Hvar erum við núna?

Nesti náttúrunnar

Sumarið er tíminn, segja allir jurtasérfræðingar landsins! Þá er matarkistan stútfull og hægt safna allskonar góðum fjallagrösum, berjum, sveppum til elda með, búa til te og jafnvel lækningaseyði og smyrsl. En hvernig veit maður hvað borða og hvað ekki? Við hittum jurtasérfræðingana og vinkonurnar Matthildi og Heklu Sif en þær hafa lært heilmargt af mömmu Heklu, henni Sillu. Jói gluggar í gamla jurtalækningabók og Ingibjörg dregur fram fróðleik um göldróttar plöntur! Þjóðsagan segir af tveimur mönnum sem lentu í ævintýrum þegar þeir voru safna fjallagrösum. Í spurningakeppninni í lokin kemur svo í ljós hver veit mest um nesti náttúrunnar....ja, eða hlustaði best á þáttinn!

Birt

23. júní 2021

Aðgengilegt til

23. júní 2022
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.