Innlent

Kærðir fyrir að stofna lífi fólks í hættu í óleyfisíbúð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur kært tvo fyrir að stefna lífi íbúa í hættu með því að leigja þeim óleyfilegt húsnæði við hættulegar aðstæður, og brot á lögum um brunavarnir. Í sumar féll fyrsti dómurinn, þar sem sakfellt var fyrir sams konar brot.
23.10.2021 - 19:30
Sjónvarpsfrétt
Eldar loguðu við flugbrautina
Ein stærsta hópslysaæfing sem haldin er hér á landi fór fram á Keflavíkurflugvelli í dag. Æfð voru viðbrögð við brotlendingu farþegaþotu með 120 farþega innanborðs.
Gagnrýnir ákvörðun um að selja Mílu
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Símans að selja fjarskiptafyrirtækið Mílu til alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Hann óttast að þetta leiði til verðhækkana á þjónustu og telur að lífeyrissjóðirnir, sem meirihlutaeigendur í Símanum, hefðu átt að koma í veg fyrir þessi viðskipti.
23.10.2021 - 18:50
Myndskeið
Stjórnvöld setja skilyrði fyrir sölu Mílu
Íslensk stjórnvöld hafa gert þá kröfu við söluna á Mílu að tryggt verði að búnaður verði í íslenskri lögsögu og ávallt verði upplýst um raunverulega eigendur. Alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki hefur samþykkt að kaupa Mílu fyrir 78 milljarða króna.
Vikan með Gísla Marteini
„Hvað gerðist þessa örlagaríku nótt í Borgarnesi?“
Hvað gerðist í raun þegar atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin í Borgarnesi sem varð til þess að þau voru talin aftur? Hve margir gátu tekið Instagram-myndir innan um kjörseðlana? Sigursteinn Másson fer yfir málið í Vikunni með Gísla Marteini.
Vikulokin
Gæti gengist við útvötnuðum Hálendisþjóðgarði
Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins segir að hann geti fallist á útvatnaða útgáfu af frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Samstarf á milli ríkisins og sveitarfélaganna þurfi að vera betra en í fyrra frumvarpi. Nýr þingmaður Vinstri grænna segir flokkinn ekki eiga að gefa afslátt af þjóðgarðinum.
23.10.2021 - 14:23
Segir yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins heimóttarlega
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aðfinnslur Samkeppniseftirlitsins á því að hagsmunasamtök í atvinnulífinu blandi sér í opinbera umræðu um verðlag heimóttarlegar og fjarstæðukenndar.
23.10.2021 - 12:39
Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Viðtal
78 milljarðar króna fengust fyrir Mílu
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hefur gert samkomulag um að kaupa Mílu af Símanum á 78 milljarða króna. Hluti er í formi yfirtöku á skuldum. Gert er ráð fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir eignist 20% í Mílu á 10-11 milljarða króna. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að Ardian sé ekki að kaupa Mílu til þess að hlera símtöl Íslendinga. Síminn hafi átt í viðræðum við stjórnvöld og rætt hafi verið um að efla eftirlit.
23.10.2021 - 12:24
Fresta birtingu skjala um morðið á John F. Kennedy
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að ákveðið hefði verið að fresta birtingu gagna um morðið á John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna árið 1963.
23.10.2021 - 08:49
Milt veður á fyrsta vetrardegi
Aðgerðalítið og milt veður er í veðurkortunum á fyrsta vetrardegi, hæg suðlæg átt og dálítil væta á víð og dreif, en rofar til á Norður- og Austurlandi síðdegis.
23.10.2021 - 08:26
Spegillinn
Flókið að tryggja að bóluefni nýtist
75% landsmanna eru fullbólusett við COVID-19 og af tólf ára og eldri er hlutfallið farið að nálgast 90%. Um 560 þúsund skömmtum af bóluefnum hefur verið sprautað í landsmenn þegar allt leggst saman, efnum frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. Fljótt á litið var samið um kaup á um 1.250 þúsund skömmtum af bóluefnum fyrir grunnbólusetning og þeir skammtar duga til að bólusetja rúmlega 600 þúsund manns. Nú er unnið að því að koma umfram skömmtum í brúk.
