Alvöru gamaldags hjólaskautar eru ekkert endilega gamaldags enda hellingur af fólki sem fer reglulega á hjólaskauta. Ein þeirra er Margrét Hólmgeirsdóttir en hún er ein þeirra sem halda utan um Hjólaskautafélagið og hjólaskautahöllina í Reykjavík. Við heyrum í Margréti sem ætlar að segja okkur betur frá hjólaskautalífinu.
Þegar hágæða grænar samgöngur milli höfuðborgarsvæðis og Keflavíkur eru nefndar sér fólk eflaust fyrir sér einhverskonar lest sem færi hratt og örugglega á milli. Hvort það sé raunhæfur möguleiki er eitt af því sem verður rætt á opnum fundi á fimmtudag. Innviðaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Kadeco, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum standa sameiginlega að fundinum þar sem stendur til að velta upp hinum ýmsu möguleikum í þessum efnum. Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur verður þar fundarstjori. Hún kemur til okkar ásamt Degi B. Eggertssyni.
John Kirby, talsmaður þjóðröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í gær engan efa í sínum huga að Íranir ættu einhvern hlut að máli varðandi árás Hamas á Ísrael. Hins vegar hefðu ekki enn fundist áþreifanleg sönnunargögn þess efnis. Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Íransstjórn sverji af sér alla aðild en lýsi stuðningi við árásina. Við ætlum að ræða tengsl Írans og Palestínu við Kjartan Orra Þórsson, kennara við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Írans.
Í nýjasta tölublaði breska tímaritsins The Economist er fjallað um hot desking, það er þegar starfsfólk á ekki sitt borð á vinnustað heldur vinnur þar sem pláss er hverju sinni, og hótelvæðingu vinnustaða, að starfsfólk þurfi í auknum mæli að bóka borð og fundarrými. Þá er fjallað um vinnustaðapólitíkina sem þessu tengist - að reyndara starfsfólk og eldra eigi frekar sitt borð sem enginn annar þorir að setjast við. Við ætlum að ræða þessa þróun við Adriönu Karólínu Pétursdóttur, formann Félags mannauðsfólks.
Í gær ræddum við við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, sem er búsett í París um faraldur veggjalúsa sem valdið hefur miklum usla þar og í Lundúnum. Karl Skírnisson, sníkjudýrafræðingur, hefur skrifað um sögu veggjalúsa hér á landi og við ætlum að ræða stöðuna hér heima við hann eftir fréttayfirlitið hálf níu.
Guðmundur Jóhannsson tæknikarl kemur til okkar að ræða þróun gervigreindar í nýjustu gerðum myndavélasíma.
EMILÍANA TORRINI - Jungle Drum.
Una Torfadóttir - Þú ert stormur.
MADNESS - Our House.
Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.
Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.
CELEBS - Dómsdags dans.
HJALTALÍN - We Will Live For Ages.
KUSK & ÓVITI -