Færslur: Atlantshafsbandalagið

Þingkosningar í Norður-Makedóníu
Norður-Makedónar ganga að kjörborðinu í dag. Nýtt þing og stjórn þurfa að takast á við kórónuveirufaraldur og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.
Rússneskar herflugvélar á eftirlitssvæðinu við Ísland
Óþekktar flugvélar flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins (NATO) hér við land í fyrrinótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni höfðu flugvélarnar hvorki tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjárvara í gangi.
04.07.2020 - 16:39
Kafbátaeftirlitsæfingar NATO á Íslandi annað hvert ár
Kafbátaeftirlitsæfingar Atlantshafsbandalagsins, Dynamic Mongoose, verða framvegis haldnar á Íslandi annað hvert ár. Æfingarnar verða haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi.
25.06.2020 - 12:15
Fækkar verulega í bandaríska herliðinu í Þýskalandi
Bandaríkjaforseti hyggst fækka bandarískum hermönnum í Þýskalandi um meira en helming. Utanríkisráðherra Þýskalands segir að hermennirnir séu þar til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.
Fjögurra vikna sóttkví fyrir loftrýmisgæslu á Íslandi
Ítalski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá og með miðjum júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð ytra áður en hingað er komið. Við komuna til landsins fara þeir aftur í 14 daga sóttkví, eins og allir sem hingað koma þurfa að gera. Verða þeir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan.
Þyrla talin hafa hrapað í Jónahafið með sex innanborðs
Umfangsmikil leit stendur yfir að þyrlu kanadíska flughersins sem hvarf yfir Jónahafi, milli Grikklands og Ítalíu, í gær. Þyrlan tilheyrir kanadísku freigátunni Fredericton, sem tekur þátt í æfingum Atlantshafsbandalagsins á Miðjarðarhafinu þessa dagana. Hún var í eftirlits- og könnunarleiðangri undan ströndum Grikklands þegar hún hvarf af ratsjám og allt samband við hana rofnaði, segir í tilkynningu kanadíska flotans. Leit að þyrlunni hófst þegar í stað.
30.04.2020 - 02:43
Undirbúa framkvæmdir í Helguvík með herskip í huga
Hafnaryfirvöld hjá Reykjaneshöfnum hafa undirbúið möguleikann á því að höfnin í Helguvík geti tekið við stærri og lengri skipum en áður. Þá er sérstaklega horft til þess að herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins geti haft þar aðstöðu.
20.04.2020 - 07:12
Norður-Makedónía á leið inn í NATO
Í gær var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir aðild Norður-Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu þegar efri deild spænska þingsins lagði blessun sína yfir inngöngu landsins í NATO.
18.03.2020 - 08:54
Fréttaskýring
Mikilvægi Norður-Atlantshafsins
Norður-Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Nú hefur ógnin breyst, smærri en tæknilega vel þróaður floti Rússa getur ráðist á flutningaleiðir úr meiri fjarlægð, segir bandaríski her- og flotafræðingurinn Magnus Nordenman.
10.03.2020 - 11:13
Fagna samkomulagi við talibana
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fagnar samkomulagi Bandaríkjamanna og talibana um að draga úr hernaðarumsvifum í Afganistan í eina viku. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag kvaðst hann vonast til þess að þetta skref ætti eftir að leiða til varanlegs friðar í landinu.
Norðmenn frumsýna nýja orrustuþotu á Íslandi
Norski herinn hefur fengið nýja F-35 orrustuþotu í flota sinn, en fyrsta verkefni nýju þotunnar utan Noregs verður á Íslandi í mars.
Skora á Írana að halda aftur af sér
Atlantshafsbandalagið hefur frestað þjálfun írakskra hermanna um óákveðinn tíma. Skorað er á ráðamenn í Íran að binda enda á ofbeldisverk og ögranir og koma þannig í veg fyrir að spenna aukist enn frekar í Miðausturlöndum. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna minnir Bandaríkjamenn og Írana á að báðar þjóðir eiga aðild að samningnum um vernd menningarminja.
Ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum
Sendiherrar Atlantshafsbandalagsríkja hittast á aukafundi í dag í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel vegna ástandsins sem hefur skapast í Miðausturlöndum eftir að Bandaríkjaher tók íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af lífi fyrir helgi. AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni að ákvörðun um aukafund hafi verið tekin eftir að Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri ráðfærði sig við fulltrúa aðildarríkjanna.
06.01.2020 - 08:47
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Trump gagnrýnir ummæli Macrons
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í morgun hörðum orðum um þau ummæli sem Emmanuel Macron, forseta Frakklands, viðhafði um Atlantshafsbandalagið í síðasta mánuði og sagði þau móðgandi.
Tyrkir hóta NATO-ríkjum
Tyrkir munu koma í veg fyrir á ný áætlun um varnir Eystrasaltsríkja og Póllands nái fram að ganga ef Atlantshafsbandalagið viðurkennir ekki YPG, vopnaðar sveitur Kúrda í Sýrlandi, sem hryðjuverkasamtök.
03.12.2019 - 09:37
Deilur innan Nató setja svip sinn á 70 ára afmælið
Fulltrúar ríkja Atlantshafsbandalagsins funda í dag í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því að bandalagið var stofnað. Fundurinn fer fram í Englandi. Talið er að deilur milli Frakka og Tyrkja setji svip sinn á fundinn.
03.12.2019 - 06:50
Tyrklandsforseti segir Frakklandsforseta heiladauðan
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, réðst harkalega á Emmanuel Macron Frakklandsforseta í sjónvarpsávarpi í dag. Sagði hann Macron heiladauðan og beindi því til leiðtoga annarra Atlantshafsbandalagsríkja að láta athuga hvort eins væri ástatt með þá.
29.11.2019 - 13:51
Boðar aukin framlög til NATO
Það þjónar hagsmunum Þjóðvarja að standa vörð um Atlantshafsbandalagsins, meira en í Kalda stríðinu. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í morgun.
27.11.2019 - 09:14
NATÓ hvetur Tyrki til hófsemdar
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, kveðst hafa alvarlegar áhyggjur af hernaðaraðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi. Hann ræddi málið í dag við Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í Istanbúl.
Myndband
Árleg hryðjuverkaæfing haldin á Íslandi í dag
Allir helstu sprengjusérfræðingar Atlantshafsbandalagsins taka nú þátt í æfingu hér á landi. Meira en 600 tilbúnar sprengjur verða aftengdar. Yfirliðþjálfi í breska hernum segir aðstæður til þjálfunar hér einstaklega góðar.
12.09.2019 - 21:39
Noregur
Óvenju mikil umferð rússneskra herflugvéla
Norski flugherinn sendi í þrígang orrustuþotur á loft í gær til að fylgjast með ferðum rússneskra herflugvéla meðfram Noregsströndum, og hrekja þær úr norskri lofthelgi ef með þyrfti. Til þess kom þó ekki. Norsku þoturnar voru á vegum Atlantshafsbandalagsins í þessum aðgerðum.
09.08.2019 - 01:18
Loftrýmisgæsla við Ísland hefst á nýjan leik
Atlantshafsbandalagið hefur á næstu dögum aftur loftrýmisgæslu við Ísland er flugsveit bandaríska flughersins kemur til landsins. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu.
Greindu óvart frá staðsetningu kjarnavopna
Skýrsla sem unnin var fyrir Atlantshafsbandalagið og birt fyrir mistök virðist hafa staðfest opinbert leyndarmál, bandarísk kjarnavopn eru geymd í fimm ríkjum bandalagsins.
17.07.2019 - 04:45
Fréttaskýring
Óttast hervæðingu Rússa á norðurslóðum
Formaður nefndar breska þingsins um heimskautasvæðin hefur áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum og segir hernaðarumsvif þeirra hafa aukist verulega á síðustu tveimur til þremur árum.
15.05.2019 - 20:15