09:55
Kveikur
Menningar­verð­mæti og íslenskir vegir
Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.

Íslensk menningarverðmæti eru víða í hættu. Þetta sýnir rannsókn Kveiks, meðal annars á aðstæðum í nokkrum af stærstu söfnum landsins. Dæmi eru um að ómetanlegar þjóðargersemar séu geymdar þar sem ýmist er ekkert slökkvikerfi eða hætta er á vatnsflóði-nema hvort tveggja sé. Við skoðum líka íslenska vegakerfið. Það eru engin nýmæli að malbik og klæðningar á vegum skapi hættu. Vegir eru holóttir, það eru djúp hjólför í þeim og stundum verða þeir hálir á heitum sumardögum. En hvers vegna er þetta svona? Erum við svona léleg í að leggja vegi? Hvað þarf að gera til að bæta ástandið?

Var aðgengilegt til 09. október 2021.
Lengd: 33 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,