Færslur: Annalena Baerbock

Forsætisáðherra Ísraels vill stöðva kjarnorkusamning
Forsætisráðherra Ísraels vill að helstu iðnríki heims hætti við að gera kjarnorkusamkomulag við Írani. Ráðherrann kom til Þýskalands í gær þar sem hann hyggst sannfæra ráðamenn um að óráð sé að ljúka samkomulaginu.
Zelensky: „Undanhald Rússa sýnir þeirra bestu hlið“
Velheppnuð gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv sýnir að mögulegt er að hafa betur gegn innrásarher Rússa. Þó þarfnast Úkraínumenn frekari hernaðarstuðnings og vopna, að sögn utanríkisráðherra landsins. Úkraínuforseti segir undanhald Rússa sýna þeirra bestu hlið.
Þjóðverjar heita áframhaldandi stuðningi við Úkraínu
Þýska ríkisstjórnin heitir áframhaldandi efnahags- og hernaðarstuðningi við Úkraínu í innrásarstríðinu við Rússa. Aðstoðinni verður haldið áfram næstu ár ef þörf krefur.
Gagnrýndi Vesturlönd og fór snemma af G20-fundi
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, yfirgaf utanríkisráðherrafund G20-ríkjanna á Balí í Indónesíu nokkru áður en honum lauk. Áður sagði hann kollegum sínum að það sem stefnir í að verða alþjóðlegur matvælaskortur verði ekki rakið til innrásar Rússa í Úkraínu og að refsiaðgerðir Vesturlanda sem miða að því að einangra þá jafngildi nánast stríðsyfirlýsingu.
09.07.2022 - 08:16
Lavrov mættur á utanríkisráðherrafund G20 á Balí
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er mættur til indónesísku eyjarinnar Balí, þar sem hann mun taka þátt í utanríkisráðherrafundi G20-ríkjanna, 20 stærstu iðnríkja heims, í dag og á morgun. Nokkurs taugatitrings gætir í aðdraganda fundarins vegna þátttöku Lavrovs í skugga Úkraínustríðsins.
07.07.2022 - 07:05
Harðir bardagar í Donbas og deilur um korn og hafnbann
Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta Úkraínu í gærkvöld og nótt, þar sem Úkraínuher hefur átt fullt í fangi með að verjast þungri sókn Rússa. Stjórnvöld í Rússlandi vísa allri ábyrgð á yfirvofandi matarskorti í heiminum á bug.
Zelensky vill funda með Pútín
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, vill gjarnan funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta um stöðu mála í austurhéruðum Úkraínu, þar sem fjöldi vopnahlésbrota hefur verið framinn síðustu daga og við landamærin, þar sem hátt á annað hundrað þúsunda rússneskra hermanna er við æfingar.
Hvetja vestræn ríki til ákveðni og staðfestu
Utanríkisráðherra Úkraínu hvetur vestræn ríki til árverkni og staðfestu í samningaviðræðum við Rússa. Fjöldi ráðamanna hyggst sækja Úkraínu heim á næstu dögum.
Fréttaskýring
Harðar deilur um Úkraínu
Óttast er að átök kunni að brjótast út á milli Rússa og Úkraínumanna. Um 130 þúsund rússneskir hermenn hafa verið sendir að landamærum Úkraínu. Rússar hafa sett fram kröfur um að Úkraína gangi aldrei í Atlanthafsbandalagið og vilja lagalega bindandi skriflega yfirlýsingu. Fundir ráðamanna Rússlands og vestrænna ríkja hafa engum árangri skilað. Spennan er slíkt að sumir óttast að átök geti hafist fyrir slysni. Bogi Ágústsson fjallaði um Úkraínudeiluna í Heimskviðum.
Hóta að hætta við Nord Stream 2 ráðist Rússar á Úkraínu
Hin mikilvæga en umdeilda gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands, Nord Stream 2, verður ekki tekin í notkun ef Rússar valda frekari stigmögnun Úkraínudeilunnar, samkvæmt samkomulagi þýskra og bandarískra stjórnvalda. Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja og nýr utanríkisráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag.
12.12.2021 - 23:38
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris Johnson með vindinn í fangið
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra. Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Raunveruleg ógn af falsfréttum í Þýskalandi
Falsfréttir og rangar fullyrðingar eru algengar í þýskum fjölmiðlum í aðdraganda þingkosninga í landinu 26. september. Jafnaðarmenn standa best að vígi samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.
Forysta Jafnaðarmanna í Þýskalandi eykst
Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Þýskalandi bendir til þess að Jafnaðarmenn njóti mest fylgis meðal kjósenda fyrir kosningarnar 26. september. Samkvæmt þessari nýju könnun styðja 25 prósetnt kjósenda Jafnaðarmannaflokkinn SPD. 20,5 prósent styðja bandalag kristilegu flokkanna, CDU/CSU, og 16 Græningja.
Fréttaskýring
Scholz þótti standa sig best
Skyndikönnun sem gerð var eftir sjónvarpskappræður kanslaraefna í Þýskalandi í gærkvöld bendir til þess að kjósendum þyki Jafnaðarmanninn Olaf Scholz hafa staðið sig best. Þjóðverjar kjósa 26. september, daginn eftir alþingiskosningar á Íslandi.