Hvar erum við núna?

Í útilegu

Í útilegu...nú förum við! Það eru svo mörg flott tjaldstæði á Íslandi það er varla hægt velja. Svo er líka hægt ferðast með alls konar tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagna. Möguleikarnir eru endalausir og við hendum okkur af stað. Útilegusérfræðingar þáttarins gefa okkur góð ráð og segja skemmtilegar sögur úr útilegum en það eru Guðrún Katrín, Katrín Karlinna og systurnar Athena Rós og Hera Kristý. Þjóðsögur þáttarins fjalla um strák sem var togaður út úr tjaldinu sínu og göldróttan biskup sem kann vernda sitt tjald!

Frumflutt

15. júní 2021

Aðgengilegt til

30. júlí 2024
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,