Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Einhver eru kannski farin að huga að jólagjafakaupum og konfektvali nú þegar styttist í aðventuna. Við slógum á þráðinn til Benjamíns Julian, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, spurðum hann hvað jólin 2025 kæmu til með að kosta og fengum hjá honum neytendaráð inn í afsláttatíð nóvembermánaðar.
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnráðgjafi hefur sett af stað undirskriftasöfnun fyrir þau sem vilja seinka klukkunni. Hún segir vísindaleg gögn styðja óyggjandi að breytingin myndi stuðla að bættri lýðheilsu en stjórnvöld þráist við.
Kjartan Logi Sigurjónsson hefur slegið í gegn með grínmyndböndum á samfélagsmiðlum. Hann á ekki langt að sækja grínið og glensið því Sigurjón Kjartansson fóstbróðir og tvíhöfði er pabbi hans. Bergsteinn hitti Kjartan.
