Færslur: Antonio Guterres

Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst jafnframt umhugað um að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Öryggisráðið hyggst funda um mannúðarmál í Úkraínu
Til stendur að efna til opins fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Tilgangur fundarins er að ræða hnignandi stöðu mannúðarmála í tengslum við stríðsátökin í Úkraínu.
Öryggisráðið gefur út varfærna yfirlýsingu um innrásina
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út yfirlýsingu um innrásina í Úkraínu, í fyrsta sinn síðan Rússar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.
Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Skutu á Kænugarð þegar Guterres var þar í heimsókn
Rússneski herinn skaut tveimur flugskeytum á skotmörk í miðborg Kænugarðs á meðan Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var þar í heimsókn. Úkraínuforseti segir árásinni ætlað að „niðurlægja Sameinuðu þjóðirnar.“
Átta milljónir Úkraínumanna á flótta fyrir árslok
Allt útlit er fyrir að yfir átta milljónir Úkraínumanna flýi land á þessu ári vegna stríðsins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að þörf sé á hátt í tveimur milljörðum dollara til að styrkja fólk sem heldur til í nágrannaríkjunum.
Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp
Í dag hefst þriðji mánuður innrásar Rússa í Úkraínu. Þúsundir liggja í valnum og milljónir eru á vergangi innanlands eða hafa flúið land. Fjöldi borga í Úkraínu er rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir rússneska innrásarhersins sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi.
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Zelensky krefst enn fundar með Pútín
Úkraínuforseti kallar enn eftir fundi með Rússlandsforseta. Hann gagnrýnir ennig þá fyrirætlan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að heimsækja Moskvu á þriðjudag áður en hann heldur til Kyiv.
Guterres leitar leiða til að koma á friði í Úkraínu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í næstu viku en áður heldur hann til fundar við Vladimír Pútín forseta Rússlands.
Framkvæmdastjóri SÞ til fundar við Pútín
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heldur til Moskvu í næstu viku til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Dmitry Peskov, blaðafulltrúi rússnesku ríkisstjórnarinnar, staðfesti við RIA Novosti fréttastofuna að hann væri væntanlegur á þriðjudaginn kemur. Hann á fund með Sergei Lavrov utanríkisráðherra. Einnig hittir hann Vladimír Pútín forseta í ferðinni. 
Hútar boða þriggja daga vopnahlé í Jemen
Leiðtogi uppreisnarmanna Húta í Jemen hefur boðað þriggja daga vopnahlé í átökum við fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins. Hann gefur jafnvel í skyn að varanlegur friður kunni að vera í boði. Með skilyrðum.
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna
Talibanar sterklega grunaðir um aftökur án dóms og laga
Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna leiðir í ljós að sterkar líkur séu á að Talibanar og samverkamenn þeirra hafi myrt á annað hundrað fyrrverandi ríkisstarfsmenn, liðsmenn öryggissveita afganska ríkisins og fólk sem starfaði fyrir erlend ríki.
Tugir fórust í loftárás á fangelsi í Jemen
Minnst sjötíu manns fórust í loftárás Sádi-Araba á fangelsi í norðanverðu Jemen í dag og á annað hundrað særðust. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásina og segir hana brot á alþjóðalögum.
22.01.2022 - 00:20
Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Guterres í einangrun vegna hættu á COVID-19 smiti
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verður í sóttkví næstu daga þar sem starfsmaður sem hann hafði umgengist töluvert greindist með COVID-19 fyrir skemmstu. Guterres, sem er 72 ára gamall, hefur afboðað komu sína á alla fundi og samkomur sem hann ætlaði sér að sækja í eigin persónu á næstunni, segir í frétt AFP.
Hvetur súdönsk stjórnvöld til að virða tjáningarfrelsi
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stjórnvöld í Súdan til að virða tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla. Hann segir ríkið afar fjandsamlegt í garð blaðamanna.
Beirút: Segja SÞ hunsa beiðnir um aðstoð við rannsókn
Sameinuðu þjóðirnar eru ásakaðar um að hafa hunsað bréf frá aðstandendum þeirra sem létust þegar gríðarleg, mannskæð sprenging varð á hafnarsvæðinu í Beirút höfuðborg Líbanon í ágúst á síðasta ári.
Fjöldi fólks handtekinn í Eþíópíu undanfarnar vikur
Fjöldi fólks hefur verið handtekinn í Eþíópíu frá því að stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í landinu fyrir tveimur vikum. Þeirra á meðal eru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres
Harmar skort á pólitískum vilja til brýnna aðgerða
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina enn ramba á barmi loftslagshamfara og harmar að ekki hafi reynst pólitískur vilji á loftslagsráðstefnunni í Glasgow til að stíga þau skref sem nauðsynleg eru í baráttunni gegn hlýnun Jarðar. Jafnvel þótt staðið verði við öll gefin fyrirheit, segir Guterres, muni losun halda áfram að aukast og hlýnun Jarðar fara yfir tvær gráður á þessari öld.
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnar Súdan leystir úr haldi
Abdel Fattah Burhan hershöfðingi, leiðtogi valdaráns hersins í Súdan fyrirskipaði í dag að fjórir borgaralegir ráðherrar skyldu látnir lausir. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við hann í dag og krafðist þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju.
Guterres: Hættum að umgangast náttúruna eins og salerni
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að kolefnisfíkn mannkynsins hafi ýtt því fram á barm hengiflugs. „Við stöndum frammi fyrir afdráttarlausu vali: annað hvort stöðvum við þetta eða það stöðvar okkur. Það er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra. Hættum að drepa okkur á kolefni. Hættum að umgangast náttúruna eins og salerni,” sagði Guterres í opnunarræðu á COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag.
G20: Ræða loftslagsmál og endurreisn efnahagslífsins
Búist er við að endurreisn efnahags heimsins eftir kórónuveirufaraldurinn og baráttan við loftslagsvána verði helstu umræðuefni leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heimsins nú um helgina. G20 ráðstefnan hefst í Róm höfuðborg Ítalíu í dag.
Herinn hvattur til stillingar meðan á mótmælum stendur
Boðað hefur verið til fjöldafunda í Súdan í dag til að andæfa valdatöku hersins. Valdaráninu hefur verið mótmælt um allan heim en herinn hrifsaði til sín öll völd í landinu 25. október síðastliðinn og handtók fjölda ráðamanna. Öryggissveitir hersins eru hvattar til að sýna stillingu meðan á mótmælum stendur.
30.10.2021 - 03:23