Innlent

Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit, en þar liggja átta sem hafa lokið einangrun. Enginn þeirra er á gjörgæslu. 17 eru undir eftirliti COVID-19 göngudeildarinnar - ekkert barn er í þeim hópi.
Álagið aldrei meira á Veðurstofuvefinn en í gær
Álagið á Veðurstofuvefinn í gær var meira en nokkru sinni, en sjötíu þúsund reyndu að komast á vefinn á stundarfjórðungi. Forstjóri Veðurstofunnar segir eitt af forgangsverkefnum stofnunarinnar að vefurinn geti annað álagi þegar stór-atburðir verða. 
25.02.2021 - 12:24
Opna í Bláfjöllum eftir hádegi
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað klukkan 14, segir í tilkynningu sem birtist á Facebook síðu svæðisins í hádeginu. Skíðasvæðinu var lokað síðdegis í gær eftir að hættustigi var lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesskaga vegna mikillar skjálftavirkni.
Guðrún og Andri tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs
Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021.
Fólk afþakkar að láta bólusetja sig með AstraZeneca
Dæmi eru um að fólk hér á landi afþakki að láta bólusetja sig með bóluefni bresk/sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca. Það telur aukaverkanir meiri eftir fyrri sprautuna og virkni þess minni.
Gasútstreymi kannað á þremur stöðum í dag
Vísindamenn Veðurstofunnar eru að leggja af stað í aðra ferð til að mæla gasútstreymi á þremur stöðum á Reykjanesskaga. Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, segist vera búin að yfirfara gögnin frá í gær og merkir engar marktækar breytingar.
25.02.2021 - 11:01
Mynd með færslu
Í BEINNI
Zebranie informacyjne po polsku
Departament Ochrony Ludności oraz Naczelna Izba Lekarska zwołują spotkanie informacyjne w związku z pandemią korona wirusa na Islandii. Spotkanie rozpocznie się o godzinie 11:00 i będzie pokazywane na żywo z polskimi napisami w telewizji RÚV 2 oraz w odtwarzaczu powyżej.
25.02.2021 - 10:50
Ólafur Þór vill leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri græna, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista VG í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í haust.
3 ára fangelsi fyrir nauðgun inni á kvennasalerni
Reebar Abdi Mohamm, karlmaður á þrítugsaldri, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar fyrir tveimur árum. Héraðsdómur segir manninn hafa ráðist með freklegum hætti gegn kynfrelsi konunnar og gerði honum að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 
25.02.2021 - 10:28
Fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir
Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð.
Álag á starfsfólk hins opinbera hefur aukist mikið
Meira en helmingur launafólks finnur fyrir auknu álagi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir BSRB. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir aukið álag mikið áhyggjuefni.
25.02.2021 - 08:59
Myndskeið
Lögregla telur sig vita hver hótaði sprengju í MH
Lögregla telur sig vita hver stendur að baki sprengjuhótun, sem barst í Menntaskólann við Hamrahlíð í morgun, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.
25.02.2021 - 08:56
Sprengjuhótun í MH - búið að leita af sér allan grun
Sprengjuhótun barst í Menntaskólann við Hamrahlíð í morgun um klukkan hálf átta í morgun, sérsveit ríkislögreglustjóra kom á staðinn ásamt sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Torkennilegur hlutur fannst fyrir utan skólann, sem reyndist skaðlaus.
25.02.2021 - 08:28
Á þriðja hundrað skjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga. Frá miðnætti og til klukkan 7 í morgun hafa sérfræðingar Veðurstofu Íslands staðfest 242 skjálfta þar.
Tímamót
Þegar danska kryddsíldin sló rækilega í gegn
Lítil frétt sem birtist í Morgunblaðinu 13. janúar 1981 hefur mögulega gert fyrstu opinberu heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur eftir að hún var kjörin forseti ennþá  eftirminnilegri en ella væri. „Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, mun á ferð sinni til Danmerkur á næstunni m.a. sitja kryddsíldarveislu með um 200 dönskum blaðamönnum,“ sagði Mogginn og vísaði í frétt danska blaðsins Berlingske Tidende.
Hæg breytileg átt og smáskúrir syðra
Í dag er spáð fremur hægri breytilegri átt og þykknar upp með smáskúrum sunnanlands, en rofar smám saman til fyrir norðan. Hlýnandi, hiti verður 1 til 6 stig seinnipartinn, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert.
25.02.2021 - 06:47
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist á Reykjaneshrygg
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist tæpum þremur kílómetrum norður af Krýsuvík á fjórða tímanum í nótt. Skjálftinn var sá fjórði yfir þremur að stærð frá því eftir kvöldmat í gærkvöld. 57 skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan klukkan tíu í gærmorgun.
Skjálfti af stærðinni 3,1 á Reykjaneshrygg
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 mældist tæpum fjórum kílómetrum suðvestur af Fagradalsfjalli laust fyrir klukkan eitt í nótt. Það er stærsti skjálftinn sem mælist á Reykjaneshrygg síðan laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Þá varð skjálfti af stærðinni 3,4, en það var annar skjálftinn af þeirri stærð á rétt rúmum klukkutíma.
Flugvél Icelandair á leið til Suðurskautsins
Boeing 767 farþegaþota Icelandair er nú á leið frá Íslandi á Suðurskautslandið að sækja norska vísindamenn sem hafa verið þar við störf. Flugvélin flýgur í einni atrennu alla leið frá Keflavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku, hátt í tólf þúsund kílómetra vegalengd. Þaðan verður flogið til Suðurskautslandsins og lent á ruddri flugbraut á ísnum.
24.02.2021 - 22:48
Myndskeið
Bólusetningar á landsbyggðinni ganga samkvæmt áætlun
Bólusetningar við Covid-19 á landsbyggðinni hafa að mestu gengið samkvæmt áætlun og vel gengið að bólusetja helstu forgangshópa. Hlutfallslega flestir hafa verið bólusettir á Austurlandi.
Manni bjargað upp úr Kópavogshöfn
Manni var bjargað upp úr Kópavogshöfn í kvöld. Hann hafði lent í höfninni og var þegar óskað eftir aðstoð viðbragðsaðila. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með mikið viðbragð og sendi menn í Kópavogshöfn. Viðstaddir voru þó fljótir að bregðast við og voru búnir að koma manninum á þurrt áður en sjúkraflutningamenn komu á staðinn.
24.02.2021 - 22:19
Svipar til fyrri hrina sem lauk með 6,0 skjálfta
Náttúruvársérfræðingar óttast að skjálfti að stærðinni sex eða meira geti orðið í Brennisteinsfjöllum eða Bláfjöllum og þá talsvert nær höfuðborgarsvæðinu en stærsti skjálftinn í dag. Skjálftahrinan sem staðið hefur yfir í rúmt ár minnir á fyrri hrinur en þeim fylgdu skjálftar yfir sex að stærð.
Annar skjálfti 3,4 að stærð í kvöld
Rétt fyrir klukkan tíu varð skjálfti um 3,4 stærð. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar varð skjálftinn í nágrenni Fagradalsfjalls. Þetta er annar jarðskjálftinn í kvöld sem er yfir þremur að stærð. Fram að því hafði svo stór skjálfti ekki mælst frá því um klukkan hálf fimm í dag.
Guðrún vill efsta sæti hjá Sjálfstæðismönnum
Guðrún Hafsteinsdóttir, einn af eigendum Kjöríss í Hveragerði, tilkynnti félögum sínum á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld að hún ætlaði að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í haust í Suðurkjördæmi.