Hvar erum við núna?

Vesturland

Í þessum þætti ferðumst við um Vesturland, frá Dölunum og alveg niður í Hvalfjörð. Sérfræðingur þáttarins, Jón Dagur, kemur frá Stykkishólmi en það er einmitt þar sem hægt er taka ferju og sigla um Breiðafjörðinn til reyna telja allar eyjarnar þar. Hvað ætli þær séu margar? Þjóðsaga þáttarins gerist í Hvalfirði, en það er sko ástæða fyrir því Hvalfjörður heitir það. Rauðhöfði, álagahvalurinn sem við kynntumst í þættinum um Reykjanesskagann, háði nefnilega sitt dauðastríð í Hvalfirði og sagan fjallar um það. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin, og jafnvel plata mömmu og pabba til stoppa á næstu bensínstöð og kaupa ís í verðlaun!

Birt

18. júní 2020

Aðgengilegt til

18. júní 2022
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.