Innlent

Sala rafbíla eykst en skortur á hráefni gæti hægt þar á
Kaupendur nýrra bíla um heim allan völdu á síðasta ári í ríkara mæli en áður að velja rafdrifinn bíl en skortur á hráefnum á borð við líþín gæti orðið til að draga úr því.
Funda á morgun um mögulegar viðræður við S, P og C
Borgarstjórnarhópur Framsóknarflokksins hittist á fundi á morgun og ræðir hvort rétt sé að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn.
Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu meðal sakborninga
Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamót situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að standa á bak við umfangsmikið fíkniefnamál sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðustu mánuði. Hann var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu á föstudag.
Félagsráðgjafar lýsa áhyggjum af brottvísun flóttamanna
Félagsráðgjafafélag Íslands segir mikið áhyggjuefni að stór hópur umsækjenda um alþjóðlega vernd eigi nú yfir höfði sér að vera vísað úr landi. Í ályktun frá félaginu segir að íslenska ríkið stuðli með brottvísununum að því að hrekja fleiri á flótta um Evrópu. Skorar félagið á stjórnvöld að hafa mannúðarsjónarmið í fyrirrúmi í ákvörðunum um móttöku flóttafólks og við lagasetningu er varðar málefni útlendinga.
Kastljós
Fengu góðar undirtektir á fundum með tæknirisum
Íslenska sendinefndin sem fundaði með forsprökkum Google, Microsoft, Amazon og fleiri risavaxinna tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fékk góðar undirtektir við bón sinni um samstarf við að tryggja sess íslenskunnar í stafrænum heimi. Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Kastljósi í kvöld.
Spegillinn
Costco á Íslandi 5 ára
Það er óhætt að segja að íslenskur smásölumarkaður hafi titrað fyrir sjö til átta árum þegar fréttist að alþjóðlega verslanakeðjan Costco, sem upprunnin er í Bandaríkjunum, hygðist opna stórverslun hér á landi. Og almenningur beið spenntur.
23.05.2022 - 20:00
Næsta skref í íbúðauppbyggingu
„Það var í raun og veru verið að taka næsta skref núna í íbúðauppbyggingu þar sem VR ríður á vaðið að byggja húsnæði sem er fyrir hinn almenna félaga, leiguhúsnæði, óháð tekjumörkum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um rammasamning sem hún, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag.
23.05.2022 - 18:27
D og B mynda meirihluta í Suðurnesjabæ
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf í Suðurnesjabæ. Samkomulagið var undirritað í gær af bæjarfulltrúum beggja framboða.
Sjónvarpsfrétt
Skorar á þingmenn að sigla með Sæfara til Grímseyjar
Grímseyingar eru orðnir langþreyttir á ferjunni Sæfara sem siglir milli lands og eyjar. Sjómaður í Grímsey skorar á þingmenn í kjördæminu að koma út í eyju í fimm metra ölduhæð og upplifa aðstæður.
23.05.2022 - 17:12
Skæð veira stöðvar allt laxeldi í Reyðarfirði
Allt laxeldi hefur nú verið stöðvað tímabundið í Reyðarfirði vegna veiru sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi. Í vetur greindist veiran fyrst á stöð við Gripalda og nú í vor greindist hún einnig á stöð sem kennd er við Sigmundarhús. Vonir stóðu til þess að stöðin við Vattarnes myndi sleppa þar sem hún er í um 10 kílómetra fjarlægð frá hinum en í dag tilkynnti Matvælastofnun að veiran hefði einnig greinst þar.
23.05.2022 - 16:58
Varar við skyndikynnum vegna apabólu
Fyrsta tilfelli apabólu greindist í Danmörku í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir nokkuð ljóst að sjúkdómurinn berist hingað til lands. Hann hvetur fólk til að vera ekki í nánu samneyti við ókunnugt fólk og passa sig í kynlífi. 
23.05.2022 - 16:47
Segir brottvísunina þá ógeðfelldustu í Íslandssögunni
Hart var tekist á um flóttamannamál í upphafi þingfundar í dag. Þrír þingmenn spurðu þrjá ráðherra um brottvísun tæplega 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi og senda til Grikklands.
