Færslur: Aung San Suu Kyi

Suu Kyi færð úr stofufangelsi og í einangrun
Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, var færð úr stofufangelsi og í einangrun í fangelsi í höfuðborg landsins. Þetta sagði talsmaður herforingjastjórnarinnar sem gerði valdarán í upphafi síðasta árs.
23.06.2022 - 08:33
Suu Kyi dæmd í fimm ára fangelsi fyrir mútuþægni
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sakfelldi í morgun Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels og fyrrverandi leiðtoga mjanmörsku þjóðarinnar, fyrir spillingu og dæmdi hana til fimm ára fangelsisvistar. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmanni sem þekkir vel til málsins.
27.04.2022 - 05:28
Fresta dómsuppkvaðningu yfir Suu Kyi
Dómsuppkvaðningu yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, var frestað í morgun. Herforingjastjórn landsins segir hana geta átt allt að fimmtán ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
25.04.2022 - 09:07
Mjanmar
Herforingjastjórnin lætur ríflega 800 fanga lausa
Herforingjastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í morgun að yfir átta hundruð fangar yrðu látnir lausir og veitt sakaruppgjöf. Það er gert til að minnast sameiningardagsins sem haldinn er hátíðlegur 12. febrúar ár hvert.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mjanmar, Norður-Írland og San Quentin
Rúmt ár er liðið frá því að herforingjar rændu völdum í Mjanmar og síðan hefur ástandið í landinun hríðversnað og svo er komið að óttast er að borgarastyrjöld brjótist út. Þetta var meðal umræðuefna í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Þau ræddu einnig Norður-Írland og San Quentin, hið illræmda fangelsi í Kaliforníu. Þar hefur dauðaganginum, deild dauðadæmdra verið lokað.
Spegillinn
Stefnir í borgarastyrjöld í Mjanmar 
Eitt ár er í dag liðið frá því að herinn rændi völdum í Mjanmar. Þingkosningar voru haldnar í landinu rúmlega tveimur mánuðum fyrr í nóvember 2020 þar sem flokkur Aung San Suu Kyi vann yfirburðasigur.
01.02.2022 - 17:42
Erlend stórfyrirtæki yfirgefa ástandið í Mjanmar
Ástralska olíufyrirtækið Woodside tilkynnti i morgun að það hygðist láta af allri starfsemi í Mjanmar. Það bætist þá við nokkurn fjölda erlendra fyrirtækja sem það gera. Tæpt ár er nú liðið frá valdaráni hersins í landinu.
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi í morgun Aung San Suu Kyi seka í þremur málum sem höfðuð voru gegn henni og dæmdi hana í fjögurra ára fangelsi. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmann sem þekki vel til mála að hinn 76 ára friðarverðlaunahafi og þjóðhetja Mjanmara hefði verið sakfelld fyrir ólöglegan innflutning á talstöðvum, ólöglega talstöðvareign og brot gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins.
10.01.2022 - 06:17
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi fyrrverandi leiðtoga landsins til fjögurra ára fangavistar í morgun. Hún hlaut dóminn fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina auk brota á sóttvarnarreglum.
Dómi frestað yfir Aung San Suu Kyi
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar frestaði í morgun dómsuppkvaðningu í fyrstu réttarhöldunum af mörgum yfir Aung San Suu Kyi. Í þessu máli er Suu Kyi ákærð fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina. Til stóð að kveða upp dóm í dag en því hefur verið frestað til 6. desember.
30.11.2021 - 06:54
Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvindl
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákært Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli í ársbyrjun. Ákæruefnin snúa að meintu kosningasvindli í á síðasta ári þar sem NLD flokkur Suu Kyi tryggði sér meirihluta á þingi.
Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.
01.08.2021 - 05:57
Sameinuðu þjóðirnar vilja banna vopnasölu til Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því í gær að sala vopna til Mjanmar verði stöðvuð. Jafnframt brýnir það fyrir herstjórninni sem ríkir í landinu að virða niðurstöður kosninga í nóvember síðastliðnum.
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Íhuga að leysa upp flokk Suu Kyi
Herstjórnin í Mjanmar hótar því nú að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi vegna meints kosningasvindls í síðustu kosningum. AFP fréttastofan greinir frá. Flokkurinn hlaut yfirburðakjör í þingkosningum í nóvember síðastliðnum, en herinn rændi völdum skömmu áður en nýtt þing átti að koma saman í febrúar. 
