendingar um slíkt.