Innlent

Minnka framlög úr Jöfnunarsjóði um fjóra milljarða
Mörg sveitarfélög sjá fram á harðan vetur í rekstri sínum. Degið verður úr framlögum til þeirra úr Jöfnunarsjóði um fjóra milljarða á þessu ári. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir það vonbrigði að frumvarp um lágmarksíbúafjölda í hverju sveitarfélagi hafi ekki litið dagsins ljós á nýafstöðnu vorþingi.
Magnúsi gert að greiða 1,2 milljarða króna
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon um að mál gegn þrotabúi Sameinaðs Sílíkons verði endurupptekið. Dómstóllinn hafi áður gert honum að greiða þrotabúinu 1,2 milljarða króna
09.07.2020 - 20:11
Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar
Myndskeið
Löndin þar sem Íslendingar þurfa ekki að fara í sóttkví
Íslendingar geta nú ferðast til flestra ríkja í Evrópu án þess að fara í sóttkví við komuna þangað. Til skoðunar er hvaða önnur ríki sem Evrópusambandið telur að séu örugg geti einnig verið opin fyrir Íslendinga.
09.07.2020 - 19:19
ESA samþykkir fjölmiðlastyrk íslenskra stjórnvalda
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur samþykkt áform íslenskra stjórnvalda um fjárhagsstuðning fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kórónuveirufaraldursins. Menntamálaráðherra gaf út reglugerð þessa efnis síðasta föstudag.
Myndskeið
Þrýst á aukið frelsi en lítið þarf fyrir annan faraldur
Búast má við breyttum áherslum í sýnatöku á landamærum um næstu mánaðamót og hún beinist í auknum mæli að Íslendingum. Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til að veitingastaðir geti verið opnir lengur en nú er, en ætlar að bíða með tillögur um rýmkun á samkomutakmörkunum.
09.07.2020 - 19:10
Ætlar að vinda ofan af gjörningi Haraldar
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá embættinu um breytingar á launakjörum sem færðu þeim stóraukin lífeyrisréttindi, samkvæmt lögfræðiáliti sem núverandi ríkislögreglustjóri aflaði. Hún hefur tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að til standi að vinda ofan af samningunum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Vindur ofan af ákvörðun forvera síns
Ríkislögreglustjóri ætlar að vinda ofan af samkomulagi sem gert var við yfirlögregluþjóna og jók lífeyrisréttindi þeirra samtals um 300 milljónir. Forveri hennar mátti ekki gera slíkan samning, samkvæmt lögfræðiáliti.
09.07.2020 - 18:53
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
„Það heyrðust drunur og jörðin hristist“
Litlu munaði að slys yrðu á fólki er tveggja metra grjóthnullungur féll ofan á stíg í Þakgili um þrjúleytið í dag. Þakgil, sem er skammt frá Vík í Mýrdal, er vinsæl viðkomustaður hjá ferðamönnum og hafði mikill fjöldi fólks verið á staðnum skömmu áður.
09.07.2020 - 18:22
Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Sólarlandaferðir seljast grimmt
Eftirspurn eftir sólarlandaferðum hefur aukist mikið á síðustu dögum. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar VITA, segir að það sé uppselt í sumar fyrstu ferðirnar sem farnar verða um helgina. VITA fer í sólina að nýju fjórum mánuðum eftir að flugferðum var hætt í mars vegna kórónuveirufaraldursins. 
09.07.2020 - 18:10
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Jarðskjálfti upp á 3,3 skammt frá Grindavík
Jarðskjálfti upp á 3,3 varð klukkan 16:12 í dag um 3,5 km norðaustur af Grindavík. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ. Ekki er útilokað að fleiri skjálftar fylgi í kjölfarið.
09.07.2020 - 17:19
Opna á umsóknir um stuðningslán
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hafa opnað á umsóknir um stuðningslán. Lánin voru meðal þeirra aðgerða sem kynntar voru í aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins í apríl. Þau eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
09.07.2020 - 16:40
Sultartangavirkjun ekki gangsett
Sultartangavirkjun hefur ekki verið gangsett að nýju eftir að ein vélin stöðvaðist á laugardag þegar landfylla féll ofan í frárennslisskurð og myndaði mikla flóðbylgju. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur verið ákveðið að bíða með gangsetningu og rífa þess í stað gamla brú yfir skurðinn sem upphaflega átti að bíða með til mánaðamóta.
09.07.2020 - 16:06
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.
09.07.2020 - 15:59
Í gæsluvarðhaldi til 6. ágúst vegna brunans í Vesturbæ
Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 6. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að eldsvoða í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs 25. júní.
Gefur lítið fyrir skýringar Áslaugar Örnu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur ritað opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Í bréfinu er hún hvött til þess að hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri.
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
COVID-19
Margt gagnlegt en annað beinlínis rangt í gagnrýninni
Margt er réttmætt í gagnrýni lækna en margt er beinlínis rangt, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann svaraði gagnrýni á áherslur stjórnvalda í baráttunni gegn kórónaveirunni á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
09.07.2020 - 14:31
Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Upplýsingafundur Almannavarna verður í beinni útsendingu frá Katrínartúni klukkan 14 í dag. Sýnt verður frá fundinum í Sjónvarpinu og á vefnum og honum útvarpað á Rás 2.
09.07.2020 - 13:53
Brennisteinslykt finnst við Múlakvísl
Aukin rafleiðni er í Múlakvísl á Mýrdalssandi og hafa ferðamenn tilkynnt Veðurstofu Íslands um brennisteinslykt á svæðinu. Líklegt er að jarðhitavatn leki nú í ána úr sigkötlum, svokallað bræðsluvatn, en ekki er talið að vatnsmagnið sé nægilegt til að hlaup verði í ánni.