Orðin sem við skiljum ekki

Náttúran hefur alltaf rétt fyrir sér

Mannkynið hefur raskað um 97 prósentum af upprunalegum vistkerfum jarðarinnar. Þetta hefur valdið því stórir hópar dýra- og plöntutegunda hafa misst búsvæði sín og kjörlendi og neyðst til flytja sig á nýjar slóðir sem eru þeim ekki endilega æskilegar. Þá telja fjölmargir vísindamenn við stöndum á barmi sjöttu fjöldaútrýmingar dýra- og plöntutegunda. Slíkar útrýmingarhrinur hafa átt sér stað fimm sinnum áður og hafa í öll skiptin endað með ósköpum fyrir líf- og vistkerfi jarðarinnar.

Í fjórða þætti seríunnar Orðin sem við skiljum ekki, sem byggð er á bók Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið, fjallar Þorvaldur S. Helgason um sjöttu fjöldaútrýminguna og tengsl mannkynsins við náttúruna. Hvernig getum við borið siðferðislega ábyrgð á þeim hörmungum sem við erum leysa úr læðingi í vistkerfum jarðarinnar og hvernig getum við brúað bilið á milli náttúru og mannlífs? Viðmælendur þáttarins eru Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki.

Umsjón: Þorvaldur S. Helgason

Tónlist: Högni Egilsson.

Upplestur: Tómas Ævar Ólafsson.

Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason.

Frumflutt

1. maí 2021

Aðgengilegt til

30. júní 2024
Orðin sem við skiljum ekki

Orðin sem við skiljum ekki

Orð geta verið stór og orð geta verið smá. Þau geta verið nógu kraftmikil til skapa heilan heim og þau geta verið svo hversdagsleg við tökum ekki einu sinni eftir þeim. Orð geta líka verið svo umfangsmikil það tekur heilu kynslóðirnar skilja þau til hlítar. Þetta eru orðin sem við skiljum ekki.

Í bókinni Um tímann og vatnið fjallar Andri Snær Magnason um þær grundvallarbreytingar sem munu verða á mannlífi og jarðlífi á næstu hundrað árum vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessar breytingar eru „flóknari en flest það sem hugurinn er vanur fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið.“ Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Þorvaldur S. Helgason fjallar um tímann og vatnið, kafar dýpra í helstu umfjöllunarefni bókarinnar og ræðir við vísindamennina, heimspekingana og aðgerðasinnana sem hafa helgað líf sitt því rannsaka málefni sem eru stærri og flóknari en orð lýst.

Umsjón: Þorvaldur S. Helgason

Tónlist: Högni Egilsson.

Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason

Þættir

,