13:40
Kastljós
Afsögn ríkislögreglustjóra, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar SÞ
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tilkynnti í morgun afsögn sína, tveimur vikum eftir að Spegillinn sagði frá viðskiptum embættisins við ráðgjafafyrirtækið Intra fyrir 160 milljónir á fimm ára tímabili. Sigríður hverfur til starfa í dómsmálaráðuneytinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var gestur Kastljóss og ræddi afsögn lögreglustjórans og svigrúm ráðherra til að taka á málum embættismanna sem gerast uppvísir um ámælisverða framkomu.

Filippo Grandi hefur verið framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í áratug. Á þeim tíma hefur hann orðið vitni að tvöföldun á fjölda flóttafólks í heiminum. Hann lætur af embætti um áramót og segir skort á samstöðu meðal þjóða vera eitt helsta áhyggjuefni sitt. Við ræddum við framkvæmdastjórann, sem var staddur á Íslandi á dögunum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,