Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tilkynnti í morgun afsögn sína, tveimur vikum eftir að Spegillinn sagði frá viðskiptum embættisins við ráðgjafafyrirtækið Intra fyrir 160 milljónir á fimm ára tímabili. Sigríður hverfur til starfa í dómsmálaráðuneytinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var gestur Kastljóss og ræddi afsögn lögreglustjórans og svigrúm ráðherra til að taka á málum embættismanna sem gerast uppvísir um ámælisverða framkomu.
Filippo Grandi hefur verið framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í áratug. Á þeim tíma hefur hann orðið vitni að tvöföldun á fjölda flóttafólks í heiminum. Hann lætur af embætti um áramót og segir skort á samstöðu meðal þjóða vera eitt helsta áhyggjuefni sitt. Við ræddum við framkvæmdastjórann, sem var staddur á Íslandi á dögunum.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Akraness og Reykjavíkur.
Lið Akranes skipa Valgarður Lyngdal Jónsson grunnskólakennari og bæjarfulltrúi á Akranesi, Vilborg Guðbjartsdóttir grunnskólakennari og bæjarfulltrúi á Akranesi og Vífill Atlason nemi.
Lið Reykjavíkur skipa Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur og Akraness, Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ og Vera Illugadóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson yfirheyrir íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Íslendingar elska sveitina. Það er afskaplega stutt í gúmmítútturnar og lopapeysuna í þjóðarsálinni. Þá spillir ekki fyrir að geta gripið í nokkra angurværa sveitasöngva - helst með banjóið og kjöltugítarinn innan seilingar.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Tvö ár frá því Grindavík var rýmd 2. Fellaskóli vann Skrekk
Umsjón: Embla Bachmann.
Fyrsta þáttaröð Með okkar augum, þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr þeirra spurninga sem því eru hugleiknastar hverju sinni. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Þættir frá 2011.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Einhver eru kannski farin að huga að jólagjafakaupum og konfektvali nú þegar styttist í aðventuna. Við slógum á þráðinn til Benjamíns Julian, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, spurðum hann hvað jólin 2025 kæmu til með að kosta og fengum hjá honum neytendaráð inn í afsláttatíð nóvembermánaðar.
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnráðgjafi hefur sett af stað undirskriftasöfnun fyrir þau sem vilja seinka klukkunni. Hún segir vísindaleg gögn styðja óyggjandi að breytingin myndi stuðla að bættri lýðheilsu en stjórnvöld þráist við.
Kjartan Logi Sigurjónsson hefur slegið í gegn með grínmyndböndum á samfélagsmiðlum. Hann á ekki langt að sækja grínið og glensið því Sigurjón Kjartansson fóstbróðir og tvíhöfði er pabbi hans. Bergsteinn hitti Kjartan.
Íslenskir heimildarþættir um náttúruhamfarir á Norðurlöndunum og viðbrögð við þeim. Náttúruhamfarir eru nú þegar orðnar tíðari og ofsafengnari um allan heim vegna loftslagsbreytinga. Hvað má læra af því hvernig tekist er á við skógarelda í Finnlandi, skriðuföll í Noregi, sjávarflóð í Svíþjóð, ofsarigningu í Danmörku og jarðskjálfta, eldgos og snjóflóð á Íslandi? Hvernig drögum við úr skaðanum og aukum seiglu og viðnámsþrótt samfélaga til að takast á við þessar hættur?
Breskir sakamálaþættir um lögregluna í Belfast. Álagið sem fylgir því að vera fyrsti viðbragðsaðili á vettvang er gríðarlegt og hætturnar miklar. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Martin McCann. Leikstjóri: Gilles Bannier. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Pólsk heimildarmynd frá 2023 um skipulagðar ferðir til stríðshrjáðra svæða fyrir ferðamenn í leit að spennu og öfgakenndri reynslu. Í gegnum þennan ferðaiðnað mætast ólíkir heimar ferðmanna og heimamanna sem ekki hafa val um aðstæður sínar. Leikstjóri: Vita Maria Drygas. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.