Innlent

Sjónvarpsfrétt
Sjö verið handteknir í tengslum við hryðjuverkarannsókn
Sjö hafa alls verið handteknir í tengslum við rannsókn ríkislögreglustjóra á ætluðum undirbúningi hryðjuverka. Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að þörfin fyrir rafbyssur hafi aukist með meiri hörku í verkefnum lögreglu. Innleiðingunni verði hraðað en þó ekki á kostnað þjálfunar lögreglumanna.
30.09.2022 - 20:58
„Við viljum bara fá hann heim“
Hann verður að komast aftur heim til Íslands, segir fjölskylda manns sem hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi á Spáni í rúman mánuð. Hún óttast um líf hans og segist koma að lokuðum dyrum hjá yfirvöldum hér á landi, sem neiti að greiða fyrir sjúkraflug. 
30.09.2022 - 19:02
Spegillinn
Hatursglæpir eða hryðjuverk?
Rannsókn á meintri skipulagningu hryðjuverka hér á landi er viðamikil, eftir því sem fram kom á fréttamannafundi lögreglunnar í gær. Lögregla hefur gert 17 húsleitir og lagt hald á fjöldann allan af vopnum. Rannsóknin er sú fyrsta sem ráðist er í hér á landi vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka. Upplýsingar hafa verið af skornum skammti og spurningarnar fleiri en svörin.
Sverrir Guðnason tilnefndur til Emmy-verðlauna
Sverrir Guðnason er tilnefndur til alþjóðlegu Emmy verðlaunanna fyrir leik sinn í Konunglegu leyndarmáli, En kunglig affär. Þar leikur Sverrir ástmann Svíakonungs, Kurt Haijby, sem var síðar dæmdur fyrir að kúga fé út úr sænsku konungsfjölskyldunni.
Kastljós
„Ég byrjaði ekki að skapa fyrr en ég flutti hingað”
Tónlistarkonan Björk gefur út plötuna Fossora í dag, tíundu plötuna á næstum 30 ára ferli. Á bak við tjöldin er breski listamaðurinn James Merry sem hefur starfað með Björk frá 2009.
30.09.2022 - 16:22
Vissi ekki hvern Angjelin ætlaði að hitta í Rauðagerði
Verjandi Shpetim Qerimi, einn fjögurra sakborninga í Rauðagerðismálinu, sagði skjólstæðing sinn ekki hafa haft hugmynd hvern Angjelin Sterkaj væri að fara að hitta þegar þeir óku saman í Rauðagerði kvöldið sem Armando Beqiri var myrtur. Hann hefði haldið að þetta væri einhver fíkniefnaleiðangur. Þá hefði hann ekki gert neina tilraun til að hylja slóð sína.
Morgunútvarpið
Fannst vinnubrögðin sérkennileg og ómarkviss
Eftir síendurteknar synjanir og þversagnakennda endurgjöf hefur Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og handritshöfundur, lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hún hefur staðið í ströngu við að koma kvikmynd sinni á koppinn í tæpan áratug og telur illa að sér og öðrum konum vegið.
30.09.2022 - 15:06
Viðtal
Situr áfram í bæjarstjórn og vill að formaðurinn víki
Brynjólfur Ingvarsson , fyrrverandi bæjarfulltrúi Flokks fólksins á Akureyri, ætlar að sitja áfram í bæjarstjórn sem óháður bæjarfulltrúi, en hann sagði sig úr flokknum á dögunum. Hann segir ekki standa til að ganga aftur í flokkinn eins og stendur, en hann myndi vilja að formaður og varaformaður Flokks fólksins stigu til hliðar vegna stuðnings þeirra við flokkskonurnar.
„Væri væntanlega lélegasti glæpamaður sögunnar“
Geir Gestsson, verjandi Murat Selivrada í Rauðagerðismálinu, fór hörðum orðum um upplýsingaskýrslu lögreglunnar í málinu og kallaði sum atriði í henni hrollvekjandi. Með henni hefði lögreglan brotið gegn hlutlægnisskyldu sinni. „Þessi maður, Murat Selivrada, er saklaus og því ber að sýkna hann.“
Svavar Pétur: Hversdagsleikinn, lífið og dauðinn
Svavar Pétur Eysteinsson tónlistar-, myndlistarmaður og frumkvöðull er látinn, 45 ára að aldri. Svavar Pétur, sem kom fram undir listamannsnafninu Prins Póló, tókst á við spurningar um listina, lífið og erfiða baráttu sína við krabbamein, bæði í viðtölum og sköpunarverkum sínum.
30.09.2022 - 14:21
Vel fylgst með úrkomu á Austfjörðum
Í dag spáir talsverðri úrkomu á Ströndum, Suður- og Austurlandi. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að vel sé fylgst með gangi mála, sérstaklega með tilliti til aurskriða. Rigningarnar muni þó standa stutt og því ekki víst að farið verði upp á gult viðvörunarstig.