22.05.2021 - 07:41
Myndskeið
Blóðugasti dagurinn í Mjanmar frá valdaráninu
Þrátt fyrir aðvarnir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fjölmenntu andstæðingar hennar á mótmælasamkomur víða um landið í dag. Herinn lét sverfa til stáls og talið er að fleiri en níutíu hafi verið myrtir í dag, þeirra á meðal fimm ára drengur.
27.03.2021 - 19:40
Öryggisráðið fundar um Mjanmar á föstudag
Fulltrúi Breta í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að ráðið komi saman á föstudag til að ræða valdarán hersins í Mjanmar og það ástand sem skapast hefur í landinu í framhaldi af því. AFP-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar leggja Bretar til að fundurinn verði lokaður og hefjist klukkan 15.00 að íslenskum tíma.
03.03.2021 - 04:31
Aung San Suu Kyi kom fyrir rétt
Aung San Suu Kyi, sem sett var af sem leiðtogi Mjanmar fyrir mánuði, kom í dag fyrir rétt í Naypyidaw, höfuðborg landsins. Þar svaraði hún til saka sem almennt er talið að séu uppspuni herforingjastjórnar landsins. Fjarfundarbúnaður var notaður við yfirheyrsluna.
01.03.2021 - 07:20
Vara mótmælendur við „banvænum afleiðingum“ andófs
Herforingjastjórnin í Mjanmar hótar mótmælendum og þátttakendum í hvers kyns andófi gegn stjórninni alvarlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, haldi þeir uppteknum hætti. Hreyfing sem kallar sig Samtök um borgaralega óhlýðni hefur verið framarlega í flokki þeirra sem mótmæla valdaráni herforingjastjórnarinnar.
22.02.2021 - 05:35
Fjölmenn mótmæli halda áfram í Mjanmar
Þúsundir stuðningsfólks Aung San Suu Kyi og Lýðræðisfylkingarinnar í Mjanmar hafa þegar flykkst út á götur og torg höfuðborgarinnar Yangon, til að mótmæla valdaráni hersins og krefjast frelsis fyrir Suu Kyi og aðra pólitíska fanga herforingjastjórnarinnar. Er þetta annar dagurinn í röð sem höfuðborgarbúar fjölmenna til að mótmæla valdaráninu og krefjast endurreisnar lýðræðis.
07.02.2021 - 06:20
Lokað fyrir netaðgang í Mjanmar - mótmæli í Yangon
Herforingjastjórnin í Mjanmar greip til þess í morgun að loka nánast alveg fyrir alla netnotkun í landinu. Aðgangi að Facebook var lokað í fyrradag og í gær var lokað á aðgengi landsmanna að Twitter og instagram. Um eða yfir þúsund manns söfnuðust saman í Yangon í morgun til að mótmæla valdaráninu.
06.02.2021 - 06:40
Nánasti ráðgjafi Suu Kyi handtekinn í Mjanmar
Einn nánasti ráðgjafi og samstarfsmaður Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, var handtekinn laust eftir miðnætti að staðartíma og færður í gæsluvarðhald. Fjölmiðlafulltrúi Lýðræðisfylkingarinnar, flokks Suu Kyi og stærsta stjórnmálaflokks landsins, greindi frá þessu.
05.02.2021 - 02:16
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mjanmar, Støjberg og Groundhog Day
Almenningur í Mjanmar, sem eitt sinn hét Búrma, mótmæli valdaráni hersins fyrr í vikunni. Helstu leiðtogar landsins, þar á meðal Aung San Suu Kyi, eru í haldi hersins og ekkert hefur spurst til þeirra.
04.02.2021 - 09:34
Myndskeið
Herinn tekur aftur völdin eftir tíu ára hlé
Herinn í Mjanmar hefur tekið völdin í landinu, áratug eftir að hafa gefið eftir herforingjastjórn landsins. Helstu ráðamenn landsins hafa verið handteknir, þeirra á meðal leiðtoginn Aung San Suu Kyi sem sat í stofufangelsi í landinu í 15 ár fram til ársis 2010.
01.02.2021 - 19:20