Innlent

Hæglætisveður um helgina og áfram hlýtt í veðri
Veðurspá helgarinnar er með besta móti um land allt að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Ísland. Skýjað verður að mestu sunnan og vestan til og stöku skúrir, en víða bjartviðri fyrir norðan og austan.
31.07.2021 - 07:33
Erilsamur sólarhringur að baki hjá Slökkviliðinu
Talsverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins undanfarinn sólarhring. Liðið fór í um 156 sjúkraflutninga, 32 forgangsútköll og 29 vegna COVID-19. Nokkuð var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöld og í nótt.
Andlátum vegna ópíóðafíknar fjölgar ekki hér á landi
Dauðsföllum vegna ópíóðafíknar hefur ekki fjölgað vegna lyfjaeitrunar þrátt fyrir aukna neyslu. Fleiri voru lögð inn á Vog vegna ópíóðafíknar á síðasta ári en árin þar á undan. Yfirlæknir á Vogi telur að þakka megi meðferð og velferðarkerfi að andlátin séu ekki fleiri hér.
Rafmagn að mestu komið á í Bláskógabyggð
Rafmagn er að mestu komið á sumarbústaðabyggðina í Brekkuskógi. Rafmagnslaust varð víða um Bláskógabyggð þegar eldingum laust niður í spenna síðdegis í gær.
Enn rafmagnslaust að hluta í Bláskógabyggð
Enn er rafmagnslaust í hluta Brekkuskógar í Bláskógabyggð þar sem er sumarbústaðabyggð. Verið er að skipta um spenna sem lostnir voru eldingum í dag.
31.07.2021 - 01:28
Sjónvarpsfrétt
Samfylkingin og Framsókn hástökkvararnir
Ríkisstjórnin heldur meirihluta samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast samanlagt með 49,8 prósenta fylgi en það dugar þeim þó til að fá meirihluta þingsæta, 34 af 63.
30.07.2021 - 20:10
Sjónvarpsfrétt
Vilja ólm losna úr einangrun en þurfa að vera þolinmóð
Síminn stoppar ekki hjá covid-göngudeildinni vegna fólks sem vill losna úr einangrun fyrir verslunarmannahelgina. Einangrunartími smitaðra var styttur í dag, að því gefnu að fólk sé einkennalaust og bólusett. Yfirlæknir biður fólk að sýna þolinmæði.
Meira en 200 þúsund skoðað eldgosið
Mikil uppbygging hefur átt sér stað við eldstöðvarnar á Fagradalsfjalli til þess að taka við þeim fjölda fólks sem sækir þær heim á degi hverjum. Bílastæði, kamrar og jafnvel veitingasala, enda margir þyrstir og svangir eftir gönguna.
30.07.2021 - 19:33
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Samfylking og Framsókn bæta við sig
Síminn stoppar ekki hjá covid-göngudeildinni vegna fólks sem vill losna úr einangrun fyrir verslunarmannahelgina. Einangrunartími smitaðra var styttur í dag, að því gefnu að fólk sé einkennalaust og bólusett. Læknir biður fólk að sýna þolinmæði.
30.07.2021 - 18:49
Veiddi sex punda maríulaxinn í sólinni
Rúmlega 300 laxar voru komnir á land úr Elliðaánum í gær. Laxinn er feitur og fallegur og lítið er af smálaxi í ánni. Aðeins er leyft að veiða á flugu og öllum laxi er sleppt.
30.07.2021 - 17:38
Myndskeið
Þrumuveður á Suðurlandi
Eldingum hefur slegið niður í Bláskógabyggð í dag. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar þess efnis og Veðurstofu sömuleiðis.
30.07.2021 - 17:18
Fjórtán daga nýgengi gæti náð nýjum hæðum um helgina
Fjórtán daga nýgengi smita hérlendis verður orðið það mesta frá upphafi faraldursins áður en helgin er úti ef álíka mörg smit greinast á morgun og hinn og verið hefur síðustu daga. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.
30.07.2021 - 17:03
Bræðslan 2021
Mugison tryllti lýðinn á Bræðslunni
Stórsöngvarinn Mugison kíkti við á tónlistarhátíðinni Bræðslunni síðasta föstudag og gerði allt vitlaust með flutningi á laginu Murr murr. Sýnt verður frá hátíðinni á RÚV í kvöld þar sem fram komu Bríet, Stuðmenn, Mugison, Aldís Fjóla og Gugusar.
