Leikirnir okkar

Ísland – Frakkland á Ólympíuleikunum 2012

Íslenska liðið hefur sjaldan litið jafn ógnarsterkt út og á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hver andstæðingurinn á fætur öðrum var sigraður og eftir nauman eins marks sigur á Svíþjóð gat íslenska liðið svo gott sem tryggt sigur í riðlinum með sigri á Frakklandi. Frakkar voru ríkjandi Ólympíumeistarar og heimsmeistarar. Í Koparkassanum í London voru Frakkar lagðir velli, hefnd fyrir 2008. Ísland vann riðilinn og flaug í 8-liða úrslit. Stjörnurnar á þessu móti voru Aron Pálmarsson, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson, svo einhverjir séu nefndir.

Frumsýnt

12. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi

Leikirnir okkar

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.

Þættir

,