Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Ísafjarðarbæjar og Reykjavíkur.
Lið Ísafjarðarbæjar skipa Sunna Dís Másdóttir blaðamaður og bóksali, Jóhann Sigurjónsson, læknir og Pétur Magnússon smiður.
Lið Reykjavíkur skipa Óttarr Ólafur Proppé borgarfulltrúi og dægurlagatextasmiður. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir laganemi, borðtennisþjálfari og Gettu-betur þjálfari og Börkur Gunnarsson, rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þáttaröð um leikið efni í Sjónvarpinu. Sýnd eru brot úr leikritum og listamenn sem tengjast verkunum segja frá. Dagskrárgerð: Hallmar Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson.
Í þessum þætti er sýnt úr verkunum Lénharður fógeti, Nakinn maður og annar í kjólfötum, Þættir úr félagsheimili, Fastir liðir eins og venjulega og Sigla himinfley. Sögumenn eru Edda Björgvinsdóttir, Erlendur Sveinsson, Guðný Halldórsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Sveinn Einarsson og Þráinn Bertelsson.
Þættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson.
Tobias fæddist á Íslandi árið 2009, en móðurmál hans er þýska. Tobias les mikið og var ekki lengi að klára að lesa þær bækur sem honum fannst áhugaverðar á skólabókasafninu. Hann segir að íslenska sé skemmtilegt tungumál að læra og endalaust hægt að leika sér með málið.

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Finnskir þættir um Nooa, trans mann sem þráir að eignast barn og ákveður að hefja tæknifrjóvgunarferli. Á sama tíma og hann glímir við tilfinningasveiflurnar sem fylgja hormónameðferðinni þarf hann að takast á við fordóma samfélagsins.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Augu umheimsins hvila á Washington, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti, fundar með Vlodomir Zelensky, forseta Úkraínu, og í kjölfarið leiðtogum helstu Evrópuríkja, og reynir að finna málamiðlanir að friðarsamkomulagi við Rússa. Úkraínumenn eru uggandi eftir fund Trump með Pútín Rússlandsforseta á föstudag og óttast að Trump sé reiðubúinn að gefa of mikið eftir.
Alþingismennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, voru gestir Kastljóss.
Þriðja þáttaröðin um hringfarann Kristján Gíslason og ævintýraleg ferðalög hans um heiminn á mótorhjóli. Árið 2019 fór hann niður Afríku og á ferðalaginu fær hann að reyna allt frá borgarastríði til stórbrotinnar náttúru, kynnist einstökum ættbálkasamfélögum og kemst í kynni við einhver hættulegustu dýr heims.
Í öðrum þætti fer Kristján Gíslason um heim faraóanna og skoðar stórkostlegar fornminjar í Egyptalandi. Það var ekki tekið út með sældinni og hann var í lögreglufylgd nær allan tímann. Ekki tók betra við í Súdan þegar Kristján hjólaði beint inn í borgarastyrjöld og öll öryggistilfinning hvarf á svipstundu. Hann hafði ekki hugmynd hvernig eða hvenær hann kæmist burt frá landinu.
Finnsk leikin þáttaröð um fasteignasalann Lindu. Eiginmaðurinn fer frá henni og skilur hana eftir í skuldasúpu. Til þess að viðhalda lífsstíl sínum neyðist Linda til að gerast drottning undirheimanna. Aðahlutverk: Laura Malmivaara, Katja Küttner og Minna Haapkylä. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga.

Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Dönsk heimildarþáttaröð í fimm þáttum. Í þáttunum er fylgst með tveimur fjölskyldum sem eiga trans börn. Hverjar eru áskoranirnar sem þau mæta og hvernig höndla foreldrar umskipti sonar eða dóttur frá einu kyni til annars?