30.07.2021 - 16:47
Einangrun bólusettra stytt í tíu daga
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusett fólk, sem greinist með kórónuveiruna, skuli framvegis sæta tíu daga einangrun en ekki fjórtán daga eins og áður svo fremi sem þeir eru heilsuhraustir og ekki ónæmisbældir.
Þjóðhátíð í garðinum heima 
Sem kunnugt er verður Þjóðhátíð ekki haldin í Vestmannaeyjum nú um Verslunarmannahelgina, mörgum Eyjapeyjum og -meyjum til sárrar mæðu. En ef fólk kemst ekki á Þjóðhátið þá kemur Þjóðhátíð bara til þeirra. Að minnsta kosti lítur Eyjamaðurinn Magnús Júlíusson svo á, en hann býr í Reykjavík.
Íslensk óperusöngkona sigraði í alþjóðlegri söngkeppni
Sópransöngkonan Bryndís Guðjónsdóttir bar sigur úr býtum í Riccardo Zandonai-söngkeppninni fyrir unga óperusöngvara. Hún segir mikinn heiður að hafa lent í fyrsta sæti.
30.07.2021 - 15:06
Sjúklingur og starfsmaður reyndust ekki með covid
Starfsmaður og sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala losnuðu úr einangrun í dag, degi eftir að skimun gaf til kynna að þeir kynnu að vera sýktir af covid. Niðurstöður þeirrar skimunar voru ekki afgerandi og voru viðkomandi því skimaðir aftur. Þá kom í ljós að þeir voru ekki smitaðir.
30.07.2021 - 14:40
Sjónvarpsfrétt
Aukin bjartsýni í Hrísey
Aukin bjartsýni ríkir nú meðal íbúa Hríseyjar og hefur börnum á skólaaldri fjölgað um næstum helming. Að einhverju leyti hefur möguleikinn á fjarvinnu haft áhrif á fjölgunina að sögn íbúa.
30.07.2021 - 14:13
Vertu á vappi yfir verslunarmannahelgina
Í ljósi hertra takmarkanna hafa áform fólks um allt land raskast. Margur ætlar þó að ferðast um landið og njóta náttúrunnar. Spáð er blíðviðri víðs vegar um landið yfir helgina og kjörið að grípa gæsina þegar hún gefst og eyða samverustundum úti.
30.07.2021 - 13:40
Einhvers konar ein með ýmsu um helgina
Eins og aðrar hátíðir hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verið slegin af. Skipuleggjandi hátíðarinnar þakkar fyrir að henni hafi verið aflýst með lengri fyrirvara en í fyrrasumar.
30.07.2021 - 13:22
Miklar tafir við Hvalfjarðargöng
Flutningabíll er í vandræðum í Hvalfjarðargöngum og eru töluverðar tafir á umferð við göngin.
30.07.2021 - 13:16
Íbúafundur staðfestur í Varmahlíð
Íbúafundur verður haldinn í Varmahlíð 5. ágúst. Fundurinn er haldinn í kjölfar auskriðu sem féll á tvö hús í þorpinu 29. júní.
30.07.2021 - 13:16
Laxveiðin sveiflukenndari en áður
Laxveiði virðist ekki vera eins góð á landinu og síðustu ár. Formaður Landssambands veiðimanna segir meiri sveiflur á fjölda laxa í ánum og erfitt sé að spá fyrir um þær.
30.07.2021 - 13:03
17% hafa nýtt ferðagjöfina
Landsmenn hafa nýtt um 248 milljónir króna af ferðagjöf stjórnvalda. Það eru um 17 prósent af heildarfjárhæð gjafarinnar, það er ef allir landsmenn nýttu sér hana.
30.07.2021 - 12:55
Útvarpsviðtal
Gætu þurft að vísa covid-sýktu fólki frá sóttvarnahúsum
Mjög er farið að þrengjast um í sóttvarnahúsum og það styttist í að öll herbergi verði fullnýtt. Því getur komið til þess á næstunni að vísa verði covid-sýktu fólki frá, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa. Fleiri herbergi eru nú í boði fyrir fólk í skimunarsóttkví heldur en fólk sem hefur greinst með smit.
30.07.2021 - 12:39