12:25
Kastljós
Una Torfa, verkföll í sögulegu ljósi
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Tónlistarkonan Una Torfa hefur verið á miklu flugi að undanförnu. Hún sló í gegn með laginu Fyrrverandi og fyrsta plata hennar, Flækt, týnd og einmana, var ein af plötum ársins á árinu sem leið. Una hamrar járnið á meðan það er heitt og er strax byrjuð á næstu plötu. Kastljós dró upp nærmynd af söngkonunni.

Um fátt annað er rætt þessa dagana en verkföll og áhrif þeirra á daglegt líf. En það er ekkert nýtt að verkföll setji samfélagið úr skorðum. Við ræðum við Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing og rifjum upp nokkrar sögulegar verkfallsaðgerðir.

Var aðgengilegt til 25. febrúar 2024.
Lengd: 13 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,