Innlent

Vill efla byggingarannsóknir á Íslandi
Fyrir nokkrum árum voru 90 prósent einbýlishúsa hér á landi úr steinsteypu. Nú er hlutfall steypu og timburs svipað. Ólafur Wallevik, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, vill efla byggingarannsóknir.
17.06.2021 - 22:10
Myndskeið
Mikil gleði á 17. júní og HÍ tilkynnti um Vigdísarsafn
Þjóðhátíðardeginum hefur verið fagnað um allt land í dag en samkomutakmarknir hafa þó sett hátíðahöldum ýmsar skorður. Margt var þó á sínum stað; forseti Íslands lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, fjallkonur stigu á stokk og ræður voru fluttar. Þá fagnaði Háskóli Íslands 110 ára afmæli og Vigdís Finnbogadóttir gaf skólanum gjafir.
Myndskeið
Koma á fót Hringrásargarði á Suðurnesjum
Sveitarfélögin á Suðurnesjum, og tíu fyrirtæki þar, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um að koma á fót Hringrásargarði á Suðurnesjum. Garðinum er ætlað að auka sjálfbærni á svæðinu og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.
17.06.2021 - 19:07
Sjónvarpsfrétt
Hæsta sekt sem fyrirtæki hefur fengið fyrir samráð
Forstjóri Eimskips segir hafa verið farsælast að ná sátt við Samkeppniseftirlitið um greiðslu langhæstu sektar sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hann segir sektina rífa í, en félagið standi vel.
Fjórar konur vinna saman í rafmagni
Hjá fyrirtæki á Akureyri starfa fjórar konur við raf- og rafeindavirkjun. Þó konum hafi fjölgað talsvert í karllægum iðngreinum síðustu ár má það þó enn teljast óvenjulegt.
17.06.2021 - 18:25
Myndskeið
„Mestu fordómarnir sem ég fann fyrir voru mínir eigin“
Veiga Grétarsdóttir var fjallkonan á Ísafirði í dag og segir hvergi betra að vera sem transkona en á Ísafirði. Hún segist hafa flúið þaðan vegna eigin fordóma og haldið að það væri erfitt að vera hinsegin í litlu samfélagi. Hún flutti aftur til Ísafjarðar árið 2016 og segir það mikinn heiður að hafa fengið að vera fjallkonan í ár.
17.06.2021 - 16:07
Óbólusettir ættu ekki að fara til útlanda
Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki, sem er ekki fullbólusett eða með vottorð um fyrri sýkingu, að ferðast ekki til áhættusvæða. Nú eru öll lönd metin áhættusvæði nema Grænland. Sóttvarnalæknir bendir á að almennt komi vörn bóluefnis ekki fram fyrr en í fyrsta lagi 7 til 14 dögum eftir að bólusetningu er lokið.
Fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum
Fjórtán voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Á meðal orðuhafa eru Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins.
17.06.2021 - 15:16
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi UST vill 23 milljónir
Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður, hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir ólögmæta niðurlagningu á starfi hans sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Björn krefst þess að ríkið verði dæmt til að greiða honum tveggja ára laun og 3 milljónir í miskabætur eða samtals 23 milljónir.
17.06.2021 - 15:13
Umsvif að aukast á byggingarmarkaði
Velta á byggingarmarkaði hefur færst í aukana á síðustu mánuðum en á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam hún 55 milljörðum króna. Hún hefur aukist smám saman frá því í júní á síðasta ári þegar hún var um 52 milljarðar króna. Um þetta fjallar hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í nýjustu mánaðarskýrslunni.
17.06.2021 - 14:35
Ísland eftirbátur nágrannaríkjanna í samkeppnishæfni
Ísland er eftirbátur nágrannaríkjanna í samkeppnishæfni, samkvæmt nýjum samanburði IMD-viðskiptaháskólans í Sviss. Ísland er í 21. sæti af sextíu og fjórum og stendur í stað frá því í fyrra. Svíþjóð er í öðru sæti á eftir Sviss, Danmörk í þriðja og Noregur í því sjötta.
17.06.2021 - 13:09
Myndskeið
Katrín: „Ég finn að það er hugur í þjóðinni“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að eftir erfiða tíma kæmu oft framfaraskeið og Íslendingar ættu nú tækifæri til að hefja slíkt skeið. „Ég finn að það er hugur í þjóðinni sem fagnar nú árangri í heimsfaraldri,“ sagði Katrín þegar hún hélt ávarp á hátíðarstund á Austurvelli í tilefni af 17. júní. Fram undan væri tími viðspyrnu þar sem takast þyrfti á við stórar áskoranir og byggja upp Ísland.
17.06.2021 - 11:50
MDE hafnar kæru Ólafs vegna rannsóknarnefndar Alþingis
Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. MDE hafnar því að umgjörð og málsmeðferð nefndarinnar geti talist sakamálameðferð. Ef Ólafur telji að finna megi ærumeiðingar í skýrslunni verði slíkt mál að fara fyrir íslenska dómstóla. Ólafur Ólafsson segir í yfirlýsingu að hann ætli nú að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir dómstólum hér.
17.06.2021 - 11:29
Biskup: „Sjaldan hefur andleg leit fólks verið meiri“
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir ekki hægt að segja að trúin sé ekki ráðandi í lífi Íslendinga. Níu af hverjum tíu séu skráðir í trúar-og lífskoðunarfélög og tæp 80 prósent í trúfélögum sem treysta á æðri mátt í lífi sínu. „Sjaldan hefur andleg leit fólks verið meiri og vart er opnað blað eða fésbókarsíða án þess að sjá tilboð um námskeið þar sem andleg leit kemur við sögu,“ sagði Agnes í predikun sinni í hátíðarguðsþjónustu Dómkirkjunnar í morgun.
17.06.2021 - 11:04
Sendi norska sjávarútvegsráðherranum harðort bréf
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur sent Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, harðort bréf þar sem hann segist aldrei hafa fengið viðlíka skilaboð frá yfirvöldum í neinu landi og frá norska ráðherranum. Hann telur að ný fyrirmæli norska ráðherrans kunni að brjóta í bága við EES-samninginn. „Þeir geta notað þau orð sem þeir vilja,“ segir ráðherrann um bréf íslenska forstjórans.
17.06.2021 - 11:04
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð
Klukkan 11:10 hefst bein útsending í Sjónvarpinu frá hátíðarstund á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar þjóðina og fjallkonan flytur ljóð. Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land.
17.06.2021 - 10:55
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hátíðarstund á Austurvelli
Bein útsending frá hátíðarstund á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar þjóðina og fjallkonan flytur ljóð.
17.06.2021 - 10:45
Hrafnhildur og Sigurlaugur mætast í úrslitum gáfnaljósa
Gáfnaljós Íslands verður krýnt í spurningaþætti Veru Illugadóttur í dag.
17.06.2021 - 10:00
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hátíðarmessa í Dómkirkjunnni á 17. júní
Klukkan 10:15 hefst bein útsending á Rás 1 frá hátíðarmessu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari.
17.06.2021 - 10:00
Héraðsdómur vísar frá kröfu um bætur vegna ferðagjafar
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá kröfu upp á 6,4 milljónir frá forsvarsmönnum tæknifyrirtækis sem töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna útfærslu á ferðagjöfinni.
17.06.2021 - 09:53
Hæglætisveður á þjóðhátíð en heldur kalt fyrir norðan
Veðurstofan spáir norðlægri eða breytileg átt í dag sautjánda júni og sömuleiðis á morgun. Víða verður vindur fremur hægur.
17.06.2021 - 07:25
Hófsöm en hefðbundin hátíðarhöld á 17. júní
Samkomutakmarkanir setja mark sitt á hátíðarhöld í dag, 17. júní, þótt þau verði með hefðbundnu sniði. Klukkan 10:15 hefst bein útsending á Rás 1 frá hátíðarmessu í Dómkirkjunni þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, predikar. Forseti Íslands leggur síðan blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.
17.06.2021 - 07:25
Hundur numinn á brott og kona festist í fatagámi
Síðdegis í gær réðist maður nokkur inn á heimili í Kópavogi og hafði með sér hund þaðan sem hann staðhæfði að hann ætti. Lögreglu var tilkynnt um málið og hefur eftir húsráðanda að ekki sé rétt að sá sem tók hundinn eigi hann.
Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Fiskeldi fyrirhugað í Viðlagafjöru við Heimaey
Samkomulag hefur tekist með Vestmannaeyjabæ og fyrirtækinu Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum ehf. að byggja upp fiskeldi í Viðlagafjöru á Heimaey.
17.06.2021 - 03:23