Hvar erum við núna?

Austurland

Í þessum þætti ferðumst við um Austurland, frá Höfn í Hornafirði og nesinu sem er svolítið eins og önd í laginu, Langanesi. Við heyrum í Austfirðingunum og sérfræðingum þáttarins, Maríu frá frá Djúpavogi og Ellý frá Eskifirði. Þær fara alveg yfir Austurlandið eins og það leggur sig og gefa okkur góð ferðaráð. Þjóðsaga þáttarins fjallar um ormagang á Austurlandi, því það eru víst risavaxnir ormar sem liggja á gulli bæði í Lagarfljóti og rétt við Papey. Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið forskot í spurningakeppninni í lokin!

Frumflutt

15. júní 2020

Aðgengilegt til

5. júlí 2024
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,