Innlent

Aflýsa Ljósanótt í Reykjanesbæ
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ljósanótt átti að fara fram dagana 2.-6. september en menningar- og atvinnuráð bæjarins lagði það til á fundi í gær að henni yrði aflýst í ljósi þess óvissuástands sem ríkir vegna COVID-19.
13.08.2020 - 19:26
Sumarið mjög gott en ekki hægt að lifa veturinn af
Ferðagleði Íslendinga innanlands í sumar dugir ekki til að lifa veturinn af, segir hótelstjóri við Mývatn. Hún neyðist til að skella í lás í haust og flytja burt með fjölskylduna.
13.08.2020 - 19:20
Spánarferðir felldar niður - aflýst fyrir tvo milljarða
Öllum flugferðum frá Íslandi til meginlands Spánar hefur verið aflýst frá 20. ágúst og fram í október. Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár hafa aflýst ferðum að verðmæti tæpum tveimur milljörðum til þessa vegna COVID-19.
13.08.2020 - 19:00
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Öllum ferðum til meginlands Spánar aflýst
Íslenskar ferðaskrifstofur hafa aflýst öllum ferðum til meginlands Spánar frá ágústlokum fram í október. Alls hafa stóru ferðaskrifstofurnar þrjár aflýst ferðum að verðmæti tveimur milljörðum vegna faraldursins.
13.08.2020 - 18:49
Framhaldsskólar hefja önnina í fjarkennslu
Menntaskólinn við Sund hefur haustönnina á fjarkennslu meðan hundrað manna samkomutakmarkanir eru í gildi. Raun- og listgreinar verða kenndar í skólanum eftir fremsta megni en bóklegar greinar og íþróttir í fjarkennslu.
Sýkla- og veirufræðideild og ÍE snúa bökum saman
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans flyst tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar. Þar með mun afkastagetan aukast til muna.
13.08.2020 - 16:11
Ætla að styðja betur við menninguna
Menntamálaráðherra á von á því að stutt verði betur við menningarlíf landsins en segir að enn þá sé ekki ljóst hvernig stuðningurinn verður útfærður. Stjórnvöld skoða nú tillögur sem félög tónlistarmanna hafa sett fram.
Bíða þess um borð að hafa siglt í fjórtán daga
Menntaskólanemar frá Öckerö í Svíþjóð bíða þess nú um borð í skútunni Gunillu rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn að fjórtándi dagur siglingarinnar til landsins líði. Þá hafa þau í raun verið í fjórtán daga sóttkví um borð og stíga loks í land.
13.08.2020 - 16:02
Krefjast lægri skólagjalda verði þjónusta skert
Hópur nemenda Listaháskóla Íslands gagnrýnir hækkun skólagjalda á haustönn eftir að skólinn þurfti að skerða þjónustu verulega vegna kórónuveirufaraldursins í vor. Skólinn hækkaði skólagjöld fyrir önnina í bakkalárnámi um tæpar 8.400 krónur, eða 3%, og kostar önnin nú 288.167 krónur.
Laus úr öndunarvél og gjörgæslu
Einstaklingurinn sem lagður var inn á gjörgæsludeild og í öndunarvél er laus úr öndunarvélinni og af gjörgæslu.
13.08.2020 - 14:23
Taugríma ekki það sama og taugríma
Efnisval og fjöldi laga skiptir miklu máli þegar kemur að gagnsemi taugríma til þess að bægja frá kórónuveirusmiti. Þetta segir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum. Jón Magnús birti grein á Vísindavefnum í dag þar sem hann ræðir kosti og galla fjölnota taugríma.
13.08.2020 - 14:23
Áhorfendur ekki leyfðir á íþróttaviðburðum
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því á upplýsingafundi Almannavarna í dag að áhorfendur verði ekki leyfilegir á kappleikjum hér á landi um helgina. Keppni í íþróttum með snertingu er leyfileg frá og með morgundeginum.
13.08.2020 - 14:05
Dregur úr seltu sjávar
Selta sjávar lækkaði á  árunum 2017-2018 og hiti í efri lögum sjávar við landið sunnan- og vestanvert var um eða undir langtímameðallagi, en um eða yfir meðallagi fyrir norðan og austan.
