09:20
Stundin okkar
Hver stal kökunni II, klarinett og Lamington kaka.
Stundin okkar

Bolli og Bjalla eyða Stundinni okkar úr manna minnum og þurfa að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir að hún gleymist að eilífu.

Þau ferðast í gegnum sögu Stundarinnar okkar og hitta þar fyrrverandi þáttastjórnendur, þá Gunna og Felix, Björgvin Franz, Sigyn Blöndal, Flakkarann og fleiri góðkunningja.

Ætli Bolla og Bjöllu takist að bjarga Stundinni okkar fyrir jól eða ætli þau eyði jólunum líka?

Þetta er síðasti þáttur ársins og ráðgátan ógurlega um kökuna í krúsinni heldur áfram .

Bjarmi klárar heimaverkefnið sitt um skólahljómsveitina, þegar hann fræðist um Klarinett og krakkarnir í Heimilisfræði ferðast til Ástralíu og útbúa einn vinsælasta eftirrétt Ástrala, Lamington köku.

Var aðgengilegt til 25. febrúar 2024.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,