14:35
Matarsaga Íslands (3 af 7)

Þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.

Kaffi er í stóru hlutverki í matarsögunni og þá sérstaklega sikkorí-rótin sem var þurrkuð, mulin og ristuð svo úr varð kaffibætir til að drýgja kaffi. En hvað var bannað að borða? Hrossakjötsát var t.a.m. bannað um tíma nema í algjörri neyð. Garðrækt tekur á sig mynd og fyrsta íslenska kartaflan lítur dagsins ljós.

Er aðgengilegt til 11. janúar 2027.
Lengd: 37 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,