Hvar erum við núna?

Í veiðiferð

Er fiskur í þessari á? En vatninu? Ert þú aflakló? Þá er þessi þáttur eitthvað fyrir þig! Við förum í veiðiferð, stangveiði, fluguveiði, dorgum og gerum allt til þess maríufiskinn! Systkinin Björg Yrsa, Tryggvi Týr og Bjarni Þór hafa farið í veiðiferðir síðan þau fæddust og eru öllum hnútum kunn. Þau kenna okkur kasta línu og hvernig á túnfisk. Veiðiþjóðsögurnar fjalla annars vegar um veiðiþjóf sem stal af göldróttum bónda og hins vegar um tvo silunga, annan loðinn en hinn slímugan og sleipan. Veist þú afhverju ýsa er með svarta rönd? Þá gætir þú nælt þér í stig í spurningakeppninni í lokin!

Frumflutt

21. júní 2021

Aðgengilegt til

1. ágúst 2024
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,