23.10.2021 - 07:18
Unglingapartý í Kópavogi og líkamsárás í miðborginni
Lögreglunni barst tilkynning um unglingapartý í Kópavogi laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að húsið hafi verið troðfullt af unglingum og tómum áfengisumbúðum.
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.
Sjónvarpsfrétt
„Við þurfum bara fleiri úrræði“
Slökkviliðsstjóri vill rýmri heimildir til eftirlits með eldvörnum í íbúðarhúsum, og jafnvel sektarheimild ef þær eru ekki í lagi. Húsið sem brann við Bræðraborgarstíg í fyrra, þar sem þrjú létust, var skráð íbúðarhús og því ekki undir eftirliti. Ef brunahólf hefðu verið í lagi, er líklegt að eldurinn hefði valdið mun minni skaða.
22.10.2021 - 21:42
Sjónvarpsfrétt
Engum sagt upp þrátt fyrir fjölda vélmenna
Fjörutíu þúsund tonn af matvöru fara í gegnum stærsta og sjálfvirkasta vöruhús á Íslandi sem er 260 þúsund rúmmetrar að stærð. Enginn hefur misst vinnuna þrátt fyrir aukna sjálfvirkni því umfang fyrirtækisins hefur aukist á sama tíma. Forstjórinn segir að þeir sem ekki tileinki sér tæknina sitji á endanum eftir.
22.10.2021 - 20:58
Myndskeið
Allt að ár í jafnvægi á orkumarkaði
Hagfræðingur telur að orkumarkaðurinn í Evrópu komist líklega ekki í jafnvægi fyrr en í fyrsta lagi eftir hálft ár. Þýskalandskanslari segir að hækkun orkuverðs megi ekki leiða til bakslags í baráttunni fyrir grænni orku.
22.10.2021 - 20:50
Sekta fjölmiðla fyrir auglýsingar og skráningarskort
Fjölmiðlanefnd sektaði í dag nokkra fjölmiðla fyrir brot á reglum um auglýsingar, vöruinnsetningu, auglýsingar á áfengi, happdrættis og veðmálastarfsemi sem og brot á skráningarskyldu fjölmiðla.
22.10.2021 - 20:02
Samkeppniseftirlitið „í aðför gegn upplýstri umræðu“
Samtök Atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands svara tilkynningu Samkeppniseftirlitsins fullum hálsi og segja athugasemdir þeirra vera „aðför að upplýstri umræðu“. Samkeppniseftirlitið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem þau lýstu því yfir að hagsmunasamtök í atvinnulífinu ættu ekki að taka þátt í umfjöllum um verðlagningu né markaðshegðun.
22.10.2021 - 19:06
Sjónvarpsfrétt
„Enginn kostur góður í stöðunni“
Frambjóðandi sem kærði kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis segir ekki saknæmt að benda á mistök. Annar segir að enginn kostur sé góður í stöðunni. Þrettándi fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa var í dag.
Fjöldi lausra starfa til marks um bata atvinnulífsins
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tölur Hagstofunnar um laus störf á þriðja ársfjórðungi sýna batamerki í atvinnulífinu. Forseti ASÍ tekur undir það og segir áríðandi að vanda til verka við ráðningar og horfa til langtímaatvinnulausra varðandi lausnir.
Biðin styttist úr sjö mánuðum í einn
Konur þurfa nú að bíða að jafnaði 29 daga eftir niðurstöðu úr leghálsskimun. Þetta kemur fram í frétt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún tók um áramótin við skimun fyrir krabbameini í leghálsi og í janúar var meðalbiðtími eftir niðurstöðu um 220 dagar eða rúmir sjö mánuðir. 
Eggert Gunnþór kveðst fullkomlega saklaus
Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður FH segist vera fullkomlega saklaus af þeim áskökunum sem á hann hafa verið bornar um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010.
22.10.2021 - 17:22
Landsréttur þyngir nauðgunardóm
Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun úr tveimur árum í þrjú ár. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi þar sem konan hafði veitt samþykki sitt fyrir samræði. Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst ekki á það og heldur ekki Landsréttur. Maðurinn hóf að beita konuna ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð þannig að hún hlaut áverka af.