Innlent

Þokkalega milt veður næstu daga
Veðurstofan spáir sunnan- og suðvestanátt, fimm til tíu metrum á sekúndu, skýjuðu veðri og dálítilli vætu, en þurrt verður að kalla suðaustan- og austanlands. Hiti veður á bilinu tvö til átta stig yfir daginn.
21.04.2021 - 06:52
Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
Nokkrir þingmenn gerðu fyrirvara við frumvarp Svandísar
Nokkrir þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir á fundi þingflokksins í kvöld að þeir gerðu fyrirvara við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og breytingar á útlendingalögum í tengslum við hertar aðgerðir á landamærunum. „Menn ætla að láta það koma fram í umræðum um málið á þinginu á morgun,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu.
Undanþágubeiðni verður að berast 2 dögum fyrir komuna
Þeir sem ætla að sækja um undanþágu fyrir að vera í sóttkví á sóttkvíarhóteli verða skila slíkri beiðni tveimur dögum fyrir komuna til landsins. Þetta kemur fram í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og breytingar á lögum um útlendinga. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í kvöld.
Myndskeið
Hertar aðgerðir ekki áfall fyrir ferðaþjónustuna
Ferðamálaráðherra segir að hertar aðgerðir á landamærum valdi ekki miklum skaða hjá ferðaþjónustunni. Dómsmálaráðherra segir breytingar á litakóðunarkerfi skapa eins mikinn fyrirsjáanleika og unnt sé.
Eldisleyfi líklega boðin út í Mjóafirði
Eldisleyfi verða líklega boðin út í Mjóafirði á Austfjörðum. Sjávarútvegsráðherra hefur beðið Hafrannsóknastofnun um að gefa út hve mikið eldi fjörðurinn þolir en bæði Laxar fiskeldi og Fjarðabyggð vilja að eldi í firðinum.
20.04.2021 - 20:30
Viðtal
Djörf yfirlýsing en lengi kallað eftir henni
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir yfirlýsing stjórnvalda um að öllum takmörkunum verði aflétt þegar meirihluti fullorðinna verður kominn með fyrri skammt bóluefnis sé djörf en hann hafi lengi kallað eftir slíkri yfirlýsingu. Hann segir fyrri skammtinn duga sem vörn gegn alvarlegri veikindum og það sé væntanlega bara tímabundið að fólk sé bara með fyrri skammtinn.
20.04.2021 - 20:25
Myndskeið
Sérstakt að spila við bólusetningu
Um sex þúsund manns fengu fyrstu sprautu af bóluefni frá Pfizer í dag. Í Laugardalshöll fékk fólk að hlýða á strengjaleik.
Myndskeið
Bautasteinn á áður týnda gröf skáldsins
Bautasteinn prýðir nú gröf Páls Ólafssonar stórskálds og konu hans Ragnhildar Björnsdóttur í Hólavallagarði. Gröf hjónanna fannst í fyrra, eftir að hafa verið týnd um árabil.
Ruglandi fundur og fúsk, segir stjórnarandstaðan
Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna voru ekki á eitt sáttir við þær hertu aðgerðir á landamærunum sem kynntar voru á blaðamannafundi í Hörpu síðdegis í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kallaði þær fúsk og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þær frekar víkka út heimildirnar heldur en hitt. „Þetta gerir lítið sem ekkert.“
Andrésarleikunum frestað, flýtt aftur og nú aflýst
Ákveðið hefur verið að aflýsa Andrésar andar leikunum árið 2021. Hátt í eitt þúsund keppendur voru skráðir til leiks. Almannavarnir og sóttvarnalæknir lögðust gegn áformunum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi varðandi farsóttina í samfélaginu.
