Færslur: Atlantshafsbandalagið

Myndskeið
Samþykktu að bregðast við ógn frá Kínverjum og Rússum
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í dag að bregðast við auknum áhrifum Kína á alþjóðavettvangi. Bandalagið setur líka loftslagsmál á oddinn í nýrri framtíðarsýn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á viðbrögð við loftslagsbreytingum á fundinum. Forsætisráðherra átti einnig fund með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og segir hann hafa verið gagnlegan.
14.06.2021 - 19:45
Myndskeið
Katrín heldur kynjajafnrétti og loftslagsmálum á lofti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um loftslagsmál, kynjajafnfrétti og afvopnun á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag. Katrín segir að margir leiðtogar hafi komið með skilaboð inn á fund Bandaríkjaforseta og Rússlandsforseta sem verður á miðvikudag. Þá hafi leiðtogarnir fagnað því að hittast í eigin persónu en ekki á fjarfundi.
Kína verður ekki hunsað
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið þurfi að takast saman á við áhrif af uppgangi Kína en leggur áherslu á að Kína sé ekki andstæðingur bandalagsins. Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á leiðtogafundinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.
Úkraína þrýstir á inngöngu í Atlantshafsbandalagið
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þrýsti í gær á að Atlantshafsbandalagið leggi línurnar fyrir aðild Úkraínu að bandalaginu sem fyrst. Hann sagði mikilvægan þátt í því að draga úr átökum í Donbas í austanverðri Úkraínu.
07.04.2021 - 06:06
Heimsglugginn
Barist um fisk, flugvelli og námur á Grænlandi
Boðað hefur verið til þingkosninga á Grænlandi þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár. Síðast var kosið á vormánuðum 2018. Aðalmál kosningabaráttunnar verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja alþjóðaflugvalla og námuvinnsla.
Vilja að kjarnorkuveldi viðurkenni afvopnunarsamninginn
56 fyrrum stjórnmálaleiðtogar í þeim ríkjum sem hafa ekki undirritað fyrsta lagalega bindandi kjarnorkuafvopnunarsamninginn hafa ritað opið bréf til leiðtoga þessara sömu ríkja. Þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal bréfritara.
Fundað í NATÓ vegna Navalny málsins
Boðað hefur verið til sérstaks fundar innan Atlantshafsbandalagsins vegna Navalny málsins. Að honum loknum hefur Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri boðað til blaðamannafundar.
04.09.2020 - 06:26
Hvetur Pútín til að halda sig frá Hvíta-Rússlandi
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hvatti í dag stjórnvöld í Moskvu til þess að blanda sér ekki í málefni Hvíta-Rússlands. Þar hafa hörð mótmæli staðið yfir eftir að Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti fyrr í mánuðinum.
Segir enga ástæðu til að efast um mat þýsku læknanna
Vestrænir leiðtogar halda áfram að þrýsta á rannsókn á veikindum rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Rússnesk stjórnvöld segja ekkert benda til þess að um eitrun sé að ræða.
26.08.2020 - 17:25
Segir ótækt að nota NATO sem afsökun fyrir ofbeldi
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fordæmdi það í dag að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi notuðu bandalagið sem afsökun fyrir því að beita mótmælendur í landinu ofbeldi.
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Þingkosningar í Norður-Makedóníu
Norður-Makedónar ganga að kjörborðinu í dag. Nýtt þing og stjórn þurfa að takast á við kórónuveirufaraldur og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.
Rússneskar herflugvélar á eftirlitssvæðinu við Ísland
Óþekktar flugvélar flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins (NATO) hér við land í fyrrinótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni höfðu flugvélarnar hvorki tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjárvara í gangi.
04.07.2020 - 16:39
Kafbátaeftirlitsæfingar NATO á Íslandi annað hvert ár
Kafbátaeftirlitsæfingar Atlantshafsbandalagsins, Dynamic Mongoose, verða framvegis haldnar á Íslandi annað hvert ár. Æfingarnar verða haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi.
25.06.2020 - 12:15
Fækkar verulega í bandaríska herliðinu í Þýskalandi
Bandaríkjaforseti hyggst fækka bandarískum hermönnum í Þýskalandi um meira en helming. Utanríkisráðherra Þýskalands segir að hermennirnir séu þar til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.
Fjögurra vikna sóttkví fyrir loftrýmisgæslu á Íslandi
Ítalski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá og með miðjum júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð ytra áður en hingað er komið. Við komuna til landsins fara þeir aftur í 14 daga sóttkví, eins og allir sem hingað koma þurfa að gera. Verða þeir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan.
Þyrla talin hafa hrapað í Jónahafið með sex innanborðs
Umfangsmikil leit stendur yfir að þyrlu kanadíska flughersins sem hvarf yfir Jónahafi, milli Grikklands og Ítalíu, í gær. Þyrlan tilheyrir kanadísku freigátunni Fredericton, sem tekur þátt í æfingum Atlantshafsbandalagsins á Miðjarðarhafinu þessa dagana. Hún var í eftirlits- og könnunarleiðangri undan ströndum Grikklands þegar hún hvarf af ratsjám og allt samband við hana rofnaði, segir í tilkynningu kanadíska flotans. Leit að þyrlunni hófst þegar í stað.
30.04.2020 - 02:43
Undirbúa framkvæmdir í Helguvík með herskip í huga
Hafnaryfirvöld hjá Reykjaneshöfnum hafa undirbúið möguleikann á því að höfnin í Helguvík geti tekið við stærri og lengri skipum en áður. Þá er sérstaklega horft til þess að herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins geti haft þar aðstöðu.
20.04.2020 - 07:12
Norður-Makedónía á leið inn í NATO
Í gær var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir aðild Norður-Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu þegar efri deild spænska þingsins lagði blessun sína yfir inngöngu landsins í NATO.
18.03.2020 - 08:54
Fréttaskýring
Mikilvægi Norður-Atlantshafsins
Norður-Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Nú hefur ógnin breyst, smærri en tæknilega vel þróaður floti Rússa getur ráðist á flutningaleiðir úr meiri fjarlægð, segir bandaríski her- og flotafræðingurinn Magnus Nordenman.
10.03.2020 - 11:13
Fagna samkomulagi við talibana
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fagnar samkomulagi Bandaríkjamanna og talibana um að draga úr hernaðarumsvifum í Afganistan í eina viku. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag kvaðst hann vonast til þess að þetta skref ætti eftir að leiða til varanlegs friðar í landinu.
Norðmenn frumsýna nýja orrustuþotu á Íslandi
Norski herinn hefur fengið nýja F-35 orrustuþotu í flota sinn, en fyrsta verkefni nýju þotunnar utan Noregs verður á Íslandi í mars.
Skora á Írana að halda aftur af sér
Atlantshafsbandalagið hefur frestað þjálfun írakskra hermanna um óákveðinn tíma. Skorað er á ráðamenn í Íran að binda enda á ofbeldisverk og ögranir og koma þannig í veg fyrir að spenna aukist enn frekar í Miðausturlöndum. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna minnir Bandaríkjamenn og Írana á að báðar þjóðir eiga aðild að samningnum um vernd menningarminja.
Ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum
Sendiherrar Atlantshafsbandalagsríkja hittast á aukafundi í dag í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel vegna ástandsins sem hefur skapast í Miðausturlöndum eftir að Bandaríkjaher tók íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af lífi fyrir helgi. AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni að ákvörðun um aukafund hafi verið tekin eftir að Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri ráðfærði sig við fulltrúa aðildarríkjanna.
06.01.2020 - 08:47
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.