17:25
Leikirnir okkar
Ísland – Pólland á EM 2010

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.

Dramatík er ofnotað orð þegar íþróttaleikir eru ræddir. Þetta orð þarf að spara fyrir leik eins og bronsleik EM 2010 milli Íslands og Póllands. Ekki nóg með að íslenska liðið hafi í fyrsta sinn unnið til verðlauna á Evrópumóti, heldur ól þessi leikur af sér eitt magnaðasta leikbragð íslenskrar íþróttasögu: „Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann??“ Alexander Petersson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og fór á þessum árum mikinn með liðinu ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni, Arnóri Atlasyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Ólafi Stefánssyni og fleirum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 29 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
,