20.04.2021 - 19:23
Myndskeið
Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um Janssen
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort eða hvenær bólusett verði með bóluefni Janssen hér á landi. Þetta kemur fram í svari Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
20.04.2021 - 18:48
Öllum takmörkunum innanlands gæti verið aflétt í júní
Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt þegar búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni. Þetta kemur fram í glæru sem birt er á vef Stjórnarráðsins. Miðað við bjartsýnustu áætlanir bóluefnaframleiðanda gæti það orðið í júní þegar stefnt er að því að 67 prósent Íslendinga, 16 ára og eldri, verði búnir að fá fyrri skammtinn.
Gosið ekki í rénun þó að slokknað sé í nyrsta gígnum
Það er fátt sem bendir til þess að gosið í Geldingadölum og Meradölum sé að ljúka þrátt fyrir að hætt sé að gjósa í nyrsta gígnum. Þvert á móti benda mælingar til þess að hraunrennsli sé heldur að aukast en hitt.
Lýsir yfir áhyggjum af stöðu grunnskólanema
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins spurði á Alþingi í dag hvort stefnan um skóla án aðgreiningar væri of dýru verði keypt. Árangur grunnskólanemenda í PISA könnunum væri skelfilegur og lesskilningur í frjálsu falli.
20.04.2021 - 17:38
Viðtal
Þurftu að fjölga verkfærum í töskunni
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld hafi þurft að tryggja það að sóttvarnahótel sé regla fyrir þá sem koma frá svæðum þar sem faraldurinn er í uppsveiflu. Fjölga hafi þurft verkfærum í tösku stjórnvalda hér á landi.
Rúmlega 2.100 skimaðir og 5.600 bólusettir
Rúmlega 2.100 manns fóru í COVID-19 sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í dag, um sjö hundruð færri en í gær. „Þetta gekk mjög vel og það mynduðust ekki jafn miklar biðraðir í dag og í gær,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
20.04.2021 - 17:20
Mynd með færslu
Í BEINNI
Rządowa konferencja prasowa z powodu COVID-19
Relacja na żywo z rządowej konferencji prasowej na temat środków ostrożności względem zakażeń COVID-19. Konferencja rozpocznie się o godzinie 16:00.
20.04.2021 - 15:49
Upptaka
Blaðamannafundur í Hörpu vegna landamæraaðgerða
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar í Hörpu klukkan 16 í dag. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fara yfir ráðstafanir á landamærum.
Umferðarteppa á Selfossi þegar 300 manns fóru í skimun
Umferðarteppa myndaðist í miðbæ Selfoss eftir hádegi í dag þar sem mikil ásókn var í COVID-sýnatöku í bílakjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans. Met var slegið hjá Heilsugæslunni á Selfossi sem tók rúmlega 300 sýni í dag.
20.04.2021 - 15:29
Samfylkingin leggur fram frumvarp um hertar sóttvarnir
Frumvarpi þingflokks Samfylkingarinnar um hertar sóttvarnir á landamærunum hefur verið dreift á Alþingi. Frumvarpinu er ætlað að styrkja heimildir ráðherra til að skylda fólk til að dvelja í sóttvarnahúsi við komuna til landsins.
20.04.2021 - 15:22
Sóttvarnalæknir bjartsýnn á framgang bólusetninga
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst bjartsýnn á að vel gangi með bólusetningar á næstunni. Hann segist búast við að karlmönnum sextugum og yngri verði gefið bóluefni AstraZeneca. 
Blóðtappar afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen
Lyfjastofnun Evrópu hefur komst að þeirri niðurstöðu að skrá eigi blóptappa sem afar sjaldgæfa aukaverkun bóluefnis Janssen gegn COVID-19.
20.04.2021 - 15:08
Borgarstjóri bólusettur í dag
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var einn fjölmargra sem bólusettur var með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag. Dagur hafnaði bólusetningu þegar hann fékk boð sem læknir en fékk boð núna þar sem hann er á ónæmisbælandi lyfjum.
Krefjast ógildingar á úrskurði kærunefndar
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore gegn íslenska ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Krafist er ógildingar á úrskurði kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingamálastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd fyrr í mánuðinum.