17:25
Landakort
Talaði við sjómennina er þeir börðust fyrir lífi sínu
Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Frásögn Ragnhildar Guðmundsdóttur, ritsímaritara sem var á vakt í Loftskeytastöðinni á Ísafirði 4. febrúar 1968 þegar ofsaveður gekk yfir landið og stóð í tvo daga. Fjölmörg skip voru á sjó og eftir því sem leið á daginn og nóttina varð veðrið sífellt verra. Á þriðja tug togara slógust við ísingu í eins stigs frosti og fárviðri. 26 skipverjar af þremur bátum létust í óveðrinu sem teygði sig yfir tvo daga.

Var aðgengilegt til 26. maí 2023.
Lengd: 6 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,