Hvar erum við núna?

Höfuðborgarsvæðið

Í þessum þætti ferðumst við um höfuðborgarsvæðið en þar sameinast sveitafélögin Mosfellsbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í eitt stórt svæði þar sem meirihluti þjóðarinnar býr. Þjóðsaga þáttarins gerist í Reykjavíkurtjörn en þar er sagt gamlar kerlingar hafi rifist svo mikið þær breyttu öllum fallega silungnum í tjörninni í......(ööhh..við segjum ekki svarið hér. Hlustið bara á söguna!). Sérfræðingar þáttarins koma víða af höfuðborgarsvæðinu en það eru þau Ómar Smári úr Grafarvogi, Anna Elísabet frá Seltjarnarnesi, Gunnar Karl frá Álftanesi og Valgerður Kristín frá Hafnarfirði. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

Birt

18. júní 2020

Aðgengilegt til

18. júní 2022
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.