Sjáandinn á Vesturbrú

Líf og dauði á Vesturbrú

Í lokaþættinum um Guðnýju Eyjólfsdóttur frá Nauthól er fjallað um síðustu áratugina í ævi sjáandans á Vesturbrú. Sagt er frá daglegu lífi og gestagangi í Viktoriagade 3 og störfum Guðnýjar sem hjálparhella og ferðafélagi danskra skemmtikrafta og aðalsmanna. lokum kemur við sögu dularfullur bankareikningur sem fannst tæpum þrjátíu árum eftir andlát hennar.

Í þættinum er rætt við Rut Rebekku Sigurjónsdóttur listmálar, Þórarin Óskar Þórarinsson og Guðnýju Emmu Nielsen. Rikke Houd tók viðtalið við Guðnýju á heimili hennar í Borgundarhólmi.

Einnig heyrist tónlist úr smiðju Kai Normann Andersen, Bent Fabricius-Bjerre, Otto Francker, Gert Wilder, Magnús Pétursson, Mary Lattimore og Elton John,

Frumflutt

8. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sjáandinn á Vesturbrú

Sjáandinn á Vesturbrú

Guðný Eyjólfsdóttir Vestfjörð fæddist á köldu vori árið 1888 og ólst upp í torfkofa í Nauthólsvík. Upp úr tvítugu sigldi hún til Kaupmannahafnar þar sem hún vann láglaunastörf, varð einstæð móðir, komst í kast við lögin og gerðist spákona og heilari yfirstéttar Kaupmannahafnarborgar. Hún upplifði gríðarlegar breytingar á heiminum og nokkrum dögum áður en hún lést barst ómurinn af tónleikum Elton John í Tívolí inn um gluggana heima hjá henni á Vesturbrú.

Umsjón: Þórdís Gísladóttir.

Samsetning og framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Þættir

,