
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Tara tölvuskrímsli er pínulítil tölvuleikjaóð vera. Hún nærist á þungu lofti og svita og það besta sem hún veit eru innipúkar sem hanga í tölvuleikjum. Þegar hennar versti óvinur, ferskt loft mætir, þá flýr hún langt, langt í burt. En hvurt?
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti ætlar Ævar að skoða orku. Við notum laufblásara til að búa til svifbretti, vísindamaður dagsins er Niels Bohr sem kom að þróun kjarnorkusprengjunnar, Sprengju-gengið mætir á svæðið, heimsækjum Orkuverið Jörð og skoðum dýr í útrýmingarhættu.
Sænsk heimildarmynd um veitingastaðinn Frantzén / Lindeberg í Stokkhólmi. Staðurinn hefur verið sæmdur tveimur Michelin-stjörnum og náði 20. sæti á lista yfir bestu veitingastaði heims. Fjallað er um sköpunarferlið við gerð staðarins og matseðilsins og rýnt í hvað felst í velgengninni.
Viðtalsþáttur þar sem við kynnumst lífi og störfum tónlistarmannsins Magnúsar Eiríkssonar. Hann á að baki langan og farsælan feril í íslensku tónlistarlífi og eftir hann liggja tugir stórsmella sem flestir Íslendingar þekkja. Þann 1. desember síðastliðinn var hann heiðraður með Þakkarorðu íslenskrar tónlistar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Viðtals- og tónlistarþáttur þar sem rætt er við tónlistarhetjur níunda áratugarins, Midge Ure úr Ultravox, Tony Hadley úr Spandau Ballet og Nik Kershaw, um feril þeirra og tíðarandann í Brelandi á áttunda og níunda áratugnum. Einnig eru sýnd brot frá 35 ára afmælistónleikum Todmobile í Eldborg í Hörpu haustið 2023 þar sem þremenningarnir fluttu sína helstu slagara ásamt SinfoniaNord á sannkölluðum stórtónleikum. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
Heimildarmynd um Echan Deravy sem gengur berfættur þvert yfir Ísland og aftur tilbaka í þeim tilgangi að sýna fólki fram á mikilvægi jarðtengingar. Við kynnumst lífi hans í Japan og fylgjum honum frá Þingvöllum norður Kjöl til Skagafjarðar. Þaðan fylgjum við honum suður Sprengisand og Fjallabaksleið til Víkur í Mýrdal. Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Handrit: Steingrímur Jón Þórðarson og Gunnar Sigurðsson.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Jónas Árnason, rithöfundur og alþingismaður, fæddist á Vopnafirði 1923 en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1942 og nam síðar við Háskóla Íslands og í Bandaríkjunum. Jónas var skemmtilegur penni og einstakur söngtextahöfundur og sendi frá sér fjölmargar bækur og leikrit.
Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.

Jöklarnir hafa hopað og allar þjóðsagnaverurnar úr gömlu bókunum eru komnar fram í dagsljósið. Ormhildur og Albert gamli leggja af stað í leiðangur með Guðrúnu og Brynhildi. Þau ætla að fremja galdraseið til að kveða vættirnar aftur inn í jöklana. Allt fer á hliðina þegar Albert er tekinn höndum og hópurinn hrapar í fjallinu. Á ferðalaginu uppgötvar Ormhildur að hún býr yfir leyndum hæfileika og kemst að því að töfraverurnar eru ekki allar þar sem þær eru séðar.
Ormhildur neitar að veiða múshveli í súpuna hans Alberts og Hallgrímur ákveður að reka þau á dyr. Til að komast hjá því leggur Albert af stað í hættulega skoffínveiðiferð. Ormhildur finnur slasað skoffín og kemst að því að hún er sú eina sem þolir banvænt augnaráð þess. Bilaði verndargripurinn hans Alberts gæti verið þeirra eina von.
Velkomin til Eplabæjar. Eplabær er svo daufur og óspennandi að hann hefur verið tekinn út af landakortum. En ef betur er að gáð fela jafnvel mestu leiðindin í sér ævintýri. Stundum getur ómerkilegasti staðurinn orðið vettvangur stórkostlegra uppátækja – ef ímyndunaraflið fær að ráða.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Fótboltakappinn Hermann Hreiðarsson er Eyjapeyi fram í fingurgóma. Fyrir nokkrum árum flutti hann aftur til Vestmannaeyja. Viktoría Hermannsdóttir röltir með Hermanni um æskuslóðir hans.

Rómantísk gamanmynd frá 2010. Pistlahöfundurinn Lane fær tækifæri til að skrifa grein fyrir tískutímarit um hvernig eigi að finna ástina á vinnustaðnum. Í rannsóknarskyni ræður hún sig í vinnu hjá fjármálafyrirtæki með því að ljúga til um bakgrunn sinn og áætlanir. Leikstjóri: Gil Junger. Aðalhlutverk: Hilary Duff, Chris Carmack og Michael McMillian.

Kvikmynd frá 2014 um Nathan, hlédrægan og félagslega einangraðan dreng með einstaka stærðfræðigáfu. Þegar hann er valinn í breska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í stærðfræði tekur líf hans nýja stefnu. Leikstjóri: Morgan Matthews. Aðalhlutverk: Asa Butterfield, Rafe Spall og Sally Hawkins. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ditte Jensen uppgötvar að nýju nágrannar hennar eru ekki fullkomnir. Þetta er fólk sem glímir við ýmis vandamál og persónugalla og er greinilega hjálparþurfi. Hún þarf líka að horfast í augu við drauga fortíðar sem ásækja hana bæði í vöku og draumi. Og svo er það kötturinn. Ditte á auðveldara með að takast á við hann, því hún er fullkomin, eða næstum því.
Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Eftirminnilegur stórsigur á Danmörku á heimsmeistaramótinu 1986 í Sviss. Ísland jafnaði á mótinu besta árangur liðsins frá upphafi á HM með 6. sætinu. Helstu hetjur liðsins þarna voru m.a. Alfreð Gíslason, Kristján Arason, Einar Þorvarðarson, Þorgils Óttar Mathiesen, Þorbjörn Jensson, Guðmundur Guðmundsson, Jakob Sigurðsson og margir, margir fleiri.
A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Ditte Jensen discovers that her new neighbors are far from perfect. They are people struggling with various problems and personality flaws, clearly in need of help. She also has to confront the ghosts of her past, which haunt her both awake and in her dreams. And then there’s the cat. Ditte finds it easier to deal with him, because she is perfect - or almost.