Innlent

Mótmæla fyrirhuguðum landfyllingum í Skerjafirði
Íbúar í Skerjafirði og Landvernd hafa áhyggjur af því að ásýnd svonefndar Shell-fjöru í Skerjafirði spillist ásamt því að búsvæði fugla og fleiri dýra verði ógnað ef af landfyllingum verður á svæðinu.
Vill undirbúa deiliskipulag fyrir Vatnsendahlíð strax
Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi leggur til að undirbúningur deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð verði hafinn þegar í stað, meðal annars til að mæta skorti á húsnæðismarkaði.
28.01.2022 - 07:09
Áframhaldandi spennu spáð á fasteignamarkaði
Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu ellefu til tólf prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Eins gæti það orðið raunin vaxi ferðaþjónusta kröftuglega að nýju. Þetta er meðal þess sem fullyrt er í nýrri skýrslu Jakobson Capital um fasteignamarkað á Íslandi.
Íbúar landsins 376 þúsund við árslok 2021
Íslendingum fjölgaði um tæplega tólf hundruð á seinasta fjórðungi ársins 2021. Í lok ársins bjuggu því 376 þúsund manns á landinu en karlar eru fleiri en konur 193 þúsund tæp á móti rúmlega 183 þúsund konum.
Kanna framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem á að skoða hvernig atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hefur verið háttað og hvernig sé best að skipuleggja hana í framtíðinni.
27.01.2022 - 23:35
Vonskuveður á stórum hluta landsins
Vonskuveður verður á stórum hluta landsins annað kvöld og fram á nótt, sums staðar fram undir morgun á laugardag. Veðurstofan hefur gefið út gular stormviðvaranir allt frá norðanverðum Vestfjörðum, norður og austur með landinu allt til Suðausturlands.
27.01.2022 - 22:23
Sjónvarpsfrétt
Fengu gæsahúð við að sjá Pílu aftur á lífi
Border Collie tíkinni Pílu var bjargað af björgunarsveitum úr þverhníptri fjallshlíð í gærkvöld. Hvorki hafði heyrst né sést til hennar síðan hún fældist að heiman vegna flugelda fyrir þremur vikum.
27.01.2022 - 21:33
Karen Elísabet stefnir á oddvitasætið
Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Karen Elísabet skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Þá var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í fyrsta sæti en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
SaltPay borgar 44 milljóna sekt
SaltPay hefur gengist undir sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabankans þar sem kerfi og verkferlar sem fyrirtækið notaði til að sporna við peningaþvætti uppfylltu ekki skilyrði laga. Sáttin felur í sér að SaltPay borgar 44,3 milljónir króna í sekt og skuldbindur sig til að endurbæta kerfi sín og ferla.
27.01.2022 - 20:58
Sjónvarpsfrétt
Gekk á vegg vegna langtímaáhrifa Covid
Maður sem smitaðist í fyrstu bylgju og glímir við langtímaáhrif Covid segist hafa ætlað að taka þau á hnefanum en hafi gengið á vegg. Hann er einn þeirra um 170 sem hafa farið í endurhæfingu síðan faraldurinn hófst.
27.01.2022 - 20:55
Spegillinn
Raforkuskortur næstu ár með skerðingum og olíubruna
Það stefnir í raforkuskort hér á landi. Landsnet kynnti í dag nýja skýrslu um afl og orkujöfnuð á árunum 2022-2026. Þar er metið hvort uppsett afl og orka virkjana geti annað eftirspurn. Fyrirséð er að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á næstunni að mati yfirmanns greiningar og áætlana hjá Landsneti. Aflskorturinn ætti að sveiflast undir og yfir viðmiðunarmörk Landsnets á næstu árum, en 2025 og 2026 verður skorturinn orðinn þónokkur.
27.01.2022 - 20:28
Fréttatíminn
Fréttir á táknmáli: Holskefla smita fyrirsjáanleg
Búast má við holskeflu af kórónuveirusmitum þegar ráðist verður í afléttingu á sóttvarnatakmörkunum, segir umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Hún óttast að smitin lami heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni.
27.01.2022 - 19:41
Sjónvarpsfrétt
Holskefla af smitum þegar verður ráðist í afléttingar
Búast má við holskeflu af kórónuveirusmitum þegar ráðist verður í afléttingu á sóttvarnatakmörkunum, segir umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Hún óttast að smitin lami heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni.
Bræðurnir: Yfirlæti og vanþekking í rannsókn saksóknara
Bræðurnir Ágúst Einar og Einar Ágústssynir, sem sæta ákæru fyrir fjársvik í tengslum við rekstur trúfélag Zúista, segja nokkuð hafa borið á vanþekkingu hjá rannsakendum héraðssaksóknara á málefnum trúfélagsins. Það hafi verið afgreitt eins og það hefði að einhverju leyti verið dregið upp úr hatti þeirra.
27.01.2022 - 19:13
20 af 33 sjúklingum þurft að leggjast inn vegna COVID
Aðeins 20 af þeim 33 sjúklingum sem voru inniliggjandi á Landspítalanum í morgun með COVID-19 þurftu að leggjast inn vegna veirusýkingarinnar. 6 þeirra eru með delta-afbrigðið en 12 með omíkron. Um 90 prósent af daglegum smitum eru af omíkron-afbrigðinu. Beðið er eftir raðgreiningu tveggja smita.
Ásmundur íhugar framboð í Rangárþingi ytra
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur fengið fjölmargar áskoranir um að gefa kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann hugsar nú málið af fullri alvöru.
27.01.2022 - 17:54
Styður leikmenn kæri þeir hótanir eftir Frakkaleikinn
Morten Henriksen, yfirmaður hjá danska handboltasambandinu, segir að ef leikmenn danska liðsins kæri til lögreglu þær hótanir sem þeim hafa borist eftir leikinn gegn Frökkum í gær standi handboltalandsliðið við bakið á þeim. „Þetta er of mikið og langt yfir strikið,“ segir Henriksen í samtali við TV2.
27.01.2022 - 17:40
Tvö börn Sævars krefja ríkið um milljarð
Tvö af börnum Sævars Marínós Ciecielski krefjast þess að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða þeim tæpan milljarð í bætur. Aðalmeðferð verður á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þau vísa til laga sem Alþingi samþykkti eftir að Hæstiréttur sýknaði sakborninga í Guðmundar-og Geirfinnsmálum.
1,8 milljarða króna breyting
Verði kjörtímabilið heil fjögur ár má búast við að uppsafnaður viðbótarkostnaður af breyttri skipan ráðuneyta verði alls um 1.770 millj. kr. að meðtöldum einskiptisútgjöldum. Kostnaðurinn gæti orðið nokkru hærri ef nýta þarf svigrúm fyrir óvissu í áætluninni.
27.01.2022 - 16:52
Hörður biður Jódísi afsökunar á broti sínu
Hörður J. Oddfríðarson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri, gengst við því í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann sé maðurinn sem Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, segir hafa misnotað aðstöðu sína þegar hún var 17 ára og hann 30 ára. „Ég rengi ekki frásögn Jódísar á nokkurn hátt og bið hana afsökunar á því sem gerðist og þeim afleiðingum sem það hefur haft fyrir hana.“
27.01.2022 - 16:45
Segir óumdeilt að orku vanti
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að ekki sé lengur umdeilt að það vanti orku hér á landi. Hann segir það sína sýn og ríkisstjórnarinnar að leysa þurfi úr læðingi vandann um hvernig eigi að útvega meiri orku. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur áhyggjur af innbyrðis ágreiningi í ríkisstjórn um lausn málsins. 
27.01.2022 - 16:20
Ríkisendurskoðandi verður ráðuneytisstjóri
Skúli Eggert Þórðarson víkur úr embætti ríkisendurskoðanda um mánaðamót til að taka við embætti ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti. Skúli hefur verið ríkisendurskoðandi frá árinu 2018 og var þar áður ríkisskattstjóri í tólf ár. Þar áður var hann skattrannsóknastjóri í þrettán ár.
27.01.2022 - 15:27
Almenningur hvattur til að telja garðfugla
Um helgina er svokölluð garðfuglahelgi þar sem biðlað er til almennings að telja og skrásetja þá fugla sem sjást í görðum hjá fólki. Markmiðið er að safna upplýsingum um stærð fuglastofna en einnig að vekja áhuga almennings á umhverfi og náttúru.
27.01.2022 - 14:30
Forstöðumaður Minjastofnunar vill halda í kórónuna
Forstöðumanni Minjastofnunar líst illa á þingsályktunartillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að kóróna Kristjáns IX. Danakonungs verði fjarlægð af alþingishúsinu. Húsið er friðlýst og ekki hægt að eiga við ytra byrði þess án samþykkis stofnunarinnar, nema þá að sérstök lög yrðu sett þar um.
27.01.2022 - 14:00
Pistill
Klassískt mótvægi við Instagrammað landslag
„Það er eitthvað svo hressandi við þetta endurlit klassíkurinnar,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sem fjallar um upplifun sína af sýningunni Gjöfin til íslenzkrar alþýðu, sem unnin er í samstarfi við Listasafn ASÍ.