Hvar erum við núna?

Náttúruperlur Norðurlands

Í þessum þætti köfum við dýpra í náttúrufjársjóðskistu Norðurlands. Við ferðumst um fjöll, firnindi, fossa, gil og tröllaslóðir og fáum ábendingar um fallega staði til skoða frá þeim Elísabetu frá Húsavík, Rakel Sonju frá Varmahlíð og Maríon Eddu, Ilmi, Kristínu Leu og Margréti Ósk frá Mývatnssveit. Þjóðsaga þáttarins fjallar um dularfullan klett sem er eins og bátur í laginu. Hvers vegna ætli það sé? Spurningakeppnin er á sínum stað í lok þáttar og það er eins gott hlusta vel á þáttinn því þannig gætuð þið nælt ykkur í aukastig og jafnvel sigrað!

Birt

9. júní 2021

Aðgengilegt til

9. júní 2022
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.