Færslur: Aung San Suu Kyi

Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.
01.08.2021 - 05:57
Sameinuðu þjóðirnar vilja banna vopnasölu til Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því í gær að sala vopna til Mjanmar verði stöðvuð. Jafnframt brýnir það fyrir herstjórninni sem ríkir í landinu að virða niðurstöður kosninga í nóvember síðastliðnum.
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Íhuga að leysa upp flokk Suu Kyi
Herstjórnin í Mjanmar hótar því nú að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi vegna meints kosningasvindls í síðustu kosningum. AFP fréttastofan greinir frá. Flokkurinn hlaut yfirburðakjör í þingkosningum í nóvember síðastliðnum, en herinn rændi völdum skömmu áður en nýtt þing átti að koma saman í febrúar. 
22.05.2021 - 07:41
Myndskeið
Blóðugasti dagurinn í Mjanmar frá valdaráninu
Þrátt fyrir aðvarnir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fjölmenntu andstæðingar hennar á mótmælasamkomur víða um landið í dag. Herinn lét sverfa til stáls og talið er að fleiri en níutíu hafi verið myrtir í dag, þeirra á meðal fimm ára drengur.
27.03.2021 - 19:40
Öryggisráðið fundar um Mjanmar á föstudag
Fulltrúi Breta í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að ráðið komi saman á föstudag til að ræða valdarán hersins í Mjanmar og það ástand sem skapast hefur í landinu í framhaldi af því. AFP-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar leggja Bretar til að fundurinn verði lokaður og hefjist klukkan 15.00 að íslenskum tíma.
03.03.2021 - 04:31
Aung San Suu Kyi kom fyrir rétt
Aung San Suu Kyi, sem sett var af sem leiðtogi Mjanmar fyrir mánuði, kom í dag fyrir rétt í Naypyidaw, höfuðborg landsins. Þar svaraði hún til saka sem almennt er talið að séu uppspuni herforingjastjórnar landsins. Fjarfundarbúnaður var notaður við yfirheyrsluna.
01.03.2021 - 07:20
Vara mótmælendur við „banvænum afleiðingum“ andófs
Herforingjastjórnin í Mjanmar hótar mótmælendum og þátttakendum í hvers kyns andófi gegn stjórninni alvarlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, haldi þeir uppteknum hætti. Hreyfing sem kallar sig Samtök um borgaralega óhlýðni hefur verið framarlega í flokki þeirra sem mótmæla valdaráni herforingjastjórnarinnar.
22.02.2021 - 05:35
Fjölmenn mótmæli halda áfram í Mjanmar
Þúsundir stuðningsfólks Aung San Suu Kyi og Lýðræðisfylkingarinnar í Mjanmar hafa þegar flykkst út á götur og torg höfuðborgarinnar Yangon, til að mótmæla valdaráni hersins og krefjast frelsis fyrir Suu Kyi og aðra pólitíska fanga herforingjastjórnarinnar. Er þetta annar dagurinn í röð sem höfuðborgarbúar fjölmenna til að mótmæla valdaráninu og krefjast endurreisnar lýðræðis.
07.02.2021 - 06:20
Lokað fyrir netaðgang í Mjanmar - mótmæli í Yangon
Herforingjastjórnin í Mjanmar greip til þess í morgun að loka nánast alveg fyrir alla netnotkun í landinu. Aðgangi að Facebook var lokað í fyrradag og í gær var lokað á aðgengi landsmanna að Twitter og instagram. Um eða yfir þúsund manns söfnuðust saman í Yangon í morgun til að mótmæla valdaráninu.
06.02.2021 - 06:40
Nánasti ráðgjafi Suu Kyi handtekinn í Mjanmar
Einn nánasti ráðgjafi og samstarfsmaður Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, var handtekinn laust eftir miðnætti að staðartíma og færður í gæsluvarðhald. Fjölmiðlafulltrúi Lýðræðisfylkingarinnar, flokks Suu Kyi og stærsta stjórnmálaflokks landsins, greindi frá þessu.
05.02.2021 - 02:16
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mjanmar, Støjberg og Groundhog Day
Almenningur í Mjanmar, sem eitt sinn hét Búrma, mótmæli valdaráni hersins fyrr í vikunni. Helstu leiðtogar landsins, þar á meðal Aung San Suu Kyi, eru í haldi hersins og ekkert hefur spurst til þeirra.
04.02.2021 - 09:34
Myndskeið
Herinn tekur aftur völdin eftir tíu ára hlé
Herinn í Mjanmar hefur tekið völdin í landinu, áratug eftir að hafa gefið eftir herforingjastjórn landsins. Helstu ráðamenn landsins hafa verið handteknir, þeirra á meðal leiðtoginn Aung San Suu Kyi sem sat í stofufangelsi í landinu í 15 ár fram til ársis 2010.
01.02.2021 - 19:20