Innlent

Opnaði búð til að gefa förutíu ára fatasafni nýtt líf
„Ég man aldrei eftir mér öðruvísi en að hafa áhuga á fötum,“ segir kona sem nýverið fór á eftirlaun og opnaði verslun þar sem hún selur fatasafn sitt til fjörutíu ára. Hún vill gefa fötunum nýtt líf og segir nýjan kafla vera að hefjast, þar sem hún ætlar að einbeita sér að myndlist og barnabörnum sínum fimmtán. 
21.10.2020 - 20:30
Þurfti að súpa seyðið af mistökum Deloitte í áratug
„Það er svona aðeins að renna af manni reiðin og losna um kvíðahnútinn í maganum,“ segir athafnamaðurinn Bjarni Ákason sem var í síðustu viku sýknaður af ákæru héraðssaksóknara fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Bjarni sagði í viðtölum við fjölmiðla í síðustu viku að til greina kæmi að fara í hart vegna málsins en þar beinast spjótin að embætti ríkisskattstjóra. Hann ætlar að bíða með þá ákvörðun þar til ríkissaksóknari hefur ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar eða ekki.
Myndskeið
Höfða til samvisku þingmanna fyrir kosningar
Umræðum um frumvarp um nýja stjórnarskrá lauk á Alþingi laust fyrir klukkan átta í kvöld. Þingmenn Pírata og Samfylkingar, auk Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna utan flokka, leggja frumvarpið fram en það er byggt á vinnu Alþingis á tillögum stjórnlagaráðs veturinn 2012 og 2013. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, var eini fulltrúi meirihlutans sem tjáði sig.
21.10.2020 - 19:53
Myndskeið
„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“
Skotveiðifélag Íslands er afar ósátt við að rjúpnaveiðidögum hafi ekki verið fjölgað frá í fyrra. Formaðurinn óttast slys þegar veiðimenn ana út í hvers kyns veður til þess að nýta dagana. Hann segir að faraldurinn ætti ekki að hafa mikil áhrif á veiðarnar.
„Við erum eiginlega bara harmi slegin“
Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að fjarlæga allar persónulegar merkingar af vestum sínum, eftir að mynd af lögreglukonu með fánamerki tengd öfgaskoðunum fór í dreifingu í morgun. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill fund með lögreglunni vegna málsins. Yfirlögregluþjónn segist harmi sleginn.
21.10.2020 - 19:21
„Óviðeigandi með öllu“
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill taka skýrt fram að hún styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni um umdeild merki á búningi lögreglukonu að störfum, sem vakið hefur talsverða athygli í dag. Þá verði málið tilkynnt til eftirlitsnefndar um störf lögreglu.
21.10.2020 - 19:04
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir og Kastljós: Öll merki bönnuð á búningum
Þetta er hörmulegt og sendir kolröng skilaboð til þeirra hópa sem við viljum ná til, segir yfirlögregluþjónn um umdeild áróðursmerki á búningi lögreglukonu að störfum. Öll merki á lögreglubúningum eru nú bönnuð. Sóttvarnayfirvöld kanna hvort ástæða sé til að breyta reglum um sóttkví í skólum. Börn virðast smita minna en aðrir. Áhöfn Júlíusar Geirmundssonar fékk að fara í land í dag. 22 af 25 skipverjum hafa smitast af COVID-19.
21.10.2020 - 18:50
„Hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar“
Hraðfrystihúsið Gunnvör telur að í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
21.10.2020 - 18:44
Auðskilið mál
Lögreglan lítur fánamálið alvarlegum augum
Mynd af lögreglumanni með þrjá fána festa á hnífavesti sitt hefur vakið mikla athygli. Lögreglan lítur það alvarlegum augum að lögreglumenn setji upp slíka fána. „Þetta er ekki liðið,“ segir upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni.
21.10.2020 - 18:31
Skólastjóri leikskóla fær bætur fyrir harkalega uppsögn
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku sveitarfélag til að greiða fyrrverandi skólastjóra leikskóla þrjár milljónir króna í bætur, þar af 500 þúsund í miskabætur. Dómurinn horfði til þess að atburðarásin í kringum uppsögnina hefði átt sér stað í litlu sveitarfélagi og augljóst að veruleg hætta væri á að íbúum þess yrði fljótlega kunnugt um hana.
21.10.2020 - 18:31
Auðskilið mál
Skemmdir vegna stóra jarðskjálftans
Nokkrar skemmdir urðu á eignum fólks þegar stóri jarðskjálftinn varð á Reykjanesskaga í gær. Búist er við fleiri tilkynningum um tjón og skemmdir á næstunni.
21.10.2020 - 18:28
Gætu breytt reglum um sóttkví í skólum
Sóttvarnaryfirvöld rannsaka nú hvernig Covid sjúkdómurinn smitast á milli barna. Barnasmitsjúkdómalæknir telur að til greina komi að breyta reglum um sóttkví í skólum ef í ljós kemur að hún skili ekki miklum árangri. 
21.10.2020 - 18:24
Spegillinn
Ragnar Þór nýr varaforseti ASÍ
Þing ASÍ krefst þess að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar þegar í stað til samræmis við þróun lægstu launa og að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt úr 30 í 36 mánuð. Sjálfkjörið var í allar forsetastöður sambandsins og varaforsetum fjölgað úr tveimur í þrjá. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er nýr varaforseti ASÍ.
21.10.2020 - 18:15
„Heimskulegt af lögreglu að vera með Refsaratáknið“
George Conway, höfundur myndasögunnar um Frank Castle eða Punisher, segir það heimskulegt af lögreglumönnum að bera merki myndasöguhetjunnar. Þetta sé tákn manns sem sé útlagi og fulltrúi þeirra sem réttarríkið hafi brugðist. „Lögreglumanni með Refsaratákn ætti alltaf að vera mætt með einhverjum úr Black Lives Matter með Refsaratákn.“
21.10.2020 - 17:11
UNICEF á Íslandi innkallar ólöglegar barnapeysur
UNICEF á Íslandi hefur innkallað barnapeysur, sem settar voru í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna, vegna þess að böndin í hettum og í hálsmáli peysanna geta valdið hættu á kyrkingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu sem tekur fram að innköllunin varði einungis peysur sem eru í barnastærðum.
21.10.2020 - 16:56
Gera fleiri fyrirtækjum kleift að fá uppsagnarstyrki
Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti fengið styrkina, uppfylli þau önnur skilyrði sem sett voru.
21.10.2020 - 16:27
Vill lögregluna á fund allsherjarnefndar vegna fánanna
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu komi á fund allsherjar-og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum. Tilefnið er þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu og sýnir þrjá fána sem hún er með innanklæða. Lögreglukonan hafnar því að fánarnir séu rasískir og segir marga lögreglumenn vera með einhver tákn innanklæðar.
21.10.2020 - 15:28
Níu skipverjar eru með mótefni við COVID-19
Níu skipverjar í áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar eru með mótefni við COVID-19. Þetta segja niðurstöður sýnatöku sem fór fram á skipinu í gær.
21.10.2020 - 15:12
Fjárfestingarátak stjórnvalda eykur kynjamisrétti
Í kringum 85 prósent þeirra starfa sem verða til við fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkissins á framkvæmdatímanum eru karlastörf. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 og í umsögn BSRB er kynjamisréttið sem fylgir átakinu harðlega gagnrýnt. Fjárfestingar- og uppbyggingarátakinu er ætlað að veita viðspyrnu vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins.
Faraldurinn vaxandi á Akureyri
Smitum á Norðurlandi eystra hefur fjölgað. Aðalvarðstjóri segir veiruna víða um samfélagið. Tveir vinnustaðir lokuðu í gær. Hann biður fólk að fara eftir settum reglum, ekki leita leiða til þess að komast hjá þeim.
21.10.2020 - 14:41
Riðuveiki staðfest á Stóru-Ökrum 1
Staðfest hefur verið að riðutilfelli á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði er hefðbundin smitandi riða. Héraðsdýralæknir segir að allt fé á bænum verði skorið niður. Þetta sé mikið áfall fyrir bændur á þessu svæði, sem hefur verið riðulaust í 20 ár.
21.10.2020 - 14:37
Lögreglukonan hafnar því að fánarnir séu rasískir
„Ég er pínu sorgmædd því þetta er árás á mína persónu. En ég veit betur og verð bara að gleyma þessu,“ segir lögreglukonan Anita Rut Harðardóttir sem sést á mynd sem hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Þar er því haldið fram að merkin sem prýði lögreglubúning hennar hafi tengingu við hatursorðræðu en því vísar hún alfarið á bug. „Ég hafna því að þetta séu rasísk tákn enda stendur lögreglan ekki fyrir slíku.“
21.10.2020 - 14:24
Kristján Viðar og dánarbú Tryggva ætla að áfrýja
Kristján Viðar Júlíusson, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, annars sakborninga í málinu, hyggjast áfrýja úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur sem féllu í gær þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum um bætur vegna frelsisskerðingar, fjártjóns og brots gegn æru sem þeir urðu fyrir vegna málsins. Báðir voru sýknaðir þegar málið var endurupptekið í Hæstarétti árið 2018.
Fánamál lögreglumanns litið alvarlegum augum
Mál lögreglumanns, sem sést á mynd Morgunblaðsins með þrjá fána límda eða saumaða á hnífavesti sitt, er litið alvarlegum augum. „Þetta er ekki liðið,“ segir upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni. Engir fánar eru á lögreglubúningum og ef lögreglumaðurinn hefði verið með vestið rennt upp, eins og vaninn er, hefðu fánarnir þrír ekki sést.
21.10.2020 - 13:50
Samherji stefnir á að gera yfirtökutilboð í Eimskip
Félagið Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélaginu og á nú yfir 30 prósent í félaginu. Í tilkynningu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, til Kauphallarinnar segir að félagið geri yfirtökutilboð til hluthafa Eimskips í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og að Samherji stefni ekki á að skrá félagið úr Kauphöllinni.
21.10.2020 - 13:36