Hvar erum við núna?

Aftur í útilegu

Hvað er skemmtilegra en fara í útilegu á sumrin? EKKERT! Förum aftur í útilegu og leitum uppi skemmtilegustu staðina til tjalda á. Útilegusérfræðingar þáttarins eru Áslaug Nanna og systkinin Unnur Mist og Tristan Þór. Þjóðsögurnar fjalla um frægan dal þar sem stórar tjaldbúðir eru reistar í ágúst á hverju ári og svo útilegumenn, en það eru ekki bara menn sem fara í útilegur...Hver veit mest um útilegur? Það kemur í ljós í spurningakeppninni í lokin!

Birt

16. júní 2021

Aðgengilegt til

16. júní 2022
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.