Hvar erum við núna?

Norðvesturland

Í þessum þætti ferðumst við um Norðvesturland, frá miðjum Tröllaskaga og Hrútafirði. Sérfræðingar þáttarins koma frá sitthvoru bæjarfélaginu á Norðvesturlandi, en það eru þau Anton frá Skagaströnd og Valdís Freyja frá Hvammstanga. Þau segja okkur frá alls kyns skemmtilegum og áhugaverðum stöðum til heimsækja á ferð um svæðið. Þjóðsaga þáttarins fjallar um svarta og loðna krumlu sem á skjótast út úr berginu í Drangey í Skagafirði og skera á reipin hjá þeim sem þar voga sér klifra. Við ráðleggjum ykkur passa ykkur á krumlunni og hlusta líka vel eftir áhugaverðum staðreyndum í þættinum því það gæti komið sér vel í spurningakeppninni í lokin!

Birt

18. júní 2020

Aðgengilegt til

18. júní 2022
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.