30.09.2022 - 14:13
Allir lögreglumenn vissu að Angjelin átti byssu
Steinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu Sofia Carvalho í Rauðagerðismálinu, hafnaði því að framburður hjá skjólstæðingi hans hefði breyst eins og saksóknari hefði fullyrt. Ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna, svo hafið væri yfir allan vafa, að hún hefði átt þátt í morðinu á Armando Beqiri.
Viðtal
Rafmagni hleypt á Hólasandslínu
Hólasandslína, nýjasta háspennulínan í kerfi Landsnets, verður tekin í notkun með formlegum hætti í dag. Þá eykst raforkuöryggi á norðausturhorni landsins til muna og segir forstjóri Landsnets að það verði að einhverju leyti sambærilegt við Suðvesturland.
30.09.2022 - 13:48
„Fjöldahjálparstöð algjört neyðarúrræði"
Í morgun hafði 2,941 komið hingað til lands þar af 1761 frá Úkraínu. Húsnæðismálin eru ennþá flöskuhálsinn. „Þetta verður þyngra með hverjum deginum það er ekkert launungarmál", segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri við móttöku flóttafólks.
Engin hætta á heilsuspillandi metanmengun
Metangas úr gasleiðslum í Eystrasalti hefur ekki heilsuspillandi áhrif. Hluti af menguninni gæti teygt sig inn á norðanvert landið en mengunin yrði hverfandi lítil eða engin. 
30.09.2022 - 12:21
Angjelin hafi haft ástæðu til að óttast um öryggi sitt
Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelin Sterkaj sem var einn sakfelldur fyrir morðið á Armando Beqiri, krafðist þess að refsingin yfir skjólstæðingi hans yrði milduð. Hann sagði Angjelin hafa haft ástæðu til að óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Og að það væri ekki sett fram af neinum illvilja þegar Armando væri sagður hafa tengst skipulagðri glæpastarfsemi, það hefði meðal annars komið fram á blaðamannafundi lögreglu.
30.09.2022 - 12:10
Sagði sakborning hafa svert æru Armando
Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqiri sem myrtur var í Rauðagerði, sagði einn sakborning hafa með framburði sínum í Héraðsdómi Reykjavikur hafa svert æru Armando og slíkt hlyti að vera fátítt í máli eins og þessu.
Nýtt björgunarskip á leið til Vestmannaeyja
Þór, nýtt björgunarskip Landsbjargar, kom til hafnar í Reykjavík í gær. Heimahöfn hans verður í Vestmannaeyjum og verður formleg afhending þar á morgun.
30.09.2022 - 10:45
Rakti hvernig framburðir hefðu breyst í Rauðagerðismáli
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, sagði héraðsdóm hafa litið fram hjá sönnunargögnum á borð við upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn þegar kveðinn var upp dómur í Rauðagerðismálinu. Þá hefði dómurinn ekki litið til þess hvernig framburður sakborninga hefði tekið miklum breytingum þegar þeir voru komnir með bakið upp að vegg.
Finnst dapurt að Jón og Brynjólfur neiti að víkja
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það sé vanvirðing við kjósendur flokksins á Akureyri að Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi og Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi ætli að sitja áfram í bæjarstjórn þrátt fyrir að hafa sagt sig úr flokknum.
Ætla að sitja áfram í bæjarstjórn eftir úrsögn
Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson, fyrrum bæjarfulltrúar Flokks Fólksins á Akureyri ætla sitja sem fastast í bæjarstjórn og nefndum Akureyrarbæjar þrátt fyrir úrsögn þeirra úr flokknum. Þetta segir Jón Hjaltason.
30.09.2022 - 08:21
Handteknir fyrir ólöglega dvöl á Íslandi
Lögregla handtók þrjá einstaklinga vegna gruns um að þeir hafi dvalið of lengi í landinu. Einstaklingarnir voru vistaðir í fangageymslur, sakaðir um ólöglega dvöl í landinu. Að sögn lögreglu verða mál þeirra rannsökuð nánar í dag. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.
148 langreyðar veiddust í sumar
148 langreyðar veiddust á hvalvertíð þessa árs, sem lauk í gær, 100 dögum eftir að hún hófst. Báðum hvalveiðibátum Hvals hf. hefur verið lagt við bryggju í Reykjavík. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Flokkur fólksins
Hjörleifur rekinn en Brynjólfur og Jón hætta
Stjórn Flokks fólksins hefur vikið Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni úr flokknum vegna ósæmilegrar framkomu í garð varabæjarfulltrúa flokksins á Akureyri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Þar kemur einnig fram að þeir Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi og Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi hafi sagt sig úr flokknum og að úrsögn þeirra hafi verið samþykkt.
30.09.2022 - 01:45
Kastljós
Rafbyssur séu engu meiri valdbeiting en notkun kylfa
Í undirbúningi er tilraunaverkefni í notkun lögreglu á rafbyssum. Dómsmálaráðuneytið og lögregla hafa í nokkra mánuði unnið að málinu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að notkun rafvarnarvopna sé álíka valdbeiting og notkun kylfa og jafnvel enn vægara inngrip en það.