Innlent

Smit á kosningavöku Framsóknarflokksins
Gestur á kosningavöku Framsóknarflokksins um helgina hefur greinst með Covid-19 og hafa allir sem voru útsettir fyrir smiti verið settir í sóttkví.
28.09.2021 - 21:45
Aðgerðum hætt á Sauðárkróki - eðlilegt rennsli í Sauðá
Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem gripið var til fyrr í dag vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Eftir skoðun þar tilbærra sérfræðinga, þegar veður gekk niður, kom í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju.
Myndskeið
Grundvallaratriði að unnt sé að treysta kosningum
Formaður Flokks fólksins vonar að leiðrétting vegna talningar í Norðvesturkjördæmi verði farsæl og fagnar því að endurtalning sé trúverðug í Suðurkjördæmi. Formaður Samfylkingarinnar segir atvik sem þessi vond á marga vegu og setji fjölda fólks í óþægilega stöðu. 
28.09.2021 - 19:10
Ekki staðfest að meðferð kjörgagna var fullnægjandi
Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, las upp bókun hennar að loknum fundi hennar nú rétt í þessu þar sem fram kom að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að meðferð kjörgagna hefði verið fullnægjandi. Boltinn væri núna hjá Alþingi sem hefur það hlutverk samkvæmt stjórnarskrá að staðfesta úrslit þingkosninganna.
28.09.2021 - 18:15
„Bókstaflega rigndi inn aðstoðarbeiðnum“
Veðurspá um norðvestanhríð norðan- og vestanlands hefur gengið eftir í dag. Veðrið er nú í hámarki á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem útköllum björgunarsveita tók að fjölga síðdegis.
28.09.2021 - 18:08
Deildu um málningu - forljót eða sjaldgæft listaverk
Kærunefnd húsamála telur að samþykki 2/3 íbúa þurfi til að mála megi yfir handverk sem hefur verið á neðri hluta veggja í sameiginlegum stigagangi fjölbýlishúss. Fimm af átta eigendum vildu losna við málninguna þar sem hún væri forljót en þrír íbúar voru á móti og sögðu málninguna listaverk sem hefði fylgt húsinu frá byggingu þess.
28.09.2021 - 17:51
Alsæl í öruggu húsnæði
Fyrir tveimur árum afhenti íbúðafélagið Bjarg sína fyrstu leiguíbúð. Í dag tók einstæð móðir við lyklum að fimm hundruðustu íbúðinni. Hún er alsæl með að vera í tryggu og öruggu framtíðarheimili.
28.09.2021 - 17:36
Vakta báta í Bolungarvíkurhöfn
Eigendur báta í Bolungarvíkurhöfn og björgunarsveitarfólk hafa fylgst vel með ástandinu í höfninni undanfarinn sólarhring. Ekkert tjón hefur orðið á bátum þrátt fyrir vonskuveður.
28.09.2021 - 17:29
Telur sig hafa verið á staðnum þegar myndir voru teknar
„Mér sýnist að þessi mynd sé tekin áður en ég fór, ég tók til að mynda með mér þessi gögn sem sjást á borðinu á annari myndinni. Það var ekkert á borðinu þegar ég fór,“ segir Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Vefmiðlar hafa í dag birt tvær myndir sem birtar voru á Instagram og voru teknar af talningastað á Hótel Borgarnesi. Myndirnar hafa verið fjarlægðar og eigandi hótelsins viðurkennir að þær hafi verið óheppilegar.
28.09.2021 - 16:10
Fjórir leikskólar opnaðir á næstu mánuðum
Reykjavíkurborg áformar að setja á fót fjóra nýja leikskóla í vetur sem rúma 340 börn.
Vill kanna möguleikann á að skima alla komufarþega
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að kannaður verði fýsileiki þess að skima alla farþega með PCR-prófi eða hraðprófi við komuna hingað til lands og fella þannig niður kröfu um vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum COVID-19.
28.09.2021 - 15:24
Grófu upp lömb sem fennti í skurðum heima við bæ
Mestallt fé er komið af fjalli á Norðurlandi enda seinni göngum víðast hvar lokið. Bændur þar hafa því meiri áhyggjur af lambfé sem komið er heim á bæi og getur lent þar í hættu. Í Víðidal þurfti að grafa upp nokkur lömb sem fennti í kaf í skurðum heima við bæ.
28.09.2021 - 15:07
Krapastífla í Sauðá - fólk haldi sig fjarri
Lögreglan á Norðurlandi vestra setti rétt í þessu áríðandi tilkynningu á Fésbókarsíðu sína þess efnis að Sauðá væri hætt að renna og ástæðan er talin sú að krapastífla hafi myndast í henni.
