Hvar erum við núna?

Náttúruperlur Suðurlands

Í þessum þætti köfum við dýpra í náttúrufjársjóðskistu Suðurlands. Þar eru heitir hverir, fossar, eldfjöll, stór vötn og djúp gljúfur. Við fáum ábendingar um fallegustu staðina frá heimamönnum en það eru Emil frá Flúðum, Bryndís Ólína frá Reykjanesbæ, Sæmundur Hólm og Guðrún Anna frá Þorlákshöfn, Steingrímur Ari frá Hvolsvelli og Benedikt Júlíus frá uppsveitum Árnessýslu. Þjóðsögur þáttarins fjalla um fjársjóðskistu undir Skógafossi og dularfullan marbendilshlátur. Ef þið hlustið vel gætuð þið unnið spurningakeppnina í lokin!

Birt

7. júní 2021

Aðgengilegt til

7. júní 2022
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.