Innlent

Viðtal
Ekki nógu mörg rými á gjörgæslu þrátt fyrir hágæslurými
Langþráð hágæslurými fyrir sjúklinga á gjörgæsludeild sem eru minnst veikir hafa loks verið tekin í notkun. Ísland er þó enn eftirbátur annarra norrænna ríkja þegar kemur að fjölda gjörgæslurýma. 
03.12.2021 - 20:12
Fréttaskýring
Um omíkron: „Eitthvað mjög mikið gerst á skömmum tíma“
Omíkron-afbrigðið er róttækasta breytingin sem orðið hefur á kórónuveirunni. Erfðafræðingur segir að það veki ugg hversu miklar breytingarnar séu. Enn sé þó ekki ljóst hvort þær geri það skaðlegra en önnur afbrigði. Þetta nýjasta afbrigði hefur þó þróast út frá frumgerðinni en ekki af delta-afbrigðinu. Mun meiri ástæða er til að þróa bóluefni gegn þessu nýjasta afbrigði en öðrum, segir erfðafræðingur.
Óljóst með tilslakanir í næstu viku
Heilbrigðisráðherra segir óljóst hvort hægt verði að slaka á samkomutakmörkunum í næstu viku vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Von er á minnisblaði frá sóttvarnalækni um helgina um næstu skref í sóttvörnum.
03.12.2021 - 19:25
Þjóðarleikvangar á oddinum hjá nýjum ráðherra
Nýir þjóðarleikvangar verða á oddinum hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu að sögn Arnars Þórs Sævarssonar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra. Farið verður í saumana á stöðu mála á næstu vikum.
Þrefalt fleiri létust úr smitsjúkdómum 2020 en 2019
Þrefalt fleiri létust úr smitsjúkdómum hér á landi í fyrra en árið á undan. Ástæðan er Covid-19. Um það bil sex sinnum fleiri létust úr Covid í fyrra en létust úr inflúensu að meðaltali á ári síðustu tíu árin. Áhrif bólusetninga eru augljós í tölfræðinni.
03.12.2021 - 18:44
Fátækir eigi erfiðara nú en oft áður
Stór hópur í samfélaginu kvíðir jólunum og veit ekki hvernig hann á að gefa börnum sínum jólagjafir. Fátækir eiga erfiðara nú en oft áður. Þetta segir samhæfingarstjóri PEPP, grasrótarsamtaka fátækra á Íslandi.
03.12.2021 - 18:29
Vilja bæta stöðu fólks með framheilaskaða
Hingað til hefur verið skýr verkaskipting ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fólks með framheilaskaða. Endurskoðun er nú í gangi og til stendur að bæta þjónustuna, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir að best væri ef hægt yrði að mynda teymi um hvern og einn.
03.12.2021 - 18:10
Haraldur fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ
Haraldur Þorleifsson fékk í dag hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands.
Samfélagssmit mögulega á sveimi á Egilsstöðum
Umfangsmikil skimun fer nú fram á Egilsstöðum þar sem mörg kórónuveirusmit hafa greinst undanfarna daga. Í gær greindust þrjú smit á Egilsstöðum, þar af tvö utan sóttkvíar. Smitrakning stendur yfir samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. 180 PCR sýni voru tekin á Egilsstöðum í dag. Von er á niðurstöðum úr þeirri sýnatöku seint í kvöld eða í fyrramálið.
03.12.2021 - 17:31
Þyngdi tvo nauðgunardóma og staðfesti þann þriðja
Landsréttur sakfelldi í dag þrjá karlmenn fyrir nauðgun. Refsingar við brotum tveggja mannanna voru þyngdar í Landsrétti frá því sem ákveðið var í upphaflegum dómum í héraði. Einn dómanna var vegna nauðgunar árið 2008 og annar vegna brots stuðningsfulltrúa gegn fötluðum ungum manni sem er með vitsmunaþroska sem samsvarar þroska átján mánaða gamals barns.
03.12.2021 - 16:41
Mikill halli sveitarfélaga á rekstri málefna fatlaðra
Það stefnir í að halli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, á rekstri málefna fatlaðra, verði á þriðja hundrað milljóna króna á þessu ári. Þá lítur út fyrir að tekjuframlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna minnki um 120 milljónir króna frá síðasta ári.
Óljós kostnaður við fjölgun ráðuneyta
Kostnaður við fjölgun ráðuneyta í Stjórnarráðinu liggur ekki fyrir. Einhver störf eiga eftir að flytjast á milli ráðuneyta, en allar líkur eru á því að starfsfólki hins opinbera eigi eftir að fjölga með fjölgun ráðuneyta, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn til að skipuleggja aðalskrifstofu nýs ráðuneytis.
