Kveikur reyndi að hafa samband við alla þá sem nefndir eru í umfjölluninni með ítrekuðum símtölum, skilaboðum og póstsendingum.
Samherjaskjölin
Viðbrögð
Samherjaskjölin
Viðbrögð
Svör bárust samstarfsfjölmiðlum Kveiks frá tveimur af hákörlunum svokölluðu. Engin efnisleg svör bárust frá Samherja né einstaka starfsmönnum fyrirtækisins.
Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra Namibíu hafnar því að hafa þegið fjármuni frá Samherja, og vísar til þess að öll hans fjármál séu í umsjá James Hatuikulipi, frá því Sacky tók við embætti. Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við Samherja. Öll hafi þau samrýmst embættisskyldum hans.
Tamson Hatukulipi segir ekkert óeðlilegt við hundruð milljóna ráðgjafagreiðslur til félaga á sínum vegum. Hann hafi aðstoðað Samherja í að komast í tengsl við kvótahafa í landinu, og það hafi ekkert með tengdaföður hans að gera.
Samskipti RÚV við Samherja
Þann 15. október sendi Kveikur tölvupóst til Samherja þar sem óskað var eftir viðtali við forstjóra fyrirtækisins. Henni var fljótt hafnað en hún ítrekuð engu að síður.
Viðtalsbeiðni til Samherja 15. október 2019.
25. október sendi Kveikur aðra viðtalsbeiðni og með fylgdi ítarlegt yfirlit um efni umfjöllunar.
Ítrekuð viðtalsbeiðni til Samherja 25. október 2019.
Í kjölfarið áttu eftirfarandi bréfaskipti sér fram:
Bréf Samherja til RÚV 6. nóvember 2019.
Bréf RÚV til Samherja 7. nóvember 2019.
Bréf Samherja til RÚV 8. nóvember 2019.
Bréf RÚV til Samherja 9. nóvember 2019.
Bréf Samherja til RÚV 10. nóvember 2019.
Bréf RÚV til Samherja 11. nóvember 2019.
Þann 28. nóvember sendi Kveikur frá sér yfirlýsingu vegna ítrekaðra yfirlýsinga Samherja.
Yfirlýsing Kveiks vegna athugasemda Samherja 28. nóvember 2019.