28.09.2021 - 15:03
Afléttingar á landamærum taka gildi á föstudag
Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur, frá 1. október, að sýna vottorð um neikvætt COVID-próf á landamærunum en þurfa þó að sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Þetta segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi 1. október.
28.09.2021 - 14:52
Sammála um að rugga ekki bátnum
Einhugur var á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann þótt forsendur hans væru brostnar.
Kirkjan í Grímsey var tryggð fyrir tæpar 30 milljónir
Tæplega fjórar milljónir hafa safnast inn á reikning sóknarnefndar Grímseyjarkirkju eftir að söfnun var sett á laggirnar í síðustu viku. Kirkjan sem brann til kaldra kola í síðustu viku var tryggð fyrir tæplega 30 milljónir króna.
28.09.2021 - 14:18
Um 37 ferðamenn fluttir á hótel eftir að rúta fór út af
Rúta með á fjórða tug ferðamanna innanborðs fauk út af veginum við Heggstaðanessafleggjara í Hrútafirði á tólfta tímanum í dag. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að ferðamennirnir hafi verið fluttir á hótel í nágrenninu.
28.09.2021 - 14:15
Gagnrýni
Grímur sem ganga um ljósum logum
Eydís Blöndal vegur salt milli hugleiðinga í prósa og hefðbundnari módernískra ljóða í nýjustu ljóðabók sinni, Ég brotna 100% niður, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Grímurnar sem við berum ganga um ljósum logum í þessari bók, grímurnar og performansinn, leikritið sem ljóðmælandi telur sig sjá hjá sjálfri sér og öðrum, og lýsir hvoru tveggja sem birtingarmyndum bitrustu örvæntingar.“
Útvarpsumfjöllun
Veðrið á enn eftir að versna - eldingu sló niður
Aftakaveður er á norðvestanverðu landinu þar sem appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Rúta fauk út af í Hrútafirði, vegir eru víða lokaðir og rafmagnslaust var um tíma á Húsavík. Foráttuhvasst verður vestanlands í dag, en illviðrið ætti að ganga niður þegar líður á kvöldið.
28.09.2021 - 12:42
Fjórar af sex yfirkjörstjórnum hafa skilað skýrslu
Fjórar yfirkjörstjórnir eru búnar að skila skýrslu til landskjörstjórnar um meðferð og talningum um helgina. Búist við hinum tveimur í dag.
Hver sker úr um lögmæti kosninga?
Stjórnarskráin færir Alþingi endanlegt úrskurðarvald um lögmæti kjörbréfa og það er hlutverk þess að skera úr um hvort kosningar teljist gildar segir lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
Breskur lávarður sagður verja Samherja í Namibíu
Edward Garnier, lögmaður og fyrrverandi þingmaður breska Íhaldsflokksins, er sagður hafa verið ráðinn sem lögmaður Samherja til að verjast framsalskröfu namibískra yfirvalda. Ríkissaksóknari Namibíu vill fá þrjá Íslendinga framselda, þá Aðalstein Helgason, Egil Helga Árnason og Ingvar Júlíusson. Garnier fullyrðir að ekkert land, sem eigi aðild að mannréttindasáttmála Evrópu, muni afgreiða framsalsbeiðnina.
28.09.2021 - 12:10
Snjóflóðahætta í september — „Það er mjög óvenjulegt“
Veðrið hefur haft töluverð áhrif á færð á vegum í allan morgun. Ástandið er verst á Vestfjörðum þar sem allir helstu fjallvegir eru lokaðir vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir snjóflóðahættu í september vera einsdæmi.
28.09.2021 - 12:01
Sjónvarpsviðtöl
„Engar fréttir eru góðar fréttir núna“
Forystumenn stjórnarflokkanna voru heldur fámálir þegar þeir komu út af fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Engar fréttir eru góðar fréttir núna,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði samtalið hafa verið mjög fínt, mikilvægt væri að greina stóru áherslumálin. „Það er alvöruefni að undirbúa ríkisstjórn fyrir heilt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
28.09.2021 - 11:44
Rúta fór út af - björgunarsveitir bregðast við foktjóni
Rúta með á fjórða tug ferðamanna innanborðs fauk út af veginum við Heggstaðanessafleggjara í Hrútafirði. Rútan valt ekki og eru allir um borð við góða heilsu. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er leiðindaveður í Hrútafirði og mikill krapi á veginum. Björgunarsveitir eru á leið til aðstoðar.
28.09.2021 - 11:25