Kæra úrskurðinn og íhuga að hætta raðgreiningu
Íslensk erfðagreining ætlar að kæra ákvörðun Persónuverndar um að vinnsla persónuupplýsinga í aðdraganda viðbótar við vísindarannsókn á Covid-19 hafi ekki samrýmst persónuverndarlögum.
Ólíklegt að hlaup hafi áhrif á samgöngur
Vegagerðin telur ekki líklegt að jökulhlaup í Gígjukvísl hafi áhrif á samgöngur eða að loka þurfi vegi en fylgst verður vel með stöðunni næstu daga.
03.12.2021 - 15:14
Kaupa 72 skammta af lyfi gegn covid
Heilbrigðisyfirvöld hafa keypt 72 skammta af lyfi sem þykir hafa reynst vel til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks með covid. GlaxoSmithKline hefur þróað lyfið Sotrovimab sem einstofna mótefni til að nota í upphafi veikinda hjá fólki sem smitast af covid. Með því á að koma í veg fyrir að fólk veikist alvarlega.
03.12.2021 - 14:59
Ásdís Halla ráðin til undirbúnings nýju ráðuneyti
Ásdís Halla Bragadóttir tekur að sér starf verkefnisstjóra við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Hún verður starfsmaður mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en vinnur náið með öðrum starfsmönnum Stjórnarráðsins að verkefninu.
Gagnrýni
Hátíð endurtekningarinnar í tímans straumi
Jólaboðið í Þjóðleikhúsinu kitlar vel hláturtaugarnar en ýmsir hlutir reyna á trúverðugleika, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi um Jólaboðið.
Óboðlegt að afgreiða fjárlög í spreng
Formaður Samfylkingarinnar segir fjárlög ríkisstjórnarinnar einkennast af kjarkleysi og skeytingarleysi gagnvart jöfnuði. Formaður Viðreisnar segir óboðlegt að Alþingi afgreiði fjárlög í spreng og skorar á forystu flokkanna að ræða vorkosningar á ný.
03.12.2021 - 12:54
Hugmyndir um að bólusetja börnin í skólunum
Undirbúningi fyrir kórónuveirubólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára er að ljúka. Beðið er ákvörðunar sóttvarnalæknis um framkvæmdina. Hugmyndir eru um að hefja bólusetningar í skólum upp úr áramótum. Líklegt er að þau verði álíka mörg og fullorðnir.
Rafbílakvótinn fylltur á næsta ári
Skattaívilnanir af kaupum á hreinum rafbílum renna líklega út um mitt næsta ár þegar kvóta stjórnvalda verður náð. Ekki er vitað hvað tekur við eftir það og kallar formaður Rafbílasambandsins eftir langtímahugsun hjá stjórnvöldum.
Gerir ráð fyrir omíkron í nýju minnisblaði
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir meiri útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í minnisblaði sem hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir um helgina. Ekki hafa greinst smit af þessu afbrigði utan Akraness. 
Unnið gegn matarsóun á Akureyri
Á Akureyri er verið að ýta úr vör stóru matargjafaverkefni. Markmiðið er að ýmsir aðilar í veitingarekstri gefi mat sem til fellur og komi þannig í veg fyrir matarsóun og aðstoði í leiðinni þá sem minna mega sín.
03.12.2021 - 12:23
Óvissustigi aflétt í Geldingadölum en yfirborð óstöðugt
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum. Ekki hefur sést til hraunflæðis frá gígnum frá 18. september.
Sjónvarpsfrétt
Sjö af hverjum tíu Pólverjum á Íslandi upplifa mismunun
Nærri sjö af hverjum tíu Pólverjum hafa upplifað mismunun vegna þjóðernis, samkvæmt nýrri rannsókn sem um þúsund Pólverja hér á landi tóku þátt í. Meira en helmingur hefur orðið fyrir hatursorðræðu.
03.12.2021 - 12:07
Elstu íbúar Hornafjarðar mótmæla seinagangi
„Nýtt hjúkrunarheimili strax" og „Einbýli takk" stendur á kröfuspjöldum eldri borgara á Hornafirði sem mótmæltu í morgun seinagangi við byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Kona á tíræðisaldri sem deilir herbergi með öðrum segir niðurdrepandi að geta ekki talað við fólk í einrúmi.
03.12.2021 - 11:56