14:50
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Við fjöllum um franska stórrithöfundinn Honoré de Balzac í Kilju vikunnar. Balzac skrifaði ótal bækur, drakk mikið kaffi og átti stormasama ævi, en bækur hans eru magnaðar samtímalýsingar og sjónarspil. Öldungurinn Sigurjón Björnsson hefur undanfarin ár þýtt margar helstu sögur Balzacs og er enn að - 96 ára gamall. Við heimsækjum Sigurjón. Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík, segir okkur frá gestum hátíðarinnar sem haldin verður í apríl. Í Bókum og stöðum förum við norður á Vatnsnes og í Hörgárdal á slóðir skáldkonunnar Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum. Þær Sunna Dís Másdóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir bregða sér á bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda og velja sér bækur til lestrar - og hið sama gerir umsjónarmaður þáttarins.

Var aðgengilegt til 25. febrúar 2024.
Lengd: 39 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,