Innlent

Maðurinn fannst látinn
Eins og við greindum frá fyrr í nótt þá hófst leit að manni við Laxá í Aðaldal um miðnætti. og höfðu björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi verið kallað út til leitar ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.
01.06.2020 - 06:42
Manns saknað við Laxá í Aðaldal
Laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að fullorðins manns væri saknað við Laxá í Aðaldal.
01.06.2020 - 02:29
Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Eik
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Áslaugu Eik Ólafsdóttur, 25 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík síðdegis í gær, laugardag. Áslaug er 161 sm á hæð, með mjög stutt brúnt hár og græn augu. Hún er klædd í drapplitaðar gallabuxur, hvítan stuttermabol, strigaskó, ljósbleika dúnúlpu og gráa húfu. Áslaug er með heyrnartól og bakpoka meðferðis.
31.05.2020 - 22:13
Eftirför endaði með árekstri
Lögreglan í Reykjavík þurfti að veita ökumanni aflmikillar þýskrar bifreiðar eftirför á tíunda tímanum í kvöld.
Myndskeið
Fordæmalausir tímar: COVID-19 faraldurinn á Íslandi
1.806 hafa greinst með með COVID-19 á Íslandi frá því að faraldurinn hófst hér. Meira en hundrað hafa legið á spítala og ríflega 20 þúsund þurft að vera í sóttkví. Þegar mest var, voru yfir 10 þúsund Íslendingar í sóttkví á sama tíma.
31.05.2020 - 20:00
Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli
Ráðist var á tvo lögreglumenn og þeir sviptir frelsi í útkalli á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist í átökunum en báðir voru fluttir á slysadeild. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2.
31.05.2020 - 19:55
Myndskeið
„Við ætlum bara að verða Íslandsmeistarar“
Pepsi Max-deild kvenna hefst eftir tvær vikur. Í fyrra var deildin tveggja hesta kapphlaup en bikarmeistarar Selfoss stefna á að veita Val og Breiðablik samkeppni. Gunnar Birgisson brá sér austur fyrir fjall í vikunni og tók hús á liði Selfoss.
31.05.2020 - 19:30
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um hádegisbilið í dag vegna elds sem hafði kviknað í pönnu á eldavél í íbúðarhúsi í Síðuhverfi á Akureyri. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði húsráðandi slökkt eldinn en íbúðin var full af sóti og reyk. Tveir voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri var íbúðin reykræst og húsráðandinn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
31.05.2020 - 18:49
Mikið slasaður eftir dráttarvélarslys í Hrísey
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag um mann sem fallið hafði af dráttarvél sem hann ók og lent undir henni. Læknir var í eyjunni sem hlúði að manninum þar til hann var fluttur með ferjunni í land og þaðan með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að maðurinn hafi ekið dráttarvélinni á trjádrumb, við það fallið af vélinni og lent undir henni. Lögreglan segist ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins en talið er að hann hafi slasast illa.
31.05.2020 - 18:33
Rúmlega 300 skjálftar í grennd við Grindavík
Jarðskjálftavirkni í grennd við Grindavík hefur aukist um helgina. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,7 á fjórða tímanum í gær. Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
Ekkert nýtt smit
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær. 97 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Tveir eru í einangrun og 877 í sóttkví, sem má væntanlega rekja til þeirra sem hafa verið að koma til landsins. Enginn er á sjúkrahúsi.
31.05.2020 - 13:59
Fleiri látið lífið úr COVID-19 en búa á Íslandi
Fleiri hafa nú látist af völdum COVID-19 á heimsvísu en búa á Íslandi. Í heiminum öllum hafa 369.529 fallið í valinn af  völdum kórónuveirunnar. Samkvæmt nýjustu íbúafjöldatölum á vef Hagstofunnar voru landsmenn 364 þúsund í ársbyrjun.
31.05.2020 - 13:38
Vilja fara í gagngerar endurbætur frekar en bútasaum
Lundarskóli á Akureyri verður hugsanlega endurnýjaður í heild sinni í stað þess að laga skemmdir vegna myglu. Starfsfólk hefur lengi kvartað undan loftgæðum í skólanum og var hluta hans lokað fyrir páska eftir að mygla fannst í húsnæðinu.
31.05.2020 - 12:43
Tæplega helmingur þarf að endurgreiða hlutabætur
Um helmingur þeirra sem fengu hlutabætur um síðustu mánaðamót þarf að greiða hluta þeirra til baka núna, því Vinnumálastofnun greiddi þeim of mikið. Forstjóri stofnunarinnar segir jákvætt að tekjur fólks reyndust hærri en það áætlaði.
Myndskeið
Fjöldi fólks skemmti sér í miðbænum í gærkvöld
Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld til að skemmta sér þessa fyrstu helgi eftir að samkomubann var rýmkað. Nú mega barir og skemmtistaðir hafa opið til klukkan 23. Skemmtanahald virðist að mestu hafa farið vel fram.
Höfðu í nógu að snúast í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt. Alls komu fimmtán mál inn á borð lögreglu á tólf klukkstunda tímabili, frá klukkan fimm síðdegis í gær og fram til klukkan fimm í morgun.
31.05.2020 - 07:52
Víða rigning eða skúrir í dag
Fremur hæg suðlæg átt og víða rigning eða skúrir. Síðdegis gengur í suðvestan 8-13 m/s, og styttir upp austantil en áfram skúrir á vestanverðu landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
31.05.2020 - 07:31
Daði Freyr á topp 40 í Bretlandi
Lag Daða Freys og Gagnamagnsins Think About Things fór beint í 34. sæti breska vinsældalistans þegar hann var kynntur í gær.
30.05.2020 - 22:25
Myndskeið
Bjargbrún Krýsuvíkurbjargs víða að hruni kominn
Langar sprungur hafa myndast á Krýsuvíkurbjargi á Reykjanesskaga. Jarðfræðingur segir hættulegt að ganga út á bjargbrún. Sjórinn hefur sorfið úr klettunum, sprungur hafa myndast og ómögulegt sé að segja hvenær stórar landfylllur hrynja ofan í stórgrýtta fjöruna. 
30.05.2020 - 22:10
57 teknir fyrir of hraðan akstur
Brot 57 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Vesturlandsveg í suðurátt að Víkurvegi eftir hádegi. Einungis um 5% óku of hratt en um 1.218 ökutæki óku þessa akstursleið á þeirri klukkustund sem fylgst var með akstri. Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var 92 kílómetrar á klukkustund en hámarkrshraði á götunni er 80.
30.05.2020 - 21:30
Vilja slökkvibíl í Skorradal vegna eldhættu
Skorrdælir vilja byggja aðstöðu fyrir slökkvibíl í dalnum. Með því vilja þeir tryggja styttri viðbragðstíma ef gróðureldar kvikna í dalnum.
30.05.2020 - 20:10
„Gömul og þreytt og bilanagjörn“ tæki á veirufræðideild
Yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans segir mikilvægt að viðhalda þekkingu innan deildarinnar til að vera reiðubúin ef annar faraldur ríður yfir. Tækjakostur á deildinni sé gamall og lúinn og hafi valdið vandræðum við að greina COVID-19 sýni.
30.05.2020 - 19:12
Rjúpum fjölgar í flestum landshlutum
Rjúpum hefur fækkað á Norðurlandi en fjölgað í öðrum landshlutum. Þetta leiðir rjúpnatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 í ljós. Í fyrra fækkaði rjúpum víðast hvar, nema í lágsveitum á Norðausturlandi.
Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Aukin hætta á skriðufalli og grjóthruni
Búast má við töluverðum leysingum og afrennsli í hlýindunum sem nú eru á Norður- og Norðausturlandi og aukin hætta er á jarðvegsskriðum, aurskriðum og grjóthruni. Þar er enn talsverður snjór í fjöllum sem safnast víða fyrir á ófrosna jörð en við þannig aðstæður getur jarðvegur mettast hratt þegar leysingar hefjast. Suðlæg átt hefur verið ríkjandi frá því í fyrradag og spáð er áframhaldandi hlýindum á svæðinu.
30.05.2020 - 15:48