Innlent

Upplýsingafundur almannavarna í dag vegna fjölda smita
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14:00 vegna mikils fjölda smita. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
19.09.2020 - 10:50
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
Sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi í dag
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Fimm flokkar keppast um sæti; B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, L-listi Austurlistans, M-listi Miðflokksins og V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Vilja geta sektað fólk á hættusvæðum
Lögregla fær heimild til að sekta fólk sem dvelur í húsum á snjóflóðahættusvæðum sem hafa verið keypt eða tekin eignarnámi, ef drög að frumvarpi um snjóflóðavarnir ná fram að ganga. Þetta á að hjálpa til við rýmingu svæða þegar hætta er á snjóflóðum og sporna gegn því að fólk dvelji í húsum á hættusvæði.
19.09.2020 - 07:10
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
Rúmra fjögurra ára dómur ómerktur
Landsréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem hafði verið dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsi. Landsréttur sagði vafa leika á því að maðurinn hefði játað brot sín skýlaust eins og var forsenda fyrir dómi héraðsdóms. Því verður að taka málið aftur fyrir í héraðsdómi og dæma það upp á nýtt.
18.09.2020 - 20:54
Myndskeið
Alvarleg staða í atvinnumálum í Norðurþingi
Alvarleg staða er í atvinnumálum í Norðurþingi og atvinnuleysið það mesta á öllu Norðausturlandi. Heimamenn kalla eftir aðkomu Vinnumálastofnunar og formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir félagið að kikna undan álagi.
18.09.2020 - 20:18
Myndskeið
Opna bar á sama tíma og öðrum er lokað
Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld leikverkið Oleana. Þetta er fyrsta frumsýning leikhússins frá 13. mars þremur dögum áður en skella þurfti í lás. Þá var frumsýnt verkið Níu líf, um ævi og tónlist Bubba Morthens. Leikritið var þó ekki það eina nýja sem blasti við frumsýningargestum. Borgarleikhúsið opnaði líka nýjan bar, sama dag og krám var lokað á höfuðborgarsvæðinu.
18.09.2020 - 19:54
0,25% starfsfólks Landspítala með mótefni fyrir COVID
Nánast alveg hefur tekist að forða klínísku starfsfólki Landspítala frá því að smitast af COVID-19, en nýleg rannsókn á þeim starfshópi sýndi að einungis 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir veirunni.
18.09.2020 - 19:46
LIVE um Icelandair: Ekki áhættunnar virði
Ágreiningur var innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um þáttöku í hlutafjárútboði Icelandair, en niðurstaðan var að það væri ekki áhættunnar virði. Forstjóri Icelandair segist auðmjúkur yfir mikilli þátttöku í útboðinu. Sjö milljarða tilboði Michele Ballarin var hafnað.
18.09.2020 - 19:14
Smitaður einstaklingur kom inn á starfsstöð Isavia
Hluti starfsmanna Isavia sem starfa í starfsstöð fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í úrvinnslusóttkví á meðan smitrakningarteymi almannavarna rekur smit einstaklings sem kom inn á vinnustaðinn.
18.09.2020 - 18:10
Landlæknir óskar gagna um skimun konu
Landlæknir sendi Leitarstöð Krabbameinsfélagsins erindi í dag þar sem óskað var eftir gögnum í máli konu sem fór þar í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á fjórða þúsund sýni sem tekin voru frá 2017 og fram á þetta ár hafa verið endurskoðuð. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Leitarstöðvarinnar segir ekki tilefni til að skoða eldri sýni og segir ekki hægt að gera þá kröfu að skimanir séu óskeikular.
Staðfest smit í Listaháskólanum
Neyðaráætlun Listaháskóla Íslands hefur verið virkjuð eftir að smit kom upp innan skólans. Það var staðfest í morgun, en Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor upplýsti nemendur og starfsfólk um þetta nú síðdegis.
18.09.2020 - 17:19
Biður Mannvirkjastofnun að skýra reglurnar
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að Mannvirkjastofnun leysi úr ágreiningi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu. Samgöngustofa tók úr jarðgöng í Fjallabyggð í vikunni.
Starfsemi Landspítalans ekki færð upp á hættustig
Tveir liggja nú á Landspítala með COVID-19. Á fundi viðbragðsnefndar spítalans í morgun var ákveðið að starfsemi spítalans yrði ekki færð upp á hættustig. Spítalinn var á hættustigi í sumar, þegar færri smit voru en greinst hafa núna undanfarna daga.
18.09.2020 - 16:43
Segir afurðastöðvarnar veitast að bændum
Nautgripabóndi í Borgarfirði segir að sláturhúsin veitist að frumframleiðendum greinarinnar með lækkun afurðaverðs. Bændur eigi ekki annarra kosta völ en að hefja heimaslátrun í stórum stíl ef þrengt verði enn frekar að þeim.
Smit hjá starfsmanni innan Orkuveitunnar
Starfsmaður Orku náttúrunnar greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun vikunnar. Átta starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hafa síðan þá haldið sig heima.
60 þúsund ný störf á næstu þremur áratugum
60 þúsund ný störf þurfa að verða til hér á landi á næstu 30 árum til að tryggja góð efnahagsleg lífsgæði landsmanna. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í dag
18.09.2020 - 15:49
Gular viðvaranir vegna rigningar og storms á sunnudag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir frá Breiðafirði, alveg norður fyrir og til Austfjarða, með miðhálendinu meðtöldu. 
18.09.2020 - 15:29
Fyrsta skipti sem ákært er fyrir að bana þremur
Ákæra á hendur manni vegna dauða þriggja í íkveikju í Reykjavík í sumar er sú fyrsta þar sem maður er ákærður fyrir að verða svo mörgum að bana, eftir því sem næst verður komist. Maðurinn er ákærður fyrir íkveikju og manndráp á þremur.
6,5 milljarðar í nýja legudeild á SAk
Gert er ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið í framkvæmdir við byggingu nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri í fjármálaáætlun 2021-2025. Þetta kom fram í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri í gær.
Smit á Akranesi - allir í sóttkví sem fóru í ræktina
Kórónuveirusmit greindist á Akranesi. Búið er að rekja ferðir einstaklings sem reyndist smitaður, í það minnsta að hluta, en hann fór meðal annars í líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn.
18.09.2020 - 14:16
Hefja mótefnamælingar fyrir almenning á Akureyri
Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið COVID-19. Framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar segist finna fyrir mikilli eftirspurn almennings eftir mótefnamælingum.
18.09.2020 - 14:08
Telja óhætt að opna Hámu á Háskólatorgi á ný á mánudag
Háma, matsölustaður Háskóla Íslands á Háskólatorgi, opnar á ný á mánudag. Hámu var lokað á mánudag vegna COVID-19 smits hjá starfsmanni.
18.09.2020 - 14:01