
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er dauðhræddur um að háa tónlistinn sem sonur hans spilar úr hátalaranum muni breyta krökkunum í uppreisnarmenn! Hann verður að slökkva á tónlistinni áður en það verður of seint!
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Ný sería um hinn vinsæla Bjössa Brunabangsa! Í þessari seríu fylgjumst við með hetjunni Bjössa brunabangsa, sem elskar að keyra slökkviliðsbíl og slökkva elda. Á hverjum einasta degi leysir hann spennandi verkefni með hjálp frá samstarfsfólki sínu.
Jöklarnir hafa hopað og allar þjóðsagnaverurnar úr gömlu bókunum eru komnar fram í dagsljósið. Ormhildur og Albert gamli leggja af stað í leiðangur með Guðrúnu og Brynhildi. Þau ætla að fremja galdraseið til að kveða vættirnar aftur inn í jöklana. Allt fer á hliðina þegar Albert er tekinn höndum og hópurinn hrapar í fjallinu. Á ferðalaginu uppgötvar Ormhildur að hún býr yfir leyndum hæfileika og kemst að því að töfraverurnar eru ekki allar þar sem þær eru séðar.
Ormhildur neitar að veiða múshveli í súpuna hans Alberts og Hallgrímur ákveður að reka þau á dyr. Til að komast hjá því leggur Albert af stað í hættulega skoffínveiðiferð. Ormhildur finnur slasað skoffín og kemst að því að hún er sú eina sem þolir banvænt augnaráð þess. Bilaði verndargripurinn hans Alberts gæti verið þeirra eina von.
Heimildarþáttaröð um sögu hljóðversins Hljóðrita sem var stofnað árið 1975 og varð fljótt að einu áhrifamesta upptökuveri Íslands. Í hálfa öld hefur Hljóðriti verið vettvangur fyrir breiða flóru tónlistarmanna, en nýjum tímum fylgja nýjar áskoranir. Leikstjóri: Árni Þór Jónsson. Framleiðsla: Republik.
Halldór G. Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, hefur hljóðritað 30 þúsund raddir Íslendinga sem hljóma sem bakraddir í laginu Ísland. Verkefnið var unnið á þremur árum og lauk í maí 2014.
Dagskrárgerð: Jóhannes Kr. Kristjánsson og Jóhannes Tryggvason.
Þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Kaffi er í stóru hlutverki í matarsögunni og þá sérstaklega sikkorí-rótin sem var þurrkuð, mulin og ristuð svo úr varð kaffibætir til að drýgja kaffi. En hvað var bannað að borða? Hrossakjötsát var t.a.m. bannað um tíma nema í algjörri neyð. Garðrækt tekur á sig mynd og fyrsta íslenska kartaflan lítur dagsins ljós.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í júlí 1939, rétt áður en seinni heimsstyrjöldin hófst, kom Eva Braun, eiginkona Adolfs Hitlers, til Íslands með þýska skemmtiferðaskipinu Milwaukee. Í þættinum er skoðaður farþegalisti sem sagður er vera frá þessari ferð, en þar er að finna nöfn allra sem voru um borð. Við fjöllum um Íslandsferð Evu og einstakar kvikmyndir sem hún tók hér á landi.
Leikir í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir EM í handbolta 2026.
Leikur Frakklands og Íslands á æfingamóti í Frakkland. Leikurinn er liður í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir EM í handbolta 2026.

Sögur eru alls staðar í kringum okkur. Þær eru ekki aðeins í bókum, bíómyndum og á leiksviðinu heldur líka í daglega lífinu, eins og í skólanum eða á íþróttavellinum. Í aðdraganda HM 2018 tengjum við saman bolta og bækur með því að sameina landsliðsfólk í fótbolta og landslið barnabókarithöfunda í umfjöllun um bolta og bækur. Auk þess fylgjumst við með æsispennandi keppni þar sem tíu krakkar keppast um að fá að vera boltaberi Íslands á HM.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þessum þætti töfra Ylfa og Máni fram æðislega góðar og einfaldar ræskrispískökur.
Hér er uppskriftin:
200gr suðusúkkulaði
100 gr mjúkt smör
100 gr síróp
120 gr ræs krispís/kornflex
Aðferð:
Bræddu saman súkkulaði og smjör í potti við lágan hita.
Bættu sírópi og ræs krispís / kornflexi saman við
Settu deigið í möffinsform og/eða lítið kökuform.
Kældu í 1 klst
Bræddu hvítt súkkulaði í potti við lágan hita og skreyttu kökuna þegar hún er orðin köld.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Finni Krumpa prumpuskrímsli fólk í vanda, tekur hún til sinna handa. Hún sturtar í sig nokkrum rúsínum og þá þýtur hún prumpandi af stað. Hún flýgur um allt, hátt og lágt með prumpuský í eftirdragi. Best að halda niðri í sér andanum skyldi hún fljúga fram hjá!
Þriðja þáttaröð þessara stórbrotnu náttúrulífsþátta með David Attenborough um Jörðina, náttúru hennar og dýralíf á öllum árstíðum. Þættirnir eru talsettir á íslensku en sýndir með ensku tali á RÚV 2.
Heimildarþáttaröð um sögu hljóðversins Hljóðrita sem var stofnað árið 1975 og varð fljótt að einu áhrifamesta upptökuveri Íslands. Í hálfa öld hefur Hljóðriti verið vettvangur fyrir breiða flóru tónlistarmanna, en nýjum tímum fylgja nýjar áskoranir. Leikstjóri: Árni Þór Jónsson. Framleiðsla: Republik.

Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Draumar og raunveruleiki renna saman hjá Ditte þegar álagið eykst í kjölfar þess að hún er orðin aðalbjargvættur samfélagsins í húsinu. Gamlir félagar úr dönsku leyniþjónustunni skjóta upp kollinum og vilja kúga Ditte til að taka að sér afar vandasamt verkefni.

Frönsk gamanmynd frá 2021. Auðkýfingurinn Claude Tranchant og eiginkona hans skipuleggja stórveislu á setri sínu á frönsku rívíerunni. Þegar Claude fer að gruna að til standi að myrða eiginkonu hans ræður hann seinheppinn lögregluþjón frá París til að rannsaka málið. Leikstjóri: Nicolas Benamou. Aðalhlutverk: Christian Clavier, Benoît Poelvoorde og Thierry Lhermitte. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Dramatík er ofnotað orð þegar íþróttaleikir eru ræddir. Þetta orð þarf að spara fyrir leik eins og bronsleik EM 2010 milli Íslands og Póllands. Ekki nóg með að íslenska liðið hafi í fyrsta sinn unnið til verðlauna á Evrópumóti, heldur ól þessi leikur af sér eitt magnaðasta leikbragð íslenskrar íþróttasögu: „Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann??“ Alexander Petersson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og fór á þessum árum mikinn með liðinu ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni, Arnóri Atlasyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Ólafi Stefánssyni og fleirum.

Leikir í bikarkeppni karla í körfubolta.
Leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í 8-liða úrslitum VÍS-bikarkeppni karla í körfubolta.

Þriðja þáttaröð þessara stórbrotnu náttúrulífsþátta með David Attenborough um Jörðina, náttúru hennar og dýralíf á öllum árstíðum.

A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Dreams and reality begin to blur for Ditte as the pressure mounts from becoming the building community’s main saviour. Old colleagues from the Danish intelligence service resurface, aiming to coerce Ditte into taking on an extremely difficult assignment.

Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson sérfræðingar Stofunnar á RÚV fara yfir víðan völl í upphitun fyrir EM karla í handbolta 2026. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Óvæntur leynigestur mætir á svæðið, Aron Pálmarsson, einn besti leikmaður Íslands fyrr og síðar. Farið verður um víðan völl, íslenska liðið í dag, hvar hann sér okkar möguleika, sögur og augnablik úr ferlinum.