• 00:25:34Endurskin
  • 00:36:07Málfarið
  • 00:50:53Myndasaga
  • 01:04:02Fæðingarorlof
  • 01:18:33CCP fékk vottun
  • 01:28:43Pálmi Sigurhjartar með nýtt lag

Morgunútvarpið

26. nóv - Endurskin, málfar, myndasaga, fæðingarorlof, CCP og Pálmi

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa hafa tekið höndum saman og gefa um þessar mundir 70.000 endurskinsmerki. Félagar í Landsbjörg um land allt sjá um dreifinguna og fylgja að sjálfsögðu öllum reglum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir, sem flækir málin auðvitað. En það er dimmt úti þessi dægrin og mest öll hreyfing landans felst í gönguferðum og útivist. Þá sem aldrei fyrr skipta endurskinsmerkin máli. Við heyrðum í Gunnari Geir Gunnarssyni hjá Samgöngustofu sem veit meira.

Anna Sigríður Þráinsson var með málfarspistil á fimmtudegi að venju.

Magnús Björn Ólafsson, var á línunni en hann gaf nýverið út teiknimyndasögu um unga perlukafarann Maram sem lifir í nánum tengslum við hafið. Það hefur hinsvegar gengið á ýmsu við að fá bókina hingað frá eistneskri prentsmiðju, upplagið ónýtt og þá þurfa menn að redda sér. Magnús Björn segir okkur frá þessu.

Gró Einarsdóttir, doktor í félagssálfræði, var á línunni hjá okkur en hún skrifaði grein á dögunum vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á fæðingarorlofi en samþykkt var í ríkisstjórn að 12 mánuðum yrði skipt jafnt á milli foreldra og að annað foreldrið gæti síðan framselt hinu foreldrinu einn mánuð. Skiptar skoðanir eru um málið á alþingi en Gró er eindregið þeirrar skoðunar að skiptinginu eigi að vera sú að hvort foreldri fái fjóra mánuði og að þeir ráði þeir síðan hvernig fjórum mánuðum verði skipt. Hún útskýrði hversvegna henni finnst það besta leiðin.

Tölvuleikjafærirtækið CCP hlaut á dögunum vottun sem frábær vinnustaður frá Great place to work sem er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu. Erna Arnardóttir, mannauðsstjóri CCP, sagði okkur hvað þetta þýðir fyrir CCP og útá hvað vottunin gengur.

Tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjartarson, sem þekktur er meðal annars sem meðlimur í Sniglabandinu, hefur verið að vinna að sólóplötu undanfarið ár. Í dag frumfluttum við lag sem Björgvin Halldórsson syngur á plötunni. Við spurðum Pálma líka út í 35 afmæli Sniglabandsins sem er um þessar mundir.

Tónlist:

Á móti sól - Hvar sem ég fer

Lay Low - By and by

Auður - Fljúgðu dúfa

Prefab Sprout - Appetite

Bubbi Morthens - Sól rís

Fleetwood Mac - Little lies

Coney island babies - Swirl

Of monsters and men - Visitor

Pálmi Sigurhjartarson og Björgvin Halldórsson - Viltu vera

Rag n bone man - Human

Birt

26. nóv. 2020

Aðgengilegt til

24. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir