Þættir
Þáttur 30 af 30
Í þættinum er Snorra Sturlusonar minnst með því að rifja upp Snorrahátíð í Reykholti 20. júlí 1947.
Þáttur 29 af 30
Í þættinum er rætt við Kristínu Geirsdóttur um Sturlungu.
Þáttur 28 af 30
Í þættinum er rætt við Hrafn Gunnlaugsson og Þráinn Bertelsson um fornsögur og íslenska kvikmyndagerð.
Þáttur 27 af 30
Afhjúpun minnisvarða frá Borgfirðingum til Dalamanna um Snorra Sturluson í Hvammi 27. apríl 1985. Upplestur skólameyja í Laugaskóla í Sælingsdal úr Sturlungu og viðtöl við Pétur Þorsteinsson…
Þáttur 26 af 30
Þátturinn var tekinn upp á Jöfragleði í Dalabúð í Búðardal sumardaginn fyrsta 1985 undir heitinu Dalamenn á Stefnumóti við Sturlungu. Þetta var spurningaleikur upp úr Sturlungu:
Þáttur 25 af 30
Í þættinum er rætt við Matthías Johannessen um bók sem er að koma út hjá Almenna bókafélaginu eftir hann og hefur að geyma bókmenntagreinar, m.a. um Sturlu Þórðarson lögmanna og sagnaritara…
Þáttur 24 af 30
Í þættinum er kynnt leikrit Indriða Einarssonar Sverð og bagall og flutt brot úr útvarpsflutningi á því frá 1961. Hluti af inngangi Andrésar Björnssonar sem lesinn var á undan flutningi…
Þáttur 23 af 30
Í þættinum er spjallað við stjórnmálamenn um Sturlungu.
Þáttur 22 af 30
Í þættinum er rætt um kennslubókina Sjálfstæði Íslendinga eftir Gunnar Karlsson sem út kom hjá Námsgagnastofnun í vetur. Lesnir eru tveir kaflar úr henni og rætt við höfundinn og 12…
Þáttur 21 af 30
Í þættinum er fjallað um Þórð kakala og stuðst við pistla Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar í Lesbók Morgunblaðsins sem birtust árið 1983.
Þáttur 20 af 30
Í þættinum er fjallað um réttarstöðu eiginkvenna, frillna og fylgikvenna á Sturlungaöld. Vitnað er í erindi Önnu Sigurðardóttur og rætt við Guðmund J. Guðmundsson sagnfræðing og kennara.
Þáttur 19 af 30
Í þættinum er fjallað um samgöngur á 13. öld og um geldingar sem hefndaraðgerð, refsingar og aðferð til þess að halda í skefjum fjölda ósjálfbjarga fólks.
Þáttur 18 af 30
Rætt er um áhrif versnandi veðurfars á atburði Sturlungaaldar. Viðtal við Pál Bergþórsson veðurfræðing.
Þáttur 17 af 30
Í þættinum er fjallað um skarð í vör í tengslum við Þorgils Skarða. Rætt var við Árna Björnsson lækni og vitnað til umfjöllunar og hugleiðingar Helga Hjörvar sem hann flutti í útvarpsþætti…
Þáttur 16 af 30
Í þættinum er haldið áfram samanburði á Nafni Rósarinnar eftir Umberto Eco og Sturlungu.
Þáttur 15 af 30
Í þættinum er rætt um tengingar og samlíkingar milli Nafns Rósarinnar eftir Umberto Eco og Sturlungu 13. og 14. aldar á Íslandi og Ítalíu.
Þáttur 14 af 30
Í þættinum er fjallað um kveðskap Sturlu Þórðarsonar.
Þáttur 13 af 30
Í þættinum er fjallað um valdaáform Sturlu Sighvatssonar og því velt upp hvort hann hafi ætlað sér konungsdóm á Íslandi. Séra Heimir Steinsson flytur hugleiðingu um þetta efni, auk…
Þáttur 12 af 30
Í þættinum er lesið úr bréfum frá Guðmundi Inga Kristjánssyni skáldbónda á Kirkjubóli í Bjarnarfirði og rætt við Árna Björnsson cand. mag. um þjóðvarnarmanninn Sturlu Þórðarson.
Þáttur 11 af 30
Í þættinum er fjallað um erindi Guðrúnar Ásu Grímsdóttur sagnfræðings sem hún flutti á Sturlustefnu sumarið 1984 í Háskóla Íslands og nefndi: Um sárafar í Íslendingasögu. Einnig er…
Þáttur 10 af 30
Í þættinum er flutt jólasaga úr Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Segir þar frá herför Órækju Snorra til föðurhefnda á jólum og bardaganum í Skálholti 2. janúar 1242. Lestur Helga…
Þáttur 9 af 30
Rætt er um trúarljóðið Heyr, himna smiður eftir Kolbein Tumason. Kristbjörg Kjeld les ritgerð eftir Hermann Pálsson - Skáldið á Víðimýri og Stefán Karlsson handritasérfræðingur flytur…
Þáttur 8 af 30
Í þættinum er haldið áfram samtali Skjaldar Eiríkssonar og Ólafs Guðmundssonar um valdaáform Sturlu Sighvatssonar.
Þáttur 7 af 30
Í þættinum er rætt um grein Ólafs Guðmundssonar í Morgunblaðinu 29. nóv. 1984: Apavatnsför og Sighvatur Sturluson. Einnig er fjallað um tilgang Sturlu Sighvatssonar með herför Siður…
Þáttur 6 af 30
Í þættinum er fjallað um konur á Sturlungaöld og lesið úr tveimur BA-ritgerðum.
Þáttur 5 af 30
Konur á Sturlungaöld er efni þáttarins.
Þáttur 4 af 30
Í þættinum er fjallað um lífsviðhorf og siðfræði í Íslendinga sögu. Rætt er við Jón Torfason um BA-ritgerð hans um þessi efni.
Þáttur 3 af 30
Í þættinum er brugðið upp mynd af Sturlu Þórðarsyni sagnaritara og lögmanni, ævi hans og starfi. Stuðst er við grein eftir Matthías Johannessen ritstjóra, 29. júli 1984, erindi frá…
Þáttur 2 af 30
Í þættinum er fjallað um spurningu Péturs Þorsteinssonar sýslumanns Dalamanna um það hvar sá klettur væri í Borgarfirði sem Svarthöfði Dufgusson hratt hesti sínum fram af og stökk…
Þáttur 1 af 30
Fjallað er um Sturlungu sögu, þáttarformið kynt og fluttir tveir kaflar úr erindi dr. Jónasar Kristjánssonar á Sturlustefnu í Háskóla Íslands 28.-29. júlí 1984.
,