Gerðu athugasemdir við sóttvarnir hjá yfir 50 stöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt um hundrað veitinga- og skemmtistaði undanfarna viku. Sóttvörnum hefur verið ábótavant hjá yfir helmingi þeirra. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að oft sé það vegna misskilnings varðandi tveggja metra reglu. 
13.08.2020 - 13:55
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna 13. ágúst
Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, á 103. upplýsingafundi Almannavarna í Katrínartúni. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, er gestur fundarins sem hefst klukkan þrjár mínútur yfir tvö.
Lögregla óskaði eftir vitnum að umferðaróhappi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á því hvernig kom til áreksturs á gatnamótum Arnarnesvegar í gærkvöldi. Lögreglan hafði hóskað eftir vitnum að umferðaróhappinu þar sem tveir bílar rákust saman, Honda Accord Sedan og Toyota Avensis. Ökumönnunum bar ekki saman um hvort óhappið hafi orðið á rauðu ljósi.
13.08.2020 - 13:17
Fundað á ný í Herjólfsdeilu
Samninganefndir Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. hittust á samningafundi í morgun. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Aldrei hærra hlutfall þeirra sem kaupa fyrstu eign
Aldrei hefur hlutfall kaupenda fyrstu íbúðar verið jafnhátt og nú, samkvæmt nýjum tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Fjórði hver sem býr í foreldrahúsum segist vera að íhuga að kaupa sér íbúð á næstu sex mánuðum.
Í rekstri í 14 mánuði án fullnægjandi trygginga
Ferðaskrifstofan Farvel var í rekstri í fjórtán mánuði án þess að vera með fullnægjandi tryggingar og rannsakar lögreglan nú rekstur fyrirtækisins. Forstöðumaður hjá Ferðamálastofu segir stjórnsýsluna geta þurft langan tíma til að vinna úr málum sem þessum.
13.08.2020 - 12:33
Tvö af sex smitum dagsins í Vestmannaeyjum
Tveir af þeim sex sem greindust með COVID-19 síðastliðinn sólarhring eru í Vestmannaeyjum. Lögreglan deilir tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Eyjum á Facebook.
13.08.2020 - 12:29
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Hamra smitaður
Einn starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Hömrum greindist með kórónuveirusmit í gær. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í morgun. Hjúkrunarheimilið verður lokað fyrir heimsóknir næstu daga og einingin þar sem smitið greindist hefur verið sett í sóttkví
13.08.2020 - 12:02
Ráðgátan um „Akureyrarsóninn“ áfram óleyst
Ráðgátan um Akureyrarsóninn svokallaða heldur áfram. Hljóðið torkennilega sem angrað hefur Akureyringa virðist ekki koma frá skútu við Pollinn eins greint var frá í gær. Tæp fjörutíu prósent bæjarbúa segjast heyra sóninn samkvæmt óformlegri könnun Akureyrarbæjar.
13.08.2020 - 11:30
Mikill munur á verði og gæðum andlistgríma
Dýrustu andlistgrímurnar eru í Eirbergi en þær ódýrustu í Costco samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð á þriggja laga einnota andlitsgrímum var kannað í fjölda verslana, netverslana, matvöruverslana og apóteka og verðmunurinn er mikill. Vakin er athygli á því að ekki er lagt mat á gæði þeirra gríma sem nefndar eru í könnuninni.
13.08.2020 - 11:28
Áhorfendur verði leyfðir
Áhorfendur verða leyfðir á íþróttaviðburðum sem mega hefja göngu sína að nýju frá og með morgundeginum ef marka má frétt Vísis. Heilbrigðisráðherra auglýsti nýjar sóttvarnarreglur í gær sem gera íþróttum með snertingu að fara fram á ný.
13.08.2020 - 11:20
Sex innanlandssmit greindust
Sex virk innanlands greindust í gær, öll greindust þau á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Fjórir eru á aldrinum átján til 29 ára, einn á sjötugsaldri og eitt er barn á leikskólaaldri.