
Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Bretlands og Litáen á EM karla í körfubolta.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Aðalmeðferð í Þorlákshafnarmálinu svokallaða, þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars, hélt áfram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma. Lýsingar á ofbeldisverkum eru hrottafengnar og málið hefur vakið mikinn óhug. Sakborningar segja að um tálbeituaðgerð hafi verið að ræða sem hafi farið úr böndunum. Gestir Kastljós eru Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Svartfjallalands og Þýskalands á EM karla í körfubolta.
Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Jónas Sen ræðir við Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara.

Dönsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem heilasérfræðingurinn Peter Lund Madsen hittir fólk sem hefur þurft að gjalda þess að hafa ofreynt sig andlega.
Peter Lund Madsen heimsækir Carsten Rasmussem sem greindist með streitu fyrir einu og hálfu ári síðan vegna of mikils álags í daglegu lífi.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Gurrý hugar að uppskerunni og því sem fylgir haustinu í garðinum. Sultun og súrsun eru m.a. gerð góð skil og eins sýnir Gurrý hvernig standa skal að frágangi jurta og plantna fyrir veturinn.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að koma börnum sínum í bólið. Sonur hans vill sofa með hryllilegu dúkkuna sína, og um tíma heldur Eddi að dúkkan sé á lífi. Hann verður að bjarga börnum sínum frá undarlegu dúkkunni!

Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.

Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Sigrún Ágústsdóttir hefur tamið sér að segja alltaf já við skemmtilegum hugmyndum. Hún fer reglulega í sjósund, gengur á fjöll og eftir að hún hætti að vinna sem leikskólakennari er hún dugleg að ferðast. Til að fjármagna ferðalögin hefur hún tekið að sér ýmis fyrirsætustörf og minni leikhlutverk og lék nýverið í þáttunum True Detective. Sigrún hefur aðstoðað innflytjendafjölskyldur á Íslandi að aðlagast landi og þjóð auk þess sem hún hefur verið svokölluð „amma að láni“.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Grunnskólar landsins hófu göngu sína á ný í vikunni eftir sumarfrí. Mikið hefur verið rætt um skólakerfið að undanförnu og skiptar skoðanir eru á því í hvaða farvegi það er. Engin samræmd próf hafa verið lögð fyrir í nokkur ár en nýr matsferill verður loksins tekinn í gagnið á þessu skólaári. Rætt er um skólamálin við Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, og Atla Harðaron, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands í þættinum.
Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Í þættinum ræðum við meðal annars við nýjan rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, smökkum krásir á veitingastaðnum Ráðagerði á Seltjarnarnesi og stingum höfðinu ofan í Vatnshelli í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrifavaldana og parið Morten og Fredrik sem dreymir um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Dag einn hefur Nanna samband við þá og býðst til að ganga með barn fyrir þá eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag sem breytir lífi þeirra allra.
Sænsk þáttaröð byggð á sögu eftir Ingmar Bergman. David verður ástfanginn af eiginkonu besta vinar síns og samband þeirra hefur örlagaríkar afleiðingar fyrir fjölskyldur þeirra beggja. Aðalhlutverk: Frida Gustavsson, Gustav Lindh og August Wittgenstein.
Heimildarþáttaröð um Adolf Hitler þar sem stuðst er við viðtöl við fólk sem þekkti Hitler náið til að draga upp mynd af því hver hann var í raun og veru. Þættirnir gerast í öfugri tímaröð og byrja þegar Þýskaland er í rústum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans. Aðalhlutverk: Lena Endre, Bianca Kronlöf, Alexander Karim, Johannes Kuhnke og Angunnguaq Larsen. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Þættirnir eru að mestu teknir upp á Íslandi og eru samframleiðsluverkefni á milli Sagafilm og Yellowbird í Svíþjóð með stuðningi frá RÚV. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Bresk heimildarmynd þar sem sjónvarpskonan Sarah Beeny skoðar hvaða þróun hefur orðið á meðferðum við brjóstakrabbameini í Bretlandi á undanförnum árum á sama tíma og hún undirgengst sjálf krabbameinsmeðferð.

Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Svíþjóðar og Finnlands á EM karla í körfubolta.