Landakort

Þvottavélin Þörf

Um miðja síðustu öld hóf uppfinningamaðurinn Alexander Einbjörnsson smíða handknúnar þottavélar sem hann nefndi Þörf. Þvottavélin þótti mikil bylting og Alexander seldi yfir eitt þúsund vélar sem notaður voru víða í sveitum, allt þar til rafmagn kom á bæina. „Það var auðvitað mikið talað um þessa vél því húnn seldist mjög mikið skilst manni,“ segir Örn Alexandersson, sonur Alexanders. Örn er of ungur til muna eftir vélinni sem faðir hans seldi í yfir þúsund eintökum en hann smíðaði þær allar sjálfur.

Frumsýnt

27. sept. 2022

Aðgengilegt til

15. júní 2024
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Þættir

,