Fimm sitja í gæsluvarðhaldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 40 kíló af kannabis fyrir helgi í aðgerðum lögreglu. Fimm sitja í gæsluvarðhaldi til tveggja vikna vegna málsins en alls voru tíu handteknir í þágu rannsóknarinnar.
Perla Ösp ráðin framkvæmdastjóri Eflingar
Efling stéttarfélag hefur ráðið Perlu Ösp Ásgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins. Perla var framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum í 11 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.
23.05.2022 - 16:17
Skera upp herör gegn hatursorðræðu
Vísbendingar um vaxandi hatursorðræðu vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar eru helstu ástæður þess að forsætisráðherra vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda gegn hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
Bókanir í Skógarböðin langt fram á haust
Í gær voru Skógarböðin við Akureyri opnuð formlega. Aðdragandi opnunarinnar hefur verið langur en fyrst var stefnt á að opna böðin í byrjun árs.
„Reynir á Framsóknarflokkinn að svara kröfu kjósenda“
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að niðurstöður borgarstjórnarkosninganna hafi verið skýrar, meirihlutinn hafi fallið með afgerandi hætti. Hún kallar útspil Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata, um að bjóða Framsóknarflokki til meirihlutaviðræðna og útiloka Sjálfstæðisflokkinn, þvingun.
Meirihlutaviðræður á Akureyri ganga vel
Meirihlutaviðræður D-lista, B-lista, S-lista og M-lista á Akureyri ganga vel að sögn Heimis Arnar Árnasonar, oddvita D-lista. Hann segir þau vilja Ásthildi Sturludóttur áfram sem bæjarstjóra.
Land hefur risið um 40-50 millimetra á Reykjanesskaga
Veðurstofa Íslands mældi um 400 jarðskjálfta á Reykjanesskaga síðasta sólarhring. Á nýjum gervihnattamyndum má sjá að land hefur risið um 40 til 45 millímetra frá 27. apríl til 21. maí, eða frá því að nýjasta jarðskjálftahrinan hófst á svæðinu.
Yfir 600 bátar skráðir til strandveiða
Yfir 600 bátar hafa nú verið skráðir til strandveiða og eru heldur fleiri farnir til veiða en á sama tíma í fyrra. Mikil hækkun hefur orðið á fiskverði á þessari vertíð og til dæmis er verð fyrir slægðan ufsa um 100% hærra en í fyrrasumar.
23.05.2022 - 13:41
Matvælaráðherra vill efla fæðuöryggi
Stríðsógnir, heimsfaraldrar og náttúruvá eru meðal atburða sem geta leitt til ójafnvægis þegar kemur að fæðuöryggi. Mikilvægt er að greina og vakta áhættuna sem slíkum atburðum fylgja. Neyðarbirgðir geta skipt sköpum í öryggisviðbúnaði landsins.
Nýjar myndir væntanlegar af skjálftasvæðinu
Um 400 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhring á Reykjanesskaga. Von er á nýjum myndum af svæðinu innan sólarhrings svo unnt verði að greina betur hvað er á seyði á svæðinu. 
Mánaðar fangelsi fyrir að sigla Herjólfi réttindalaus
Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla skipinu þegar skipstjórnarréttindi hans voru útrunnin. Hann var að auki dæmdur fyrir að gefa upp rangar upplýsingar um mönnun skipsins.
Slys á Eskifirði kallar á eiturefnamælingar í lestum
Hættulegar gastegundir geta leynst í lestum skipa eftir að uppsjávarafla hefur verið landað. Menn sem fara þangað niður geta verið í hættu því einungis er mælt hvort nægt súrefni er í lestinni, ekki er athugað sérstaklega með eiturefni.
23.05.2022 - 12:20
„Ekki sjálfgefið að fara í meirihluta“
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir ekki sjálfgefið að flokkurinn verði í meirihluta í nýrri borgarstjórn. Hann fundar með sínu fólki í kvöld, grasrótinni og þeim sem eru á listanum. Fundurinn hefst klukkan sjö í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu. Réttast sé að meta stöðuna núna og hvort vænlegt sé að mynda meirihluta með þeim flokkum sem hafi stýrt borginni undanfarin ár.
23.05.2022 - 12:06