16:05
Íslendingar
Jónas Árnason

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Jónas Árnason, rithöfundur og alþingismaður, fæddist á Vopnafirði 1923 en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1942 og nam síðar við Háskóla Íslands og í Bandaríkjunum. Jónas var skemmtilegur penni og einstakur söngtextahöfundur og sendi frá sér fjölmargar bækur og leikrit.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 54 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,