Færslur: aðskilnaðarsinnar

Zelensky segir sprengjuárás á fangelsi stríðsglæp Rússa
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir sprengjuárás sem gerð var á fangelsi í Donetsk-héraði síðastliðna nótt vera stríðsglæp sem Rússar frömdu af ráðnum hug.
Borgin Lysytsjansk fallin í hendur Rússa
Úkraínski herinn hefur staðfest að borgin Lysytsjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði í landinu austanverðu, sé fallin í hendur rússneska innrásarliðsins. Úkraínuforseti heitir því að herliðið snúi aftur.
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Mikið mannfall í loftárásum austanvert í Úkraínu
Loftárásir Rússa í austanverðri Úkraínu urðu 21 almennum borgara að bana í dag og hið minnsta 27 særðust. Um það bil mánuður er síðan jafnmargir almennir borgarar fórust á einum degi. Brottflutningur fólks úr Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol hélt áfram í dag.
Rannsaka hvort Rússar beittu efnavopnum í Mariupol
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti kveðst vera uggandi yfir mögulegum efnavopnaárásum Rússa og að fregnum af mögulegum undirbúningi slíkra árása beri að taka afar alvarlega. Enn hefur ekki fengist staðfest hvort efnavopnum hafi verið beitt í landinu.
Zelensky hvetur Rússa enn til friðarviðræðna
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti krefst þess að Rússar semji um frið en segir jafnframt að Úkraínumenn láti engin landsvæði af hendi í þeim tilgangi að koma á friði. Þetta var meðal þess sem fram kom í miðnæturávarpi Zelenskys í kvöld.
Rússum brýnt að ná yfirráðum Mariupol
Rússar hafa dögum saman látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Mariupol í Donetsk héraði sunnanvert í Úkraínu. Í borginni bjuggu á fimmta hundrað þúsund fyrir innrásina en hún er tíunda stærsta borg landsins. Íbúarnir eru að stærstum hluta rússneskumælandi.
Tryggja áframhaldandi vopnahlé í austurhluta Úkraínu
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna sammæltust í dag um að virða vopnahlé Úkraínustjórnar og aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússum. Átök brutust út í austurhluta Úkraínu árið 2014 en vopnahléssamkomulag náðist 2015.
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn
Rússar virðast vera að skipuleggja innrás í Úkraínu á fjórum vígstöðvum í einu. Allt að 175 þúsund vel vopnum og tækjum búnir rússneskir hermenn í 100 herfylkjum hafa komið sér fyrir við landamæri ríkjanna.
Blinken og Lavrov funda í Stokkhólmi vegna Úkraínu
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov rússneskur starfsbróðir hans hittast í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar á fimmtudag í tengslum við ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Ætlun þeirra er að ræða málefni Úkraínu.
Úkraínskur hermaður féll í árás aðskilnaðarsinna
Úkraínskur hermaður féll og tveir særðust í átökum við sveitir aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu í dag. Rússar neita öllum ásökunum um uppbyggingu herafla við landamærin að Úkraínu en Bandaríkjamenn segjast fylgjast náið með framvindu mála.
08.11.2021 - 00:42
Viðræður hefjast milli Spánarstjórnar og Katalóna
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fundar með Pere Aragones leiðtoga heimastjórnar Katalóníu á morgun, miðvikudag um samband héraðsins við ríkisstjórnina í Madrid. Ekki er talið að viðræðurnar skili árangri enda eru sjónarmið nánast óásættanleg.