Innlent

Auðskilið mál
Tímarit fór ekki eftir lögum um persónuvernd
Persónuvernd telur að útgefandi tímaritsins Lifandi vísindi hafi brotið lög um persónuvernd. Fyrirtækið geymdi upplýsingar um fyrrverandi áskrifanda mörg ár aftur í tímann. Upplýsingarnar notaði það til að ná aftur til áskrifandans.
24.11.2020 - 17:28
Heilsu og öryggi stefnt í hættu náist ekki samningar
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) skorar á samninganefnd ríkisins að koma í veg fyrir „grafalvarlegt ástand“ með því að semja um kaup og kjör við flugvirkja Landhelgisgæslunnar.
24.11.2020 - 17:15
Auðskilið mál
Tikynningum um heimilisofbeldi fjölgar
Fleiri tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi á þessu ári en á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.
Ísland fær Moderna-bóluefnið eftir kaup ESB
Ísland fær bóluefni bandaríska lyfjaframleiðendans Moderna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdaastjórnar Evrópusambandsins, staðfesti í dag að á morgun yrði gengið frá kaupum á allt að 160 milljón skömmtum. Þar með á Evrópusambandið nærri tvo milljarða skammta af bóluefni.
24.11.2020 - 17:04
Færri velja nagladekk
Ökumönnum sem kjósa að aka á negldum dekkjum hefur fækkað um tæp átta prósent á tveimur árum samkvæmt FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
24.11.2020 - 17:01
Hjörleifshöfði of dýr og ekki í forgangi
Jörðin Hjörleifshöfði var ekki í efsta forgangi yfir jarðir sem ríkið vildi kaupa, en seljandi jarðarinnar vildi fá meira fyrir hana en ríkið var tilbúið að greiða. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
24.11.2020 - 16:46
Viðtal
„Fullt af úrgangi sem við sjáum aldrei“
Svokölluð nýtnivika stendur nú yfir hjá Akureyrarbæ og fjöldi rafrænna viðburða framundan hjá bænum. Verkefnið er samevrópskt átak sem er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr úrgangi og sóun, endurvinna og nýta betur, eins og fram kemur á vefsíðu Akureyrarbæjar.
24.11.2020 - 16:45
18 ára drengur í gæsluvarðhaldi fram í miðjan desember
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir átján ára gömlum dreng sem er grunaður um samtals tíu vopnuð rán og tilraunir til vopnaðra rána. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því um miðjan október. Lögreglan taldi nauðsynlegt að málum hans yrði hraðað fyrir dómstólum þar sem hann væri ungur árum.
24.11.2020 - 16:24
Óásættanlegt að öryggiskerfið stöðvist vegna verkfalls
Sú staða sem upp er komin vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar er grafalvarleg. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Útlit er fyrir að engar þyrlur Gæslunnar verði tiltækar frá og með morgundeginum vegna verkfallsins og Magnús segir óásættanlegt að skipulag sé með þeim hætti að grundvallarþættir í öryggiskerfi landsins geti stöðvast vegna verkfalls.
Tímarit mátti ekki nýta gögn um gamlan áskrifanda
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að útgáfufélag tímaritsins Lifandi vísindi hafi brotið persónuverndarlög með því að geyma upplýsingar um gamla áskrifanda mörg ár aftur í tímann og notfæra sér þær síðan í tengslum við markaðsetningu.
24.11.2020 - 15:34
655 tilkynningar um heimilisofbeldi það sem af er ári
Það sem af er ári hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 655 tilkynningar um heimilisofbeldi, sem er 12% aukning en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Næstum því tvöfalt fleiri tilkynningar bárust embættinu í október um kynferðisbrot en í mánuðinum á undan. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð.
Skerðing á þjónustu við sjúklinga kemur ekki til greina
Formaður Samfylkingarinnar spurði heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma hvort ekki væri hægt að falla frá aðhaldskröfu á Landspítala og að hann þyrfti að vinna upp uppsafnaðan halla á næstu þremur árum. Heilbrigðisráðherra segir að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til greina.
24.11.2020 - 15:06
Landinn
Flogið aftur í tímann
Björn Rúriksson, ljósmyndari, leiðsögumaður og flugmaður, er á leiðinni í loftið frá Selfossflugvelli ásamt félaga sínum Helga Sigurðssyni. Leið þeirra liggur aftur í tímann en á næstu dögum kemur út ljósmyndabók eftir Björn sem heitir Flogið aftur í tímann.
24.11.2020 - 14:30
Norlandair semur um aukið flug til Grænlands
Norlandair hefur skrifað undir samning við grænlensku heimastjórnina um flug frá Íslandi til Scoresbysunds tvisvar í viku. Flogið verður bæði frá Akureyri og Reykjavík. Samningurinn er til 6 ára og er framlengjanlegur um fjögur ár.
24.11.2020 - 13:57
„Þau grófu upp vini og ættingja og fóru svo heim“
Fjórir létust og nítján hús skemmdust í snjóflóðunum sem féllu á Patreksfirði með skömmu millibili 22. janúar árið 1983. Flestir bæjarbúar voru að hafa sig til fyrir þorrablót sem átti að fara fram um kvöldið þegar skelfingin dundi yfir. Egill Fjelsted man glögglega eftir þeim atburðum enda alinn upp á Patreksfirði. Á meðal þeirra sem létust var systir vinar Egils en sjálfur slapp hann naumlega.
24.11.2020 - 13:51
Með öllu óviðunandi og ógnar íbúum Vestmannaeyja
Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur lýst yfir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Á morgun verður engin þyrla til taks hjá Gæslunni í að minnsta kosti tvo daga vegna viðhalds.
Áramótabrennurnar í uppnámi
Sú hefð að kveðja árið með áramótabrennu gæti verið í uppnámi. Bæjarráð Garðabæjar vísaði í morgun umsókn Stjörnunnar um áramótabrennu til bæjarstjóra. Sá fyrirvari var settur á að ólíklegt væri að leyfi yrði veitt fyrir hefðbundnum áramótabrennum vegna sóttvarnareglna sem takmarkar hversu margir mega koma saman.
Spegillinn
Persónuvernd undirmönnuð og mál hrannast upp
Í fyrra voru afgreidd hjá Persónuvernd hátt í þrjú þúsund mál en mörg hundruð mál bíða afgreiðslu.  Rúmlega tvö ár eru síðan ný lög um persónuvernd tóku gildi, þá jókst álag á stofnunina umtalsvert en hefur reyndar farið stöðugt vaxandi um árabil. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að á tækniöld aukist áskoranir sem varða vinnslu persónuupplýsinga og líka vitund almennings. Málum rigni yfir og þyrfti að fjölga starfsmönnum en miðað við fjárlög verði að fækka á næsta ári.
24.11.2020 - 13:23
Fylgjast grannt með hugsanlegum aukaverkunum
Magnús Gottfreðsson yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómum segir að fylgst verði grannt með aukaverkunum bóluefna við COVID-19. Hann segir ekkert benda til þess að sérstök áhætta sé fólgin í bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla við COVID-19.
24.11.2020 - 13:22
Polar Amaroq við loðnuleit undan Norðurlandi
Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq er nú við loðnurannsóknir norður af landinu. Íslenskar útgerðir loðnuskipa bera kostnaðinn en leiðangurinn er í samstarfi við Hafrannsóknastofnun.
24.11.2020 - 13:16
Líta stöðu kjaradeilu flugvirkja alvarlegum augum
Ekki hefur verið boðað til sáttafundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins. Deiluaðilar funduðu með ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bindur enn miklar vonir við samningar náist. Hún fundar með forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag um stöðuna.
Ekki ábyrgð læknis að tryggja að farið sé til sýnatöku
Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum kvað skýrt á um það í sjóprófi í gær að það væri ekki í sínum verkahring að sjá til þess að fólk fari í sýnatöku. Hann vissi ekki betur en að Júlíus Geirmundsson hefði siglt til lands eftir að hann talaði fyrst við skipstjórann.
Þórólfur: „Ákveðið hættutímabil framundan“
Níu greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra þegar í sóttkví. Nærri helmingi fleiri sýni voru tekin í gær en á sunnudag. Sóttvarnalæknir segir ákveðið hættutímabil fram undan og því ríði á að skimunarfyrirkomulagið á landamærunum standi sig.
Eigendur Hjörleifshöfða nýta vikur í sementsframleiðslu
Nýir eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdal áforma vikurnám á Mýrdalssandi jörðinni til að nýta sem íblöndunarefni í sement. Talsmaður eigenda segir að samkvæmt umhverfismati sé heimilt að vinna um 200 þúsund rúmmetra á ári.
24.11.2020 - 12:11
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hádegisfréttir: Níu smit og sjópróf fyrir vestan
Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum vissi ekki betur en að skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar hefði siglt til lands eftir símtal þeirra á fyrstu dögum veiðiferðar. Læknirinn var skýr um það í sjóprófi í gær að það sé ekki í sínum verkahring að sjá til þess að fólk fari í sýnatöku. 
24.11.2020 - 12:05