Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Aðalmeðferð í Þorlákshafnarmálinu svokallaða, þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars, hélt áfram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma. Lýsingar á ofbeldisverkum eru hrottafengnar og málið hefur vakið mikinn óhug. Sakborningar segja að um tálbeituaðgerð hafi verið að ræða sem hafi farið úr böndunum. Gestir Kastljós eru Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
