Færslur: Amnesty International

Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Aftökum í heiminum fækkar á milli ára
Aftökum fækkaði um fimm prósent milli ára samkvæmt opinberum tölum og hafa ekki verið færri í tíu ár. Þeim fjölgaði hins vegar verulega í Sádi Arabíu og Írak. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International um dauðarefsingar á síðasta ári.
Eftirlitskapítalisminn ógnar frelsi mannsins
Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og bókin Öld eftirlitskapítalismans, The Age of surveillance capitalism, eftir hina bandarísku Shoshönu Zuboff. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem nýting gagna til svokallaðrar atferlismótunar getur haft í för með sér. Að hennar mati er frelsi mannsins í húfi.
Lögregla gerði húsleit hjá Indlandsdeild Amnesty
Indverska alríkislögreglan, CBI, gerði í gær húsleit á tveimur skrifstofum Indlandsdeildar alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Réðust fulltrúar CBI til inngöngu í skrifstofur samtakanna í Nýju Delí og Bengaluru, að sögn til að leita gagna sem tengjast rannsókn á meintum brotum samtakanna á reglum um erlenda fjármögnun.
„Jörðin þarfnast ekki björgunar“
Í dag hlýtur Greta Thunberg og hreyfing skólabarna, Fridays for Future, æðstu viðurkenningu Amnesty International titilinn Samviskusendiherra samtakanna 2019 fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum. Af þessu tilefni mun Íslandsdeild Amnesty International veita fjórum samtökum hérlendis viðurkenningu.
16.09.2019 - 13:01
FIFA leitar liðsinnis mannréttindasamtaka
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að leita til mannréttindasamtaka áður en ákvörðun verður tekin um að fjölga liðum í heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022. FIFA telur nauðsynlegt að í það minnsta eitt nágrannaríki Katars verði gestgjafi mótsins.
28.04.2019 - 07:39
Dauðarefsingum í heiminum hefur fækkað
Dauðarefsingum fækkaði á síðasta ári og voru aftökur um þriðjungi færri í fyrra en á árinu á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Amnesty International. Þar segir að dauðarefsingar hafi verið á undanhaldi í heiminum.
10.04.2019 - 00:31
Bréf til bjargar baráttukonum
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International efnir til bíósýningar í Bíó Paradís þriðjudagskvöld í tilefni alþjóðlegrar herferðar Amnesty International, Bréf til bjargar lífi.
05.11.2018 - 17:05
Byssur ofar mannréttindum í Bandaríkjunum
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty segja Bandaríkjastjórn hafa leyft byssuofbeldi að ógna mannréttindum í landinu. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að á einhvern hátt sé öllum þáttum í lífi Bandaríkjamanna ógnað af óheftum aðgangi að byssum, og engin löggjöf virðist í augsýn.
13.09.2018 - 05:10
Amnesty: Stríðsglæpir framdir í Jemen
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að ástandið í suðurhluta Jemen sé afar slæmt og þar fremji hersveitir Sameinuðu arabísku furstadæmanna og her Jemen fremji þar gróf mannréttindabrot á borð við kerfisbundin mannrán og pyntingar.
12.07.2018 - 18:02
Dauðadómur yfir nítján ára konu ógiltur
Áfrýjunardómstóll í Súdan hefur ákveðið að ógilda dauðadóm yfir ungri konu sem varð eiginmanni sínum að bana. Konan heldur því fram að maðurinn hafi nauðgað henni en hún var dæmd til dauða með hengingu í síðasta mánuði. Konan, sem heitir Noura Hussein og er nítján ára, var þess í stað dæmd til fimm ára fangelsis eftir að réttað var yfir henni í dag.
27.06.2018 - 03:23
Aftökum og dauðadómum fækkar á milli ára
Aftökum á vegum hins opinbera fækkaði í heiminum í fyrra miðað við árið 2016. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty. Mestu munar um að þau ríki þar sem flestum dauðarefsingum er fullnægt, Íran, Sádi Arabía og Pakistan, framkvæmdu færri slíkar í fyrra en árið áður.
Fjölskyldur eiga rétt á útskýringum
Mannréttindasamtökin Amnesty krefjast þess að stjórnvöld í Nígeríu rannsaki óútskýrð mannshvörf í landinu. Benda samtökin sérstaklega á hvarf um 600 sjíta-múslima sem ekkert hefur spurst til.
30.08.2017 - 05:52
Gagnslausir múrar, lögbrot og skortur á mannúð
Evrópusambandið hefur brugðist við auknum straumi flóttamanna með ómannúðlegum hætti. Með því að reisa veggi og gera ólöglegan samning við Tyrkland um móttöku flóttafólks. Ef sambandið gerir fleiri slíka samninga er úti um Flóttamannasáttmála Sameinuðu þóðanna. Þetta segir Anna Shea, sérfræðingur hjá mannréttindasamtökunum Amnesty International.