Matargat

Ræskrispís kökur

Í þessum þætti töfra Ylfa og Máni fram æðislega góðar og einfaldar ræskrispískökur.

Hér er uppskriftin:

200gr suðusúkkulaði

100 gr mjúkt smör

100 gr síróp

120 gr ræs krispís/kornflex

Aðferð:

Bræddu saman súkkulaði og smjör í potti við lágan hita.

Bættu sírópi og ræs krispís / kornflexi saman við

Settu deigið í möffinsform og/eða lítið kökuform.

Kældu í 1 klst

Bræddu hvítt súkkulaði í potti við lágan hita og skreyttu kökuna þegar hún er orðin köld.

Frumsýnt

7. apríl 2021

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Matargat

Matargat

Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á elda og baka ýmislegt góðgæti.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir

Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